Fréttablaðið - 04.04.2003, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 04.04.2003, Blaðsíða 12
12 4. apríl 2003 FÖSTUDAGUR Á LEIÐ Á BÁLIÐ Verkamenn á Bali bjuggu til eftirmyndir af þeim mönnum sem eru í haldi lögreglu vegna gruns um aðild að sprengjuárásun- um á eynni síðastliðið haust. Til stóð að brenna eftirmyndirnar í tilefni af Degi þagnarinnar sem er einn af aðalhátíðis- dögum hindúa á Bali. HJÁLPARÞURFI Matvæla- og landbúnaðarstofnunin vill að allt kapp verði lagt á að aðstoða íraska bændur við að bjarga vetraruppskerunni til þess að koma í veg fyrir að ástandið versni enn frekar í landinu. Uppskeran í bráðri hættu RÓM, AP Matvæla- og landbúnaðar- stofnun Sameinuðu þjóðanna hef- ur farið fram á um 6,6 milljarða ís- lenskra króna til þess að aðstoða íraska bændur við að verja upp- skeru sína. Líklegt er að um sé að ræða umfangsmesta mannúðar- starf sögunnar. Markmið stofnunarinnar er að bjarga kornuppskeru vetrarins, auka matvælaframleiðslu í land- inu, hefta útbreiðslu búfjársjúk- dóma og tryggja aðgang að drykkj- arvatni. Féð verður því notað til að útvega útsæði, áburð, skordýraeit- ur og vélar auk sérfræðiaðstoðar og búnaðar til að setja upp og laga vatnsveitur og áveitukerfi sem eyðilagst hafa í stríðinu. ■ LÚÐVÍK BERGVINSSON Ræður framtíð bæjarstjórans. Vestmannaeyjar: Vilja standa vörð um bæjarstjóra STJÓRNMÁL Hópur Vestmannaey- inga stendur nú fyrir undirskrifta- söfnun til stuðnings bæjarstjóran- um en eftir að nýr meirihluti Vest- mannaeyjalista og Andrésar Sig- mundssonar framsóknarmanns tók við þykir vera óvissa um framtíð bæjarstjórans. Það var meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks sem réði bæjarstjórann til starfa en Lúðvík Bergvinsson, leið- togi Vestmannaeyjalistans, hefur sagt að það skýrist á næstunni hvort bæjarstjórinn starfi áfram. „Við undirritaðir kjósendur í Vestmannaeyjum lýsum yfir fullu trausti og stuðningi við störf Inga Sigurðssonar, bæjarstjóra í Vest- mannaeyjum, og skorum á nýjan meirihluta ... að staðfesta núver- andi ráðningarsamning hans út kjörtímabilið 2006..,“ segir meðal annars í áskorun Eyjamanna. ■ LEIKLIST Baltasar Kormákur fær óblíðar móttökur í Noregi þar sem til stendur að kynna nýjustu kvikmynd hans, Hafið, fyrir Norðmönnum. Norska síðdegis- blaðið Verdens Gang notar til- efnið og sakar Baltasar um að hafa hlaupið frá skuldum vegna leiksýningarinnar Little Shop of Horrors sem hann setti upp í Chat Noir-leikhúsinu í Osló fyrir tveimur árum. Sýningin gekk ekki sem skyldi og telja leikarar og tæknimenn sig eiga inni um fimm milljónir íslenskra króna hjá Baltasar Kormáki. Baltasar svarar fyrir sig full- um hálsi á síðum Verdens Gang og er ekki í vafa um hvers vegna þetta mál er dregið fram í dags- ljósið einmitt nú: „Leikararnir eru bara að reyna að eyðileggja kynninguna á nýjustu kvikmynd minni. Sann- leikurinn er sá að félagið sem stóð að sýningunni varð gjald- þrota. Slíkt gerist og ekkert ólög- legt við það í sjálfu sér. Við reyndum að hjálpa leikurunum í gegnum ábyrgðarsjóð launa en ég veit ekki hvernig því máli lyktaði. Sjálfur tapaði ég mest- um peningum á þessari sýn- ingu,“ segir Baltasar Kormákur í Verdens Gang. Einn leikaranna sem þátt tóku í sýningu Baltasar í Chat Noir- leikhúsinu, er ómyrkur í máli þegar hann tjáir sig um heim- sókn gamla leikstjórans síns til Oslóar: „Ég ætla að vona að okk- ur takist að bregða fyrir hann fæti á sem flestum sviðum,“ seg- ir norski leikarinn Dag Vagsås í samtali við Verdens Gang. Hafið hefur sem kunnugt er hlotið metaðsókn hér á Íslandi og sópaði til sín Edduverðlaunum fyrr í vetur. ■ ATVINNUTÆKIFÆRI „Við fögnum því að menn vilja koma með ný at- vinnutækifæri. Við fögnum líka því frumkvæði sem þetta lýsir. Þarna er ný vídd í atvinnumálum,“ segir Reinhard Reynisson, bæjarstjóri á Húsavík, um þau áform Stefáns Hrafns Magnússonar, hreindýra- bónda í Isortoq á Suður-Grænlandi, og félaga hans á Íslandi að flytja kjöt af tvö til þrjú þúsund hreindýr- um til Húsavíkur og vinna þar í neytendapakkningar fyrir heims- markað. Reinhard bæjarstjóri seg- ist vera hæstánægður með það að menn skuli hafa áttað sig á því góða rekstrarum- hverfi sem er á Húsavík þar sem orka er næg og á v i ð r á ð a n l e g u verði. . „Hér er sterk hefð í matvæla- vinnslu og mikil fagþekking. Þeir fá ekki betra umhverfi til að starf- rækja þennan rekstur. Þá búum við að jarðhitaorku sem reyndar býður upp á möguleika á orkufrekum iðn- aði,“ segir Reinhard. Sjálfur hefur hann sýnt mikið frumkvæði í leit að nýjum atvinnu- tækifærum. Reinhard sótti á sínum tíma um að fá að flytja inn í til- raunaskyni tíu til fimmtán krókó- díla sem ætlunin var að koma fyrir í ylvolgri tjörn á Húsavík. Land- búnaðarráðherra hafnaði því erindi Húsvíkinga. Að sögn Reinhards var ætlunin að fóðra þá á lífrænum úr- gangi frá fisk- og kjötvinnslum á staðnum. Hann segir ekki hafa leg- ið fyrir hvað gera skyldi við krókó- dílana í upphafi en fyrirmyndin hafi verið frá búgarði í Colorado í Bandaríkjunum þar sem krókódíla- kappreiðar eru meðal annar stund- aðar. „Krókódílamálið er ekki dautt. Koma tímar, koma ráð. Þar sem krókódílaeldið er í Colorado er meira frost en hjá okkur en skepn- urnar lifa þar ágætu lífi,“ segir Reinhard, sem enn leitar leiða til að koma inn krókódílum. Hann leggur áherslu á að dýrin yrðu girt af með vírgirðingum. Samkvæmt hugmyndum Stef- áns Hrafns verða hreindýrin aðeins upphaf þess að á Húsvík yrði full- vinnsla á villtum dýrum frá ýmsum heimshlutum. Þannig yrði Húsavík á heimsvísu miðstöð vinnslu á villi- bráð. Reinhard segir hugmyndir um hreindýr, krókódíla, vísunda, antilópur og hirti ekki vera neitt einsdæmi. „Við Húsvíkingar erum ófeimn- ir við framandi dýrategundir og nýjar hugmyndir. Hér er mikið frumkvæði og hugmyndauðgi. Menn eru þessa dagana að skoða möguleika til tilrauneldis á beitar- fiski eða tilaphia. Við erum sívak- andi enda þýðir ekkert annað,“ segir Reinhard. rt@frettabladid.is Húsavík miðstöð vinnslu á villibráð Reinhard Reynisson, bæjarstjóri Húsvíkinga, fagnar hugmyndum hreindýrabónda um að bærinn verði heimsmiðstöð vinnslu á villibráð. STEFÁN HRAFN MAGNÚSSON Vill gera Húsavík að miðstöð vinnslu á villibráð. REINHARD REYNISSON Ófeiminn við hinar ýmsu dýrategundir. „Krókódíla- málið er ekki dautt. Koma tímar, koma ráð. ■ Innrás í Írak/ Hjálparstarf Kvikmyndin Hafið kynnt í Noregi í skugga skuldamála: Baltasar bölvað í Verdens Gang BALTASAR KORMÁKUR Gamlar skuldir skjóta upp kollinum þegar hann heimsækir Noreg með nýjustu kvik- mynd sína í farteskinu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.