Fréttablaðið - 04.04.2003, Síða 36

Fréttablaðið - 04.04.2003, Síða 36
FÖSTUDAGUR 4. apríl 2003 37 SÍMI 553 2075 Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15 Sýnd kl. 8 og 10THE HUNTED kl. 10.10 THUNDERPANTS kl. 4 SKÓGARLÍF 2 m/ísl. tali kl. 4 CRUSH kl. 3.45, 5.50 og 8 ABOUT SCHMIDT kl. 5.30 FINAL DESTINATION kl. 6, 8 og 10 Sýnd kl. 5.45, 8.30 og 11.15 b.i. 12 ára Sýnd kl. 5.50, 8, 10.10 og 12.10 FRIDA b.i. 12 kl. 5.30 SOLARIS b.i. 12 kl. 8 THE HOURS b.i. 12 5.40, 8 og 10.20 GANGS OF NEW YORK b.i. 16 kl. 10.20 Sýnd kl. 5.20, 8 og 10.40 b.i. 14 ára Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.20 b.i. 12 ára ■ TÓNLIST Liðsmenn bresku rokksveitarinn-ar Radiohead eru mjög pirraðir yfir því að útgáfa væntanlegrar plötu þeirra „Hail to the Thief“ hafi lekið á Netið. Samkvæmt gítarleik- aranum Jonny Greenwood er sá pirringur þó ekki út af því að sveit- in sé mótfallinn frjálsri netdreif- ingu á lögum, heldur vegna þess að sú útgáfa plötunnar sem er í um- ferð á Netinu er ekki sú endanlega. Greenwood segir „stolnar óklárað- ar útgáfur“ vera þar á ferð. Öll lög nýju plötunnar urðu skyndilega fáanleg í gegnum skiptiforritin í síðustu viku. Þau hafa verið með vinsælli efnum sem netverjar eru að skiptast á þessa daganna, bæði hér á landi sem er- lendis. „Það kom í ljós að útgáfurnar sem eru í skiptum á Netinu eru stolnar, ókláraðar, óhljóðblandaðar útgáfur af lögunum,“ sagði Jonny í viðtali við NME eftir að hafa náð í lögin á Netinu. „Á Netinu skiptast menn á heilum plötum, útgáfum af plötum sem eru tilbúnar en ekki út- gefnar svo skiptast menn á svona hlutum. Ókláruðum grófum verk- um, sem komast í umferð tíu vikum fyrir útgáfu. Platan er ekki enn til- búin. Þess vegna erum við pirraðir. Lögin eru góð og upptökurnar, eins og fólk getur heyrt, en við erum búnir að vinna meira í þeim og erum nú mun ánægðari. Það er synd að fólk sé að heyra lögin svona, eins og þau hljómuðu áður en þau voru fullkláruð.“ Þá vitum við það. ■ Ókláruð útgáfa lak á Netið RADIOHEAD Eins og sést á þessari mynd er liðsmönn- um ekki skemmt, enda fúlir vegna útgáf- unnar af nýju plötunni sem lak á Netið. Sex skandinavískum sveitum hef-ur verið bætt á dagskrá Hró- arskelduhátíðarinnar í ár. Þar er fremst á meðal jafningja sænska sveitin The Cardigans, sem nýlega gaf út sína fimmtu breiðskífu, „Long Gone Before Daylight“. Hinar sveitirnar eru The Sounds, Kaizers Orchestra, The Hella- copters, Kitty Wu og Mew. Á hverju ári koma fram um 170 hljómsveitir og setja hátíðarhaldar- ar sig alltaf í samband við fimm sinnum fleiri sveitir en það. Þeir 700 miðar sem Stúdentaferðir voru að selja á hátíðina í ár eru uppseldir. Síðustu ár hafa þó margir Íslending- ar keypt miðana sína erlendis þegar þeir mæta á hátíðina. Það er því ekki ólíklegt að tala Íslendinga á hátíðinni í ár verði töluvert hærri en það og er það mikil fjölgun frá síðustu árum. ■ ■ HRÓARSKELDA Cardigans bætt á dagskrána THE CARDIGANS Nina Persson og félagar í The Cardigans ætla að skemmta gestum Hróarskelduhátíðarinnar í ár. afsláttur af öllum buxum og pilsum Vortilboð 3.-9. október 20-50%

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.