Fréttablaðið - 04.04.2003, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 04.04.2003, Blaðsíða 27
Ég sat eftir á meðan hinir for-eldarnir fóru í skoðunarar- ferð um skólann,“ segir Aðal- björg Guðgeirsdóttir um að- gengi fyrir fatlaða í skóla dóttur hennar. Aðalbjörg lenti í bílslysi við Kúagerði í desember 1986, þeg- ar hún var tvítug. Hún kastaðist úr aftursæti bílsins með þeim afleiðingum að sjö rifbein og tveir hryggjarliðir brotnuðu, mænan skaddaðist og annað lungað féll saman. Hún var á spítala í þrjá mánuði eftir slysið og eftir það tók við níu mánaða endurhæfing. Aðalbjörg býr ásamt sex ára dóttur sinni í Staðahverfi í Graf- arvogi. Í haust hóf dóttir hennar skólagöngu í Korpuskóla. „Ég fór í skólann í fyrsta skipti síðastliðið vor með dóttur minni á kynningu fyrir þá sem voru að byrja í fyrsta bekk. Börnin voru látin fara niður í eldhús sem er í kjallaranum þar sem fyrsti bekkur átti að hafa að- stöðu. Það var engan veginn fært fyrir mig niður þrönga stigana. Foreldrunum var sýndur skólinn. Ég sat ein eftir því engan veginn er gert ráð fyrir að fólk í hjólastól komist um skólann. Ég var föst þar sem við komum með börnin í upphafi kynningarinnar á meðan hinir foreldrarnir gengu um skól- ann, en þar eru margir ranghalar. Þegar þau komu aftur var farið í hlöðuna. Til þess að komast þang- að þurfti ég að fara út aftur og upp stóran ramp. Ég kemst í hlöð- una og í skólastofu dóttur minnar eftir að hún var flutt á jarðhæð, sem ég held að það hafi verið gert vegna mín,“ segir Aðalbjörg. Hurðir ótrúlega þungar Aðalbjörg segir að hurðir að skólastofunum séu ótrúlega þungar og eitt barn sé þegar búið að klemma sig illa. „Fyrir skömmu þurfti dóttir mín að vera inni í frímínútum þar sem hún var kvefuð. Kennarinn fór í mat og varð hún eftir í stofunni ásamt skólasystur sinni. Hún þurfti að fara á salernið en komst ekki því hún gat ekki opnað dyrnar, hurð- in var of þung. Ég hringdi reið upp í skóla og spurði hvort það væri nauðsynlegt að hafa hurð- irnar svona þungar. Sú sem varð fyrir svörum hélt að hægt væri að létta pumpurnar svo þær yrðu viðráðanlegri. Ég hringdi aftur og þá var mér sagt að þetta væru eldvarnarráðstafanir. Ef eldur kemur upp og börn ná ekki að opna dyrnar er það stórhættu- legt. Ég held að ekkert sé búið að gera í þessu enn, án þess að ég vilji fullyrða það. Sum börn eru sterk og komast út en mín er lítil og létt og það þarf að taka tillit til þeirra barna líka. Stigarnir í skólanum eru brattir og vara- samir fyrir börn og ég er hissa á að ekki hafa orðið slys,“ segir Að- albjörg. „Ég athugaði að gamni mínu í reglugerðir um nautgripi þar sem þetta er jú gamalt kúabú. Ég held að Korpuskóli standist ekki þær kröfur sem gerðar eru þegar nautgripir eru hafðir í húsi,“ seg- ir Aðalbjörg. Engin svör frá yfirvöldum Aðalbjörg segist hafa viljað fá svör frá borgaryfirvöldum um úrbætur en engin fengið. „Það var haldinn borgarafundur hér í hverfinu þar sem fram kom að útilokað væri að byggja skóla hérna í bráð. Það ætti að nota þetta bráðabirgðahús áfram. Það eru svo margir skólar í Reykja- vík sem þurfa viðgerðir og við- hald. Fólk var reitt yfir því að peningarnir ættu fyrst að fara í það. Ein kona á fundinum sagði að hin hverfin hefðu það fram yfir okkur að þar væru nothæfir skólar til staðar. Lítið er hægt að gera í Korpu- skóla til að laga algengi. Þetta er friðað hús og má gera mjög tak- markaðar breytingar. „Búið er að eyða alveg ótrúlega miklum fjár- munum í húsið í staðinn fyrir að 28 4. apríl 2003 FÖSTUDAGUR DÓTTIR AÐALBJARGAR GUÐGEIRSDÓTTUR ER Í FYRSTA BEKK KORPUSKÓLA Aðalbjörg kemst ekki ferða sinna um skóla dóttur sinnar eins og aðrir foreldrar. Móðir í hjólastól segir að aðgengi fatlaðra í Korpuskóla sé til skammar. Sat eftir meðan aðrir foreldrar skoðuðu sig um. Hurðirnar svo þungar að léttustu börnin komast ekki um skólann. Kemst ekki um skóla dótturinnar Ég sat ein eftir því engan veginn er gert ráð fyrir að fólk í hjólastól komist um skólann. ,,Mörkinni 6, sími 588 5518.Opið 9-18 virka daga og 10-15 laugardaga. STUTTKÁPUR SUMARÚLPUR HEILSÁRSÚLPUR REGNÚLPUR HATTAR OG HÚFUR Opið laugardaga frá kl 10 - 15

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.