Fréttablaðið - 04.04.2003, Blaðsíða 29
30 4. apríl 2003 FÖSTUDAGUR
Kristján Pálsson alþingismaðurer bjartsýnn á gott gengi í
kosningunum 10. maí. Hann segir
að T-listinn sé valkostur fyrir alla
kjósendur Suðurkjördæmis, enda
flokkurinn með mjög breiða mál-
efnastöðu.
Kristján segist hafa ákveðið
að fara í sérframboð eftir að
hafa verið útilokaður af lista
Sjálfstæðismanna.
„Ég er ekki bitur út í neinn,“
segir Kristján. „Ég lít svo á að í
uppstillingarnefndinni hafi ver-
ið gerð aðför gegn mér. Ég reyn-
di eftir öllum til-
tækum leiðum
innan flokksins að
fá leiðrétt það
sem gert var með
ólöglegum hætti
innan þessarar
nefndar, en það
tókst ekki. Mið-
stjórnin treysti sér ekki til að
gera neitt og ég get ekki skýrt
það með öðrum hætti en að
menn hafi ekki þorað að rugga
bátnum eftir að búið var að
ganga frá listanum. Með stuðn-
ingi góðs fólks tók ég þá bara
ákvörðun um að fara í sérfram-
boð.“
Ótækt að hækka
kvótaþakið í 20%
Kristján segir það hafa verið
mikla vinnu að ganga frá lista fyr-
ir kosningarnar. Þessi vinna hafi
hins vegar gengið mjög vel og á
listanum sé fólk úr öllum stéttum
og átta konur. Þá sé búið að móta
stefnuskrána.
„Við viljum sérstaklega vekja
athygli á mikilli samþjöppun afla-
heimilda,“ segir Kristján aðspurð-
ur um helstu stefnumál T-listans.
„Við teljum að þetta sé mjög
hættuleg þróun sem geti leitt til
þess að kvótinn færist í svo fáar
hendur að við ráðum ekki lengur
við stjórn sjávarútvegsmála.“
Kristján bendir á að Brim hf.,
eitt stærsta sjávarútvegsfyrir-
tæki landsins, sem eigi í dag um
12% af öllum aflaheimildum
landsmanna, fari nú fram á að
kvótaþakið verði hækkað upp í
20%. Það telji hann ótækt og
brýnt sé að stöðva þessa þróun
strax.
„Við vitum að það þarf að taka
mjög ákveðið á þessum málum,
því Brim hf., sem er í eigu Eim-
skipafélagsins, er náttúrlega ekk-
ert venjulegt fyrirtæki. Þegar það
er farið að biðja um hækkun
kvótaþaksins, þá er mikil hætta á
því að orðið verði við þeirri bón.
Þetta er stórt og öflugt fyrirtæki
með mikil tengsl og getur beitt
miklum þrýstingi.“
Kristján segist hafa áhyggjur
af því að Árni Ragnar Árnason,
formaður sjávarútvegsnefndar,
hafi lýst því yfir að ef það sé þjóð-
hagslega hagkvæmt að hækka
kvótaþakið þá telji hann eðlilegt
að það verði gert. Aðspurður seg-
ist Kristján ekki segja þetta
vegna þess að hann sé í einhverj-
um pólitískum slag við Árna
Ragnar, fyrrum samherja sinn í
Sjálfstæðisflokknum.
„Ég finn að innan úr Sjálfstæð-
isflokknum eru jákvæðir straum-
ar hvað þetta mál snertir, en ég
geri ekki ráð fyrir því að flokkur-
inn muni hafa mjög hátt um það
fyrir kosningar.“
Skattleysismörk
verði hækkuð
Kristján segir að þrátt fyrir
ákveðna galla hafi kvótakerfið
ákveðna kosti, sem felist fyrst og
fremst í skipulagi á veiðum og
vinnslu. Það hafi líka að mörgu
leyti verið grunnurinn að þeim
stöðugleika sem hafi náðst á und-
anförnum árum.
