Fréttablaðið - 13.02.2003, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 13.02.2003, Blaðsíða 1
SKATTAMÁL Davíð Oddsson for- sætisráðherra hyggst á næstu vik- um leggja fram tillögur um skattalækkanir sem eiga að koma til framkvæmda á næsta kjör- tímabili. Hann segir að skattar hafi þegar verið lækkaðir í ýms- um greinum á þessu kjörtímabili, til að mynda eignaskattar og skattar á fyrirtæki. „Talið er að hagvöxtur á þessu ári verði um 1,75%, hagvöxtur verði um 3% á því næsta og á næstu árum þar á eftir er ætlað að hann verði enn hærri. Sterk staða ríkissjóðsins nú og tekjuaukinn sem sannarlega mun fylgja hag- vextinum gerir það að verkum að það er engin goðgá að huga að breytingum á sköttum í rétta átt, til lækkunar, en ekki hækkunar. Við viljum öflugan ríkissjóð sem getur staðið undir þeim kröfum sem nútímaþjóðfélag gerir. En það er engin ástæða til að láta rík- issjóðinn fitna um of. Óþörf fita er engum til gagns,“ sagði Davíð Oddsson forsætisráðherra á Við- skiptaþingi Verslunarráðs Íslands í gær. Hann segist ætla að gera nán- ari grein fyrir tillögum sínum þegar þær væru fullmótaðar. Hann játar því að um kosningalof- orð sé að ræða en bendir á að hann hafi verið spar á slík loforð. Við þetta muni hann standa. Davíð nefnir lækkun tekjuskatts ein- staklinga, afnám eignaskatta og breytingar á erfðafjárskatti. ■ AFMÆLI Opið hús bls. 30 Þverholti 9, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Fimmtudagurinn 13. febrúar 2003 Tónlist 18 Leikhús 18 Myndlist 18 Bíó 20 Íþróttir 16 Sjónvarp 22 KVÖLDIÐ Í KVÖLD MÁLÞING Samband ungra Framsókn- armanna efnir til málþings um menntamál að Hverfisgötu 33 klukkan 20. Rætt verður um sam- keppnisstöðu háskólanna, Lánasjóð íslenskra námsmanna, framtíðar- sýn í menntamálum og fleira. Framsögumenn verða Hjálmar Árnason, Ármann Höskuldsson, Runólfur Ágústsson og Sæunn Stef- ánsdóttir. Framtíðarsýn í menntamálum GRÍN Uppistand verður á Sportkaffi klukkan 20. Gestir fyrsta alþjóð- lega uppistandsklúbbsins á Íslandi verða Írinn David O’Doherty og Nýsjálendingurinn Rhys Darby. Báðir eru að gera það reglulega gott á uppistandsenunni í Bretlandi og eru atvinnumenn í faginu. Alþjóðlegt uppistand TÓNLEIKAR Þau Bryndís Halla Gylfa- dóttir, Stefán Vovka Ashkenazy og Judith Ingólfsson mynda einleik- aratríó á tónleikum Sinfóníuhljóm- sveitarinnar í Þríleikskonsert Beet- hovens. Tónleikarnir verða í Há- skólabíói klukkan 20.30. Einnig eru á dagskrá þetta kvöld verkið Gang- ur eftir Þorkel Sigurbjörnsson og sinfónía nr. 1 eftir Gustav Mahler. Einleikaratríó í Háskólabíói KÖRFUBOLTI Þrír leikir fara fram í Intersport-deild karla klukkan 19.15. Tindastóll tekur á móti Breiðabliki, Njarðvík mætir Snæ- felli á Stykkishólmi og Hamar keppir við Val á Hlíðarenda. Þrír leikir í körfunni TÓNLEIKAR Orgelverk á Myrkum músíkdögum FIMMTUDAGUR 37. tölublað – 3. árgangur bls. 6 STJÓRNSÝSLA Lögin eru óvirk bls. 18 ATVINNA Af þeim rúmlega 3.600 sem voru atvinnulausir að meðal- tali á síðasta ári voru um 2.500 á höfuðborgarsvæðinu. Ríkisstjórnin ákvað í fyrradag að verja 6,3 milljörðum króna á næstu 18 mánuðum m.a. til að sporna gegn auknu atvinnuleysi, en þar af fara 5,6 milljarðar í ýms- ar framkvæmdir. Um 18% af þeim fjármunum eru eyrnamerktir höf- uðborgarsvæðinu, þar sem tæp 70% atvinnulausra búa. „Hlutur Reykjavíkur er allt of lítill í þeim fjármunum sem ríkis- stjórnin veitir til þess að lyfta at- vinnustiginu,“ segir Össur Skarp- héðinsson, formaður Samfylking- ingarinnar og þingmaður Reykja- víkur. „Stærsti hluti atvinnulausra býr í Reykjavík, sem fær hins veg- ar mjög lítinn skerf af þessum fjármunum. Það er alveg ljóst að ef Samfylkingin væri við stjórn þá myndi hún hafa sett meiri fjár- muni í að byggja upp atvinnustigið í Reykjavík.