Fréttablaðið - 04.04.2003, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 04.04.2003, Blaðsíða 2
2 4. apríl 2003 FÖSTUDAGUR “Nei, nema þjóðin kalli á mig. Þá er ég reiðubúinn.“ Nýtt afl stefnir að framboði í öllum kjördæmum landsins. Jón Magnússon lögmaður er þar í forystusveit. Spurningdagsins Jón, langar þig virkilega á þing? ■ Asía VARNARSAMNINGUR Ekkert hefur orðið af fyrirhuguðum viðræðum milli íslenskra og bandarískra stjórnvalda um framtíð varnarliðs- ins og varnir Íslands. Innrás Bandaríkjamanna í Írak hefur orð- ið til þess að viðræður um varnar- viðbúnað á Miðnesheiði hafa fallið í skuggann. Gunnar Snorri Gunnarsson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðu- neytinu, segir að menn hafi verið farnir að huga að dagsetningum fyrir fundi. Ekkert hafi orðið af því vegna innrásarinnar í Írak þar sem hluti sendinefndar Bandaríkj- anna verði að vera við störf sín í Bandaríkjunum af þeim sökum. Mjög hefur dregist að semja um framlengingu viðauka við varnarsamninginn þar sem kveðið er á um með hvaða hætti varnir Ís- lands skuli tryggðar. Semja hefði átt um slíkt fyrir rúmum tveimur árum síðan en það misfórst þegar stjórnarskipti urðu í Bandaríkjun- um eftir forsetakosningarnar 2000. Viðmælandi í bandaríska stjórnkerfinu kallaði það klaufa- skap. Viðmælendur blaðsins segja greinilegt að innan bandaríska varnarmálaráðuneytisins sé sú skoðun ríkjandi að hægt sé að skera niður rekstur varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli, rétt eins og á fjölda herstöðva víða um heim sem ekki séu jafn mikilvægar nú og á tímum kalda stríðsins. Ekki standi til að flytja allt varnarliðið á brott en fækka í því. Utanríkisráðuneyt- ið bandaríska hefur lagt meiri áherslu á að tryggja lágmarks- varnir Íslands. ■ STJÓRNMÁL Framsóknarflokkurinn leggur áherslu á vinnu, vöxt og velferð í stefnuskrá sinni fyrir kosningarnar 10. maí. Halldór Ás- grímsson, formaður flokksins, segir að þannig vilji flokkurinn skapa grundvöll fyrir bættum kjörum og sterku velferðarkerfi. Framsóknarflokkurinn vill lækka tekjuskatt um 3,35%, eða úr 38,55 í 35,2%. Einnig vill hann hækka ótekjutengdar barnabætur í 73.000 krónur fyrir börn að sjö ára aldri og 36.500 fyrir börn að 16 ára aldri. Halldór segir að flokkurinn hafi látið reikna út hvað þetta kosti og niðurstaðan sé sú að kostnaðurinn sé um 16 millj- arðar króna. „Það er mikið forgangsmál að okkar mati að koma tekjuskattin- um aftur niður í þetta hlutfall, sem er það sama og þegar stað- greiðslukerfið var tekið upp,“ segir Halldór. „Með þessum að- gerðum er hægt að hækka ráðstöfun- artekjur heimil- anna og þá sérstak- lega fjölskyldu- fólks. Við leggjum ríka áherslu á að gera sem flestu ungu fólki kleift að eignast sitt eigið húsnæði. Við viljum hækka lánshlutfall íbúða- lána smátt og smátt upp í 90%. Það er hægt án þess að það valdi verulegri þenslu vegna þess að við teljum að það séu miklir möguleikar á að auka sölu á þess- um skuldabréfum á erlendum mörkuðum.“ Halldór segir að næsta skref sé síðan að hækka persónuafsláttinn, en ekki sé gert ráð fyrir því í þeim 16 milljarða króna hugmyndum sem nú hafi verið lagðar fram. Hann segir að Framsóknarflokk- urinn leggi áherslu á heilbrigðis- kerfið með heilsugæsluna sem grunneiningu. Þá telji flokkurinn einnig afar brýnt að bæta kjör ör- yrkja og aldraðra. Hvað aðild að Evrópusamband- inu viðkemur segir Halldór að Framsóknarflokkurinn útiloki ekki aðild að því nú fremur en áður. „Við viljum halda áfram opinni og upplýstri umræðu um kosti og galla aðildar að Evrópusamband- inu. Við erum þeirrar skoðunar að þjóðin þurfi að taka endanlega af- stöðu til þess innan fárra ára hvaða stefnu hún vilji taka í því sambandi.