„Við leggjum því fyrst og
fremst til að samþjöppunin verði
stöðvuð. Að tegundir eins og keila,
langa, skötuselur og ufsi verði
teknar út úr kvóta og kerfið opn-
að. Einnig leggjum við til að tekin
verði upp línutvöföldun að nýju
fyrir dagróðrabáta, þannig að
vinna skapist í landi.“
Auk þess að leggja ríka áherslu
á sjávarútvegsmál segir Kristján
að T-listinn stefni að því útrýma
atvinnuleysi. Í því sambandi verði
að styrkja stöðu eignarhaldsfé-
laga landshlutanna. Þá vilji hann
gera átak í skattamálum og stefna
að hækkun skattleysismarka upp í
um 90 þúsund krónur. Það komi
þeim til góða sem helst þurfi á
hjálpinni að halda og gagnist um
80% skattgreiðenda. Þá segist
hann telja að kostnaður ríkisins
vegna þessa sé mun minni en
ráðuneytið vilji meina.
Kristján segir að brýnt sé að
efla ferðaþjónustu og hvað það
snerti vilji flokkurinn að flugvall-
arskattar verði lækkaðir um 76%,
eða til jafns við það sem gerist á
Kastrup í Kaupmannahöfn. Þá
hafni framboðið sértækum að-
gerðum á ferðaþjónustu, eins og
sérstöku gistináttagjaldi, sem sé
hugmynd sem umhverfisráðherra
hafi viðrað nýlega.
Kristján segir brýnt að réttar-
staða bænda hvað þinglýst eignar-
lönd þeirra varði verði virt í kröf-
um ríkisins um þjóðlendur.
„Við erum ekki að segja að
miðhálendið eigi ekki að vera
þjóðlenda, en við viljum ekki að
eignarlönd sem liggi niður að sjó
verði afhent undir þjóðlendur
bótalaust. Þarna hefur ríkið farið
offari og það verður að stöðva
þessa árás á eignaréttinn.“
Tvöföldun Reykjanesbrautar
Kristján segist leggja mikla
áherslu á heilbrigðismál. Hann
vilji að stjórn heilbrigðisstofnana
verði færð heim í hérað og stjórn-
að af heimamönnum. Þegar um sé
að ræða jafn viðkvæma nærþjón-
ustu og raun beri vitni sé ómögu-
legt að framkvæmdastjóri heil-
brigðisstofnunar heyri t.d. beint
undir ráðherra. Það geri allt kerf-
ið mjög þunglamalegt.
Samgöngumál skipa stóran
sess í stefnu T-listans
„Við leggjum mikið upp úr að
tvöföldun Reykjanesbrautar verði
lokið strax á næsta ári. Breikkun
og lýsing Hellisheiðar er líka
mjög brýnt verkefni og þá bend-
um við líka á að það eru 40 ein-
breiðar brýr í Suðurkjördæmi.
Þær eru hvergi fleiri og þarna
þarf að gera sérstakt átak. Fjölga
þarf ferðum Herjólfs í tvær á dag
og lækka gjaldskrána þannig að
það verði viðráðanlegt fyrir fjöl-
skyldur að skreppa upp á land.
Það hamlar eðlilegri þróun byggð-
ar í Vestmannaeyjum hvað ferðir
eru dýrar með Herjólfi.“
Hvað menntamál varðar vill
Kristján að verkmenntun í skól-
um verði efld, símenntun og
menntun nýbúa.
„Það þarf að gefa nýbúum kost
á sem bestri menntun þannig að
þeir einangrist ekki frá íslensku
menningarlífi.“
trausti@frettabladid.is
KRISTJÁN PÁLSSON ALÞINGISMAÐUR
Kristján segist bjartsýnn á gott gengi í
kosningunum eftir rúman mánuð. Um
2.000 atkvæði ættu að duga sér til að
komast inn á þing.
SAMGÖNGUMÁL SKIPA STÓRAN SESS
„Við leggjum mikið upp úr að tvöföldun Reykjanesbrautar verði lokið strax á næsta ári. Breikkun og lýsing Hellisheiðar er líka mjög brýnt verkefni,“ segir Kristján.
Ekki bitur út í neinn
Kristján Pálsson alþingismaður býður fram T-listann í Suðurkjördæmi. Hann gagnrýnir stefnu
Sjálfstæðisflokksins í sjávarútvegsmálum. Segir T-listann valkost fyrir alla kjósendur.
■
Brim hf. er stórt
og öflugt fyrir-
tæki með mikil
tengsl og getur
beitt miklum
þrýstingi
FRÉTTAB
LAÐ
IÐ
/VILH
ELM
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M