Fréttablaðið - 13.02.2003, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 13.02.2003, Blaðsíða 8
8 13. febrúar 2003 FIMMTUDAGUR AFRÍKA AFTUR TIL FORTÍÐAR Blaðamenn sem heimsóttu dauðadeild- ina í San Quentin-fangelsinu líktu því sem fyrir augu bar við atriði úr kvikmynd frá 5. áratugnum. Fangelsi opnað almenningi: Neyðar- ástand á dauðadeild KALIFORNÍA, AP Fangelsisyfirvöld í ríkisfangelsinu í San Quentin í Kaliforníu opnuðu dyr dauða- deildarinnar fyrir almenningi í fyrsta sinn í þrjátíu ár til þess að vekja athygli á þeirri bágu að- stöðu sem vistmenn og starfsfólk fangelsisins búa við. Lengi hefur verið barist fyrir því að gerðar verði endurbætur á fangelsinu og er það ekki að ástæðulausu. Dauðadeildin var byggð árið 1934 og var þá ætlað að hýsa 68 sakamenn. Nú eru þar yfir 600 fangar og hefur flestum þeirra verið komið fyrir í byggingum sem ætlaðar eru almennum föng- um. Fangelsisstjóri San Quentin hefur lagt til að byggð verði stærri og nútímalegri bygging þar sem öryggi sé í fyrirrúmi. Slíkar framkvæmdir yrðu afar kostnaðarsamar og hafa ráða- menn litið svo á að peningunum væri betur varið í þágu mennta- mála. ■ VEÐUR Fánaborg fauk á bíla sem stóðu á söluplani bílasöl- unnar Bílavíkur við Fitjar í Njarðvík í óvæntu óveðri í fyrrinótt. Minniháttar skemmdir urðu á bílunum. Ekki hafði verið gert ráð fyrir svo miklu hvassviðri í veður- spá. Fóru verstu vindhviðurn- ar upp í 40 metra á sekúndu. Lögreglan í Reykjanesbæ þurfti að sinna nokkrum út- köllum vegur óveðursins. Með- al annars fauk járnplata á glugga á annarri hæð fjölbýlishúss og olli skemmdum. Veðrið var að miklu leyti gengið niður um þrjúleytið um nóttina. Í Kópavogi fauk gas- grill fram af svölum á fimmtu hæð fjölbýlishúss. Hafnaði grillið á tveimur bílum sem stóðu á bíla- stæði fyrir neðan. ■ NYTSAMLEGUR HJÓLHESTUR Íbúar Kristjaníu hafa lifað í sátt og sam- lyndi við aðra Kaupmannahafnarbúa í yfir þrjá áratugi. Þeir hafa meðal annars haft lífsviðurværi sitt af því að smíða hjól sem hafa verið afar vinsæl meðal borgarbúa. Fríríkið Kristjanía: Innlimuð í Kaup- mannahöfn KAUPMANNAHÖFN, AP Margt bendir til þess að Kaupmannahöfn muni innan skamms taka við yfirstjórn fríríkisins Kristjaníu af danska varnarmálaráðuneytinu. Að sögn Politiken hafa báðir aðilar stað- fest að ætlunin sé að boða til samningaviðræðna um málið áður en samningur ráðuneytisins og Kristjaníu rennur út 30. júní árið 2004. Borgaryfirvöld í Kaupmanna- höfn segjast telja óeðlilegt að frjálst og óháð þorp sé staðsett í miðri borginni en ítreka að íbúar svæðisins verði hafðir með í ráð- um. Þó til standi að betrumbæta ástandið í Kristjaníu þýði það ekki að þurrka eigi burt þann sérstæða lífsstíl sem þar tíðkast. ■ VILJA FRIÐARVIÐRÆÐUR Líberísk- ir uppreisnarmenn hafa sam- þykkt að hefja friðarviðræður við stjórnvöld um að binda enda á þriggja ára borgarastríð fyrir árslok. Áður höfðu uppreisnar- menn sagt að þeir myndu ekki leggja niður vopn fyrr en búið væri að koma Charles Taylor for- seta frá völdum. EINKAVÆÐING Ríkissjóður fær væna greiðslu frá Sam- soni í dag vegna kaupa á hlut í Landsbankanum. Öll- um formsatriðum vegna sölu 45,8% hlutar í Lands- bankanum er nú lokið og mun Samson fara með at- kvæðarétt á aðalfundi bank- ans á föstudag í samræmi við eign sína. Björgólfur Guðmundsson mun setjast í bankaráðið fyrir hönd hóps- ins. Í framhaldinu má telja öruggt að hann verði kjörinn bankaráðsformaður á fundi bankaráðsins eftir aðalfundinn. Greiðsla Samsonar vegna kaup- anna verður tilkynnt í Kauphöllinni í dag. Samson hefur fengið blessun íslenska fjármála- eftirlitsins vegna kaup- anna. Í gær bættist við samþykki breska fjármála- eftirlitsins vegna kaupa Samsonar á bankanum. Heritable, Bank sem er í eigu Landbankans, heyrir undir breska fjármálaeft- irlitið og þurfti það því að samþykkja breytingarnar. Öllum skilyrðum kaupanna er því fullnægt og formlega mun hlutur ríkisins færast til Samsonar í dag. ■ Óvænt óveður: Gasgrill og fána- borg fuku á bíla FÁNABORGIN Á HLIÐINNI Fánaborgin olli skemmdum á bílum þegar hún fauk í óveðrinu. Lífeyrissjóður Eimskips: Jákvæð ávöxtun LÍFEYRISSJÓÐIR Hrein ávöxtun Líf- eyrissjóðs Eimskipafélags Íslands var 6,42% í fyrra. Samkvæmt Hjör- dísi Ásberg, framkvæmdastjóra sjóðsins, er megin skýringin á góðri ávöxtun á síðasta ári sú að farið hefur verið mjög varlega í kaup á erlendum verðbréfum og ágæt ávöxtun hefur verið á innlendum verðbréfamarkaði. Meðalávöxtun sjóðsins síðustu fimm ár er 4,49%. Hrein eign sjóðsins til greiðslu líf- eyris nam 2.626 milljónir króna. Í Lífeyrissjóði Eimskipafélags- ins eru 1.605 sjóðsfélagar, en sjóð- urinn er lokaður fyrir hefðbundn- um iðgjaldagreiðslum. ■ Samson borgar Landsbankann: Björgólfur formaður bankaráðs BORGA Samson ehf. mun greiða ríkinu vegna kaupa á Landsbankanum í dag. Þar með er eignarhlutur í bankanum formlega kom- inn í hendur nýrra kjölfestueigenda. EYMINGI AUSTAN AF LANDI Og helst er að skilja að þeir einir megi tala um aumingjana sem eru aumingjar sjálfir. Ellert B. Schram skammar Hrafnkel A. Jónsson fyrir að saka þá um aumingja- gæsku sem vilja vekja máls á fátækt. Morgunblaðið, 12. febrúar. OG HALLDÓR EKKI AF BOGESENÆTTINNI Ingibjörg Sólrún er engin Salka Valka. Halldór Blöndal. Morgunblaðið, 12. febrúar. VÉR HÁHYRNINGAR Þetta er spurning um hvort hann kýs að koma með okkur eða verð- ur áfram með öðrum háhyrning- um. Colin Baird, gæslumaður Keikós. DV, 12. febrúar. ORÐRÉTT FERÐAÞJÓNUSTA „Okkur sýnist að það sé að skapast öflug samstaða meðal ferðaþjónustuaðila á Norð- urlandi í markaðs- og kynningar- málum, hugmyndin um sameiginlega markaðsskrifstofu fyrir landshlutann virðist ætla að ganga upp,“ sagði Ásbjörn Björgvins- son, forstöðumaður Hvalamiðstöðvar- innar á Húsavík. Undanfarin ár hafa ferðaþjón- ustuaðilar á Norðurlandi alið með sér draum um sameiginlega markaðsskrifstofu með það að markmiði að koma svæðinu á framfæri sem heild. Svæðið sem um ræðir nær frá Hrútafirði í vestri að Bakkafirði í austri en Norðurlandið allt er undir, hálend- ið þar með talið. „Við erum að kynna sveitar- stjórnarmönnum hugmyndir okk- ar, viljum fá sveitarfélög og greinina alla til þess að standa sameiginlega að slíkri markaðs- og kynningarskrifstofu fyrir svæðið. Við erum búnir að halda tvo fundi, annan með Skagfirðingum og hinn með Þingeyingum. Viðtökur hafa verið góðar og nú erum við að kynna þetta fyrir Húnvetningum. Næst er það Eyjafjörður og í framhaldi af því metum við stöðuna,“ sagði Ásbjörn og bætti við að undanfar- in ár hefði hver sýslað í sínu horni. Það hefði ekki skilað þeim árangri sem æskilegur væri. „Til þess að auka markaðshlut- deild Norðurlands í heildinni þurfum við meiri slagkraft. Hann næst ekki nema með aukinni sam- vinnu. Hugmyndir okkar ganga út á það að sveitarfélögin og fyrir- tæki sem hafa beinan hag af ferðamennskunni komi að fjár- mögnun markaðsskrifstofunnar með greininni. Þar gætu orðið tvö til þrjú störf til að byrja með. Það má ekki líða mikið meira en mán- uður þar til menn komast að end- anlegri niðurstöðu og eftir þessa kynningarfundi núna komum við til með að senda erindi til sveitar- félaganna og óska eftir formlegri afstöðu þeirra til verkefnisins. Okkar draumur er að starfsemin komist í gang sem allra fyrst þan- nig að skrifstofan nýtist í mark- aðs- og kynningarmálum í sumar. Árangurinn mun þó ekki sjást að marki fyrr en á næsta ári,“ sagði Ásbjörn Björgvinsson. the@frettabladid.is Markaðsskrifstofa í burðarliðnum Sveitarfélög á Norðurlandi frá Hrútafirði að Bakkafirði taka jákvætt í hugmyndir um sameiginlega markaðsskrifstofu ferðamála fyrir svæðið. Skýrist innan mánaðar hvort verkefninu verður hrint í framkvæmd. HÚSAVÍK Norðlenskir sveitarstjórnarmenn taka jákvætt í hugmyndir um sameiginlega markaðsskrif- stofu fyrir ferðaþjónustu á svæðinu. Ætlunin er að stórauka hlut Norðlendinga í ferðaþjón- ustu á landinu. „Það má ekki líða mikið meira en mánuður þar til menn kom- ast að endan- legri niður- stöðu.“

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.