Fréttablaðið - 04.04.2003, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 04.04.2003, Blaðsíða 45
Hrósið 46 4. apríl 2003 FÖSTUDAGUR MÓTMÆLI Hans Kristján Árnason er að gera heimildarmynd og skrifa handrit. „Ég vil ekki tala um það. Það er ólukkumerki að ræða um það sem maður er að skrifa.“ Hann vill ekki láta kalla sig rithöfund. „Ég titla mig aldrei rithöfund,“ seg- ir Hans Kristján. Hann skrifaði nú samt og gaf út bókina Að elska er að lifa, ásamt Gunnari Dal. Bókin var metsölubók. Hans Kristján er hagfræðingur að mennt, en vill ekki heldur kalla sig hagfræðing. „Ég hef ekki litið í hagfræðibækur í mörg ár. Ég held meira að segja að ég sé búinn að henda þeim öllum.“ Athafnaskáld mætti kannski kalla hann. „Ég er nú samt misjafn- lega aktívur. Ef ég verð verulega hrifinn af einhverju, þá fer ég í gang. Þess á milli er ég að lesa og grúska.“ Þekktasta afsprengi athafna- ástríðunnar er Stöð 2. Hans Krist- ján átti hugmynd að henni og byggði hana upp fyrstu árin ásamt Jóni Óttari Ragnarssyni. „Það fór nú eins og það fór,“ segir hann. „Það má kannski segja að við höf- um verið svolítið á undan tíman- um. Þá var enginn hlutabréfa- markaður og erfitt að fjármagna fyrirtækið, en það gleður mig að hún skuli starfa enn.“ Hans Kristján segist alla tíð hafa haft mikinn áhuga á fjölmiðl- um og þjóðfélagsmálum. „Ég er al- inn upp á heimili þar sem alltaf voru útlendingar inni á gafli. Ég lít því á mig sem landamæramann milli Íslands og umheimsins. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á ut- anríkismálum og að skoða Ísland með augum útlendinga.“ Hann ber sorgarband þessa dagana vegna afstöðu íslenskra stjórnvalda til Íraksstríðsins. „Þegar ég sé svona fáránlegan afleik eða fávisku er ekki hægt annað en að rísa upp.“ ■ Persónan HANS KRISTJÁN ÁRNASON ■ ber sorgarband vegna afstöðu stjórn- valda til stríðsins í Írak. Hann hvetur fólk til að gera það sama. Það megi gera úr svörtum ruslapoka eða fara í Vogue vilji maður fínni útgáfu. Fá blómabændur fyrir offram-leiðslu á rósum sem gefur höf- uðborgarbúum kost á að skreyta og fegra umhverfi sitt venju fremur og gleðja þá sem eiga það skilið. Syrgir stríð og skrifar handrit Mjódd • Dalbraut • Austurströnd 1000 kr. tilboð TILBOÐ sótt kr. 1.000 Stór pizza með 4 áleggstegundum ® Mjódd • Dalbraut • Austurströnd SORG VEGNA STJÓRNVALDA Hans Kristján Árnason ber sorgarband. Hann er samt alltaf eitthvað að sýsla. BYGGINGAR Það er helst í bíómynd- um. Hús uppi í tré með gluggum og öllu. Eiginlega bara í frum- skógum þar sem fólk verður að sofa hátt uppi til að forðast skepn- ur og skriðdýr á jörðu niðri. Oft haganlega fyrirkomið og í raun og veru í felulitum. Fellur inn í tréð eins og hluti þess. Samt hús. Eitt slíkt er að finna í tré sem slútir yfir Barónsstíginn á horni Bergstaðastrætis. Listilega smíð- að af húsbóndanum á heimilinu fyrir börnin sem heima sitja. Karl Arnar, framkvæmdastjóri hjá Ís- graf, er laghentur maður og fjög- urra barna faðir. Þess vegna smíð- aði hann ævintýrahús í garðinum og hafði það uppi í tré svona eins og í frumskóginum og bíómynd- unum. Þarna hefur það verið í rúmt ár og staðið af sér öll veður og vinda. Og nágrannanir hafa ekki kvart- að. Enda sjá þeir vart húsið því það fellur inn í tréð eins og vera ber. Karl átti eins von á heimsókn frá byggingafulltrúa borgarinnar því ekki sótti hann um leyfi fyrir þessari nýbyggingu í trénu. En byggingafulltrúinn hefur ekki lát- ið sjá sig. Enda yrði honum líklega orðs vant frammi fyrir þessari byggingu sem tæpast fellur undir verksvið hans. Borgarkerfið gerir ekki ráð fyrir húsum í trjám. Þarna leika börnin sér á sumr- in. Í svona húsum verður allt að leyndarmálum. Ofar jörðu þar sem styttra er til himins. Á vet- urna verður hins vegar kalt og þá stendur húsið autt í trénu. Þess vegna dreymir Karl Arnar um að tengja rafmagn út í tréð og lýsa og hita húsið upp. Þá verður hægt að gista þar undir stjörnuhimni og norðurljósum í bærilegri hlýju. Á Bergstaðastrætishorn- inu. eir@frettabladid.is Sögur herma að mikill órói sémeðal starfsmanna Lands- banka Íslands eftir uppsagnir þar fyrir skemmstu. Menn óttast að þetta sé aðeins byrjunin og nýir eigendur noti ekki hjartað heldur aðeins heilann í stjórn sinni á bankan- um. Meðal þeirra sem fengu reisupass- ann nú var Benedikt Guð- bjartsson, lög- fræðingur til fjölda ára. Sagt er að hann hafi aðeins átt örfáa mán- uði í að fara á eftirlaun á góðum launum en þessi uppsögn komi í veg fyrir það. Fleiri gamalreynd- ir starfsmenn fengu að fljóta með og nú er bara beðið eftir næstu hrinu frá þeim feðgum. Ævintýri ■ Karl Arnar er laghentur maður og fjög- urra barna faðir. Þess vegna smíðaði hann hús í garðinum heima hjá sér og hafði það uppi í tré. Þar leika börnin sér og allt verður að leyndarmálum eins og í bíómyndum sem gerast í frumskógi. HÚSIÐ Á horni Barónsstígs og Bergstaðastrætis. Ofar jörðu þar sem styttra er til himins. Húsið í trénu FR ÉT TA B LA Ð IÐ /T H O R ST EN Fréttiraf fólki FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.