“ Í sjávarútvegsmálum segir Halldór að Framsóknarflokkurinn vilji áfram byggja á aflamarks- kerfi og innheimta gjald af veiði- heimildum. Jafnframt vilji flokk- urinn halda áfram að þróa byggðakvóta og koma þannig til móts við minni byggðirnar í land- inu sem séu háðastar sjávarútveg- inum. trausti@frettabladid.is NÁNIR BRÆÐUR Tvíburarnir Ahmed og Mohamed eru 22 mánaða gamlir. Þeir voru fluttir til frá Eg- yptalandi til Texas í Bandaríkjunum til að gangast undir aðgerð á virtum og háþró- uðum barnaspítala. Samvaxnir á höfði: Aðgerð hugsanlega blásin af DALLAS, AP Útlit er fyrir að fyrir- hugaðri skurðaðgerð til þess að skilja að egypska síamstvíbura verði frestað eða hún blásin af ef ekki tekst að safna sem svarar um tíu milljónum íslenskra króna nú þegar. Heildarkostnaður við aðgerð- ina er áætlaður um 155 milljónir króna jafnvel þó læknar hafi af- þakkað laun fyrir vinnu sína. Hvorki barnaspítalinn í Dallas, þar sem framkvæma á aðgerðina, né samtökin sem veitt hafa for- eldrum drengjanna fjárhagsað- stoð hafa bolmagn til að standa undir kostnaðinum. Tvíburarnir eru samvaxnir á höfði og því er afar flókið að skilja þá að. Að sögn lækna er áríðandi að aðgerðin fari fram bráðlega en eftir því sem drengirnir eldist verði erfiðara fyrir líkamsvefina að jafna sig. ■ KÖNNUN Nær tveir af hverjum landsmönnum eru andvígir því að hátekjuskattur verði látinn falla niður, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins. 63,5% þeirra sem taka afstöðu eru andvíg því að hátekjuskattur verði afnuminn, en 36,5% eru því fylgjandi. Karlmenn eru almennt hlynnt- ari því að hátekjuskattur verði látinn falla niður en konur. Tveir af hverjum fimm karlmönnum vilja afnema hátekjuskattinn en þriðja hver kona. 60% karla og 67% kvenna vilja halda í hátekju- skattinn. Landsbyggðarfólk er frekar andvígt niðurfellingu hátekju- skatts. 68% í landsbyggðarkjör- dæmunum vilja hafa hátekju- skattinn áfram en 60% fólks á höf- uðborgarsvæðinu. Mest er and- staðan við niðurfellingu skattsins í Norðausturkjördæmi þar sem þrír af hverjum fjórum eru and- vígir. Helst er að kjósendur í Suð- urkjördæmi vilji sjá á bak skattin- um, 42% vilja fella hann niður. Þess ber þó að geta að skekkju- mörk eru mikil í einstökum kjör- dæmum. 600 manns voru spurðir: Ertu fylgjandi eða andvíg(ur) því að hátekjuskattur verði látinn falla niður? 13,3% voru óákveðin eða neituðu að svara. Svarhlutfall var 86,7%. ■ UTANRÍKISRÁÐHERRAR Í BRUSSEL Powell ræddi meðal annarra við Jack Straw um enduruppbyggingu Íraks. Styttist í leiðarvísi: Bíða ekki stríðsloka BRUSSEL, AP Bandaríkin munu ekki bíða eftir stríðslokum í Írak til að kynna leiðarvísi sinn að friði milli Ísraela og Palestínumanna. „Leið- arvísirinn er tilbúinn til kynning- ar,“ sagði Colin Powell, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, eftir fundi sína með fulltrúum Nató og ESB í Brussel í gær. „Líkt og for- setinn hefur sagt erum við óðfús að kynna leiðarvísinn fyrir nýjum forsætisráðherra Palestínu.“ Leiðarvísirinn hefur verið saminn með aðkomu fulltrúa Evr- ópusambandsins, Sameinuðu þjóðanna og Rússlands. Honum er ætlað að koma friðarferlinu í Mið- Austurlöndum af stað. ■ 22 TALDIR AF Einn synti í land og 23 var bjargað af þegar bát hvolfdi út af strönd Indlands. 22 er saknað og eru þeir taldir af. Landhelgisgæsla Indlands og flotinn leituðu þeirra sem saknað var en lítil von var um að þeir væru enn á lífi. Vilja 16 milljarða skattalækkanir Framsóknarflokkurinn kynnti stefnuskrá sína í gær. Flokkurinn leggur til 3,35% lækkun á tekjuskatti og hækkun barnabóta. Lánshlutfall íbúða- lána hækkað í 90%. Aðild að Evrópusambandinu er ekki útilokuð. HALLDÓR ÁSGRÍMSSON, FORMAÐUR FRAMSÓKNARFLOKKSINS Hvað aðild að Evrópusambandinu viðkemur segir Halldór að Framsóknarflokkurinn útiloki ekki aðild að því nú fremur en áður. ■ „Við leggjum ríka áherslu á að gera sem flestu ungu fólki kleift að eignast sitt eig- ið húsnæði.“ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI Dráttur á viðræðum um framtíð varnarliðsins: Engar viðræður vegna stríðs í Írak VARNARLIÐIÐ Á MIÐNESHEIÐI Viðauki við varnarsamninginn rann út fyrir nokkrum árum en hefur ekki verið endurnýjaður. 63,5% eru andvíg afnámi hátekjuskatts: Vilja halda í hátekjuskattinn EKKI ALLIR Á EINNI SKOÐUN Forsætisráðherra sagði í fyrirspurnartíma á landsfundi Sjálfstæðisflokksins að hátekjuskatt- urinn væri genginn sér til húðar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.