“ Össur segir að aðgerð ríkis- stjórnarinnar miði greinilega ekki að því að koma til móts við þarfirn- ar þar sem þær séu, heldur virki þetta eins og verið sé að skipta köku rétt fyrir kosningar til að tryggja sér atkvæði. Hann segir að löngu sé orðið tímabært að ríkið geri verulegan skurk í að byggja upp samgöngumannvirki sem liggja að og frá borginni. Þau kæmu ekki bara til með að gagnast höfuðborgarbúum heldur lands- byggðinni allri. „Þessi ákvörðun er líka til marks um það tómlæti sem Sjálf- stæðisflokkurinn sýnir íbúum Reykjavíkur og lætur þá gjalda síns stöðuga stríðs við Reykjavík- urlistann. Þetta er ákaflega van- þroskað af stjórnmálaflokki, en þessi gjörningur þeirra er stað- festing á því að Sjálfstæðisflokk- urinn vinnur ekki að hagsmunum Reykvíkinga.“ Í utandagskrárumræðum um aðgerðir ríkisstjórnarinnar í gær sagði Davíð Oddsson forsætisráð- herra að aðgerðin væri frábrugðin atvinnubótaverkefnum fyrri ára. „Við teljum einnig að þessi inn- spýting muni í raun ná til landsins alls,“ sagði Davíð. „Það má auðvit- að segja að meginþungi aðgerð- anna verði bundinn við lands- byggðina. Þetta eru ekki atvinnu- bótaverkefni af gamla skólanum, heldur munu verkin standa áfram og duga til framtíðar, öllum til hagsbóta.“ trausti@frettabladid.is Nánar bls. 2 og 4 DAVÍÐ ODDSSON Sterk staða ríkissjóðs á að skila sér í skattalækkunum, segir forsætisráðherra. Davíð Oddsson forsætisráðherra: Boðar skattalækkanir KVIKMYNDIR bls. 28 Er líf eftir starfslok? TÍSKA Leður og loðfeldir bls. 20 REYKJAVÍK Hæg suðlæg átt og skúrir eða slydduél. Hvessir þegar líður á daginn. Hiti 1 til 6 stig. VEÐRIÐ Í DAG VINDUR ÚRKOMA HITI Ísafjörður 13-18 Skúrir 3 Akureyri 10-15 Skýjað 3 Egilsstaðir 10-15 Rigning 2 Vestmannaeyjar 13-18 Skúrir 3➜ ➜ ➜ ➜ + + + + MEÐALFJÖLDI ATVINNULAUSRA 2002 Fjöldi Höfuðborgarsvæðið 2.495 Norðvesturkjödæmi 259 Norðausturkjördæmi 476 Suðurkjördæmi 401 Landið allt: 3.631 5,6 MILLJARÐAR Í FRAMKVÆMDIR Milljónir % af heild Höfuðborgarsvæðið 1.000 18% Norðvesturkjördæmi 1.200 21% Norðausturkjördæmi 1.500 27% Suðurkjördæmi 1.900 34% Landið allt: 5.600 100% Taflan tekur til vegaframkvæmda og 1.000 millj- óna króna framlags í menningarhús á Akureyri og í Vestmannaeyjum. Auk 5,6 milljarða króna í framkvæmdir hyggst ríkisstjórnin verja 700 millj- ónum í atvinnuþróunarátak á vegum Byggða- stofnunar. Rýr hlutur höfuðborgar Tæp 70% atvinnulausra búa á höfuðborgarsvæðinu. Ríkisstjórnin ætlar að verja 5,6 milljörðum í framkvæmdir til að sporna gegn atvinnuleysi. Höfuðborgarsvæðið fær 18% af fjármagninu. BYGGINGARFRAMKVÆMDIR Í HAMRABORG Af þeim 5,6 milljörðum króna sem ríkisstjórnin ákvað í fyrradag að verja í framkvæmdir á næstu mánuðum, m.a. til þess að sporna gegn auknu atvinnuleysi, er 1 milljarður eyrnamerktur höfuðborgarsvæðinu. NOKKRAR STAÐREYNDIR UM MEÐALLESTUR FÓLKS Á ALDRINUM 12 TIL 80 ÁRA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU ER 69,6% SAMKVÆMT FJÖLMIÐLAKÖNNUN GALLUP Í OKTÓBER 2002. Fr é tt a b la ð ið M o rg u n b la ð ið Meðallestur 25 til 49 ára samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup frá október 2002 24% D V 80.000 eintök 70% fólks les blaðið Hvaða blöð lesa 25 til 49 ára íbúar á höfuðborgar- svæðinu á föstudögum? 66% 71%

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.