Fréttablaðið - 04.04.2003, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 04.04.2003, Blaðsíða 20
Lítið hefur verið byggt af smá-íbúðum undanfarin ár á Íslandi og er verulegur skortur á heppilegu húsnæði fyrir ungt fólk, hvort held- ur er á leigu- eða kaupmarkaði. Allt of margir ráðast í erfiðar fjárfest- ingar og eyða mörgum árum og áratugum í þung- an róður við að ná landi vegna allt of mikilla skulda við það eitt að koma sér upp þaki yfir höfuðið. Eða hrekjast á milli vistarvera á leigumarkaði sem flokkast varla sem mannabústaðir. Það verður að grípa til róttækra aðgerða í húsnæðismálum ungs fólks með það að markmiði að létta þá byrði sem húsnæðismál eru ungu fólki og auka framboð á heppilegu húsnæði á viðráðanlegum kjörum. Þegar þung byrði húsnæðiskaupa blandast við háar afborganir af námslánum lenda margir í fátækt- argildru sem þrautin þyngri reynist að losna úr. En málefni Lánasjóðs- ins eru efni í aðra grein. Öruggt húsnæði og viðráðanlegir valkostir fyrir ungt fólk eru grund- völlur að allri velferð. Samfylkingin ætlar að grípa til aðgerða sem duga til frambúðar og skapa varanlegan og góðan valkost fyrir ungt fólk í húsnæðismálum og fjölga smáíbúð- um til leigu eða eignar. Sænskir jafnaðarmenn fóru snjalla leið til að byggja húsnæði fyrir ungt fólk sem hefur reynst faræl. Undanfarið hef- ur Samfylkingin verið að móta til- lögur sem hentað gætu Íslandi og líta nú dagsins ljós í drögum að málaskrá flokksins fyrir kosning- arnar á Vorþingi Samfylkingarinnar 4.-5. apríl nk. Sú leið sem lögð er til í drögum að málaskrá Samfylkingarinnar fyrir kosningarnar er að stofna sér- stök húsnæðisfélög til að ráðast í átak í uppbyggingu smáíbúða fyrir ungt fólk. Húsnæðisfélög með þátt- töku einstaklinga, félagasamtaka, ríkis, fyrirtækja og sveitarfélaga. Smáíbúðirnar væru hvort heldur er til leigu á félagslegum markaði eða eignar. Það hefur skapast brýn þörf á varanlegum og raunhæfum úrbót- um í þessum málum. Enda mætti líkja stöðu margs efnalítils ungs fólks við neyðarástand. Tryggt væri að bæði leigu- og kaupverð verði sanngjarnt og viðráðanlegt fyrir ungt fólk sem er í námi, á vinnu- markaði eða er að ljúka námi og koma fótum undir fjölskyldur sínar. Það er skylda samfélagsins að hlúa vel að unga fólkinu sem í al- þjóðavæddum heimi velur sér bú- setu eftir því hvar gott er að búa. En sest ekki sjálfkrafa að á Íslandi í þröngum kjallara á okurprís. Nú- verandi stjórnarflokkar brugðust þessari skyldu, enda félagslegum úrræðum sem þessum að mestu verið úthýst við uppbyggingu samfélagsins. Unga fólkið hefur verið skilið eftir og sérstaklega þeir sem ekki hafa aðgang að digr- um sjóðum. Það er að myndast stórt og óréttlátt bil á milli aðstöðu kynslóðanna í lífskjörum og ef ekki verður gripið til vitrænna að- gerða verður unga kynslóðin al- mennt mun verr efnum búin en sú á undan. Við eigum að jafna lífs- kjörin í þjóðfélaginu og þar þola umbætur í húsnæðismálum enga bið. Sérstök húsnæðisfélög til að byggja íbúðir fyrir ungt fólk er fé- lagslegt réttlætismál sem við eig- um að berjast fyrir í kosningunum í vor. ■ 21FÖSTUDAGUR 4. apríl 2003 Fjárfestum í menntun Jafnrétti til náms hlýtur aðvera eitt af meginmarkmiðum stjórnvalda. Stjórnvöld verða að tryggja öllum aðgang að fjöl- breyttri framhaldsmenntun án tillits til efnahags eða búsetu. Framsóknarmenn hafna öllum hugmyndum um skólagjöld hvort sem á grunn- framhalds- eða háskólastigi er að ræða. Um leið og við verð- um að tryggja jafnan aðgang allra að því m e n n t a k e r f i sem hér er til boða verður að tryggja að það kerfi sé samkeppnishæft við það besta sem gerist í heiminum. Lánasjóður íslenskra náms- manna er eitt okkar sterkasta vopn til að tryggja jafnrétti til náms. Í lögum um Lánasjóðinn kemur fram að hlutverk hans er að vera félagslegur jöfnunarsjóð- ur. Því miður er það svo að það hlutverk hefur ekki verið tekið nógu alvarlega undanfarin ár. Það sjáum við á ítrekuðum úr- skurðum umboðsmanns Alþingis þar sem sjóðurinn hefur verið gagnrýndur harkalega. Stjórn- endur LÍN hafa ekki brugðist við þessari gagnrýni og halda áfram sömu vinnubrögðunum. Stjórnin hefur virt að vettugi áskoranir stúdenta um að endurskoða vinnureglur og vinnuferla sjóðs- ins. Ungir framsóknarmenn hafa ítrekað bent forystu flokksins á það ójafnræði að meirihluti stjórnar LÍN skuli vera skipaður einungis aðilum Sjálfstæðis- flokksins. Þetta er ekki í sam- ræmi við aðra nefndarskipan samkvæmt stjórnarsáttmála. Nauðsynlegt er að skipt verði um meirihluta í stjórninni og hafa menn klárlega gert sér grein fyr- ir því. Við teljum að LÍN þurfi að axla ábyrgð sína á ný sem félags- legur jöfnunarsjóður. Framsóknarmenn vilja treysta hlutverk lánasjóðsins. Við viljum lækka endurgreiðslu- byrðina en óþolandi er að fólk sem er að koma undir sig fótun- um eftir nám skuli á sama tíma vera að greiða upp lán nokkuð hratt. Framsóknarmenn vilja að endurgreiðslubyrðin verði lækkuð í 3,75% til samræmis við eldri lánaflokk. Einnig er eðli- legt að endurgreiðsla námslána verði miðuð við eðlileg námslok en ekki við lok lántöku eins og gert er í dag. Slík breyting myndi koma í veg fyrir það mis- rétti að námsmenn sem enn væru í námi væru að greiða af eldri lánum. Við viljum einnig leita leiða til þess að koma í veg fyrir þá skerðingu á jafnrétti til náms sem liggur í því að námsmenn þurfa ábyrgðarmenn til að vera lánshæfir. Sömuleiðis viljum við að framfærslugrunnur LÍN verði endurskoðaður þannig að tekin verði af öll tvímæli um hver hin raunverulega framfærsluþörf námsmanna er. Þannig yrði helsta deilumáli stjórnar LÍN og forsvarsmanna stúdenta eytt í eitt skipti fyrir öll. Jafnframt vilja framsóknarmenn að hluta námslánanna verði breytt í styrk eins og þekkist á hinum Norður- löndunum. Öflugt menntakerfi er eitt af skilyrðum fyrir jafnrétti, fram- förum og framamöguleikum ein- staklinganna í nútímaþjóðfélagi. Lánasjóður íslenskra námsmann er okkar sterkasta vopn til að tryggja jafnrétti til náms. Fram- sóknarmenn hafa skýrar tillögur um hvernig treysta eigi hlutverk lánasjóðsins og eru reiðubúnir til að takast á við verkefnið. ■ Stjórnarflokkarnir keppastþessa daga við að yfirbjóða hvorn annan í skattalækkunum. Þetta er frekar örvæntingarfull leið til að krækja sér í atkvæði því allir vita að þessir flokkar hafa stjórnað í 8 og 12 ár án þess að lækka skatta á launafólk. Það þýð- ir því lítið að mæta rétt fyrir kosningar og lofa öllum öllu. Það skelfileg- asta við þessi loforð Sjálf- stæðisflokks og Framsóknar er að þau miða öll að flötