Fréttablaðið - 04.04.2003, Side 30

Fréttablaðið - 04.04.2003, Side 30
31FÖSTUDAGUR 4. apríl 2003 Kristán Pálsson, sem er fæddur1. desember ári 1944, er kvæntur Sóleyju Höllu Þórhalls- dóttur kennara og eiga þau tvær dætur. Kristján átti fyrir tvær dætur. Kristján var sjómaður á fiski- skipum og farskipum frá 1960 til 1976. Árið 1977 varð hann sveitar- stjóri á Suðureyri og gegndi hann því starfi til 1980. Kristján var framkvæmdastjóri Útvers hf. í Ólafsvík frá 1980 til 1986 og sat í bæjarstjórn Ólafsvíkur frá 1982 til 1990, þar af var hann bæjar- stjóri frá 1986. Kristján hefur búið í Njarðvík frá árinu 1990 og gegndi hann stöðu bæjarstjóra til ársins 1994. Á þeim tíma átti hann einnig sæti í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum og var hann for- maður félagsins um skeið. Hann hefur setið á Alþingi síðan árið 1995. ■ FRAMBOÐSLISTI T-LISTANS 1. Kristján Pálsson alþingismaður 2. Snæbjörn Sigurðsson bóndi 3. Valþór S. Jónsson yfirverkstjóri 4. Garðar Garðarsson skipstjóri 5. Jón Karl Ágústsson sjómaður 6. Inga Ósk Hafsteinsdóttir 7. Sigrún Jónsdóttir Franklín kennari 8. Ásgeir Guðmundsdóttir sölustjóri 9. Haukur Ragnarsson tölvunarfræðingur 10. Geir Guðjónsson vélstjóri 11. Kristlaug M. Sigurðardóttir rithöfundur 12. K. Sóley Kristinsdóttir húsmóðir 13. Páll Kristinsson vélfræðingur 14. Guðrún Hákonardóttir verslunarm. 15. Jenný L. Lárusdóttir skrifstofumaður 16. Karl Antonsson bókari 17. G. Sigríður Hauksdóttir nemi 18. Árni Brynjólfur Hjaltason húsasmiður 19. Ragnheiður G. Ragnarsdóttir kennari 20. Einar Jónsson sjómaður Sigurlaug Bjarnadóttir var al-þingismaður fyrir Sjálfstæðis- flokksins í Vestfjarðakjördæmi 1974-1978. Fyrir alþingiskosning- arnar 1979 bauð Sigurlaug fram sérstaklega í kjördæminu og komst ekki inn á þing. Hún segir það ekki hafa verið erfiða ákvörð- un að fara í sérframboð. „Mér og fleirum fannst ekki réttlátt hvern- ig að því var staðið þá að velja á lista en fyrir voru reyndir þing- menn eins og Matthías Bjarnason og Þorvaldur Garðar Kristjáns- son. Ég ákvað því að fara fram ein og fékk gott fólk á lista með mér,“ segir Sigurlaug. Hún segist hafa ferðast mikið um Vestfirði og heimsótt fólk fyr- ir þessar kosningar. „Ég ferðaðist ein á bíl og þá voru vegirnir ekki eins góðir og nú. Mér fannst það einstök reynsla að heimsækja allt það góða fólk sem ég kynntist í þessu framboði. En auðvitað var þetta erfitt og mikil vinna sem fólst í þessu,“ segir hún. Sigurlaug segist alls ekki hafa séð eftir því að fara í þetta fram- boð. „Ég sé ekki að ég hafi gert nein sérstök mistök og get alls ekki kennt neinu slíku um. Það munaði ekki miklu og það má ekki gleyma að ég var að berjast við gamal- reynda jaxla sem voru vinsælir á Vestfjörðum.“ Sigurlaug segist aðeins geta ráð- lagt þeim sem fari í sérframboð að vera heiðarlegir og leggja sjálfa sig að veði. „Það er erfitt að taka sig út úr sínum flokki og fara fram einn. Því er mikilvægt að hafa gott fólk með sér, vera duglegur við að hitta fólk, tala fyrir góðum málum og standa við það sem sagt er.“ Eftir þessa reynslu skrifaði Sig- urlaug bók um framboðið sem heit- ir Með storminn í fangið og kom út 1986. ■ SIGURLAUG BJARNADÓTTIR Hún komst ekki inn á þing þegar hún bauð fram ein í Vestfjarðakjördæmi árið 1979. Sigurlaug Bjarnadóttir frá Vigur: Barðist við gamalreynda jaxla Eggert Haukdal, fyrrverandialþingismaður, fór í sérfram- boð í Suðurlandskjördæmi árið 1979 og komst inn á Alþingi. Árið áður hafði Sigurlaug Bjarnadótt- ir frá Vigur boðið fram lista í Vestfjarðakjördæmi og ekki haft erindi sem erfiði. Hún bauð sig ekki fram til þings eftir það. Eggert segir að á sínum tíma hafi það reynst sér létt að bjóða fram lista. Með sér hafi verið margt ágætis fólk og það hafi ekki verið síst fyrir þær sakir að framboðið gekk vel. „Ég held að ég hafi verið frá upphafi bjart- sýnn á að framboðið myndi takast. Það skiptir ekki síst máli að vera með gott fólk með sér og ég man að okkur var afskaplega vel tekið hvar sem við komum. Tilfinning mín varð fljótt sú að framboðið myndi takast,“ segir hann. Eggert telur sérframboð aldrei vera af hinu góða. Betra væri ef flokkarnir lærðu af reynslunni. „Það er ljóst að það fer enginn í sérframboð nema vegna þess að þeir meta það svo að að þeim sé vegið og þeir ekki notið réttlætis innan flokksins. Mér sýnist á fréttum að málum hafi þannig verið háttað hjá Kristjáni Pálssyni án þess að ég hafi sett mig sérstaklega inn í það mál,“ segir Eggert. Í byrjun þings var Eggert ut- anflokka en 1980 tókust sættir á milli Eggerts og Sjálfstæðis- flokksins og gekk hann að nýju til liðs við þingflokkinn. ■ EGGERT HAUKDAL Hann fór í sérframboð í Suðurlandskjör- dæmi árið 1979 og hafði erindi sem erfiði. Eggert Haukdal: Reyndist létt að bjóða fram lista Maður með víðtæka reynslu KRISTJÁN PÁLSSON Árið 1977 varð Kristján Pálsson sveitarstjóri á Suðureyri. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Prófkvíðanámskeið Námskeið um orsakir og viðbrögð við prófkvíða. Áhrifaríkt námskeið sem miðar að því að nemendur dragi markvisst úr prófkvíða og áhrifum sem hann getur haft á námsárangur. Hentar nemendur á öllum skólastigum. Kennari Anna Sigurðardóttir, náms- og starfsráðgjafi Námskeiðin verða í boði daglega 8. – 11. apríl frá kl. 16.00 – 19.00. Verð: 5000 kr. Kennsla fer fram í Dverg, Brekkugötu 2. Innritun og upplýsingar í síma 5855860 og á skrifstofu Námsflokkanna, í Dverg, Brekkugötu 2. Námsflokkar Hafnarfjarðar Miðstöð símenntunar og Símenntunarstofnun Kennaraháskóla Íslands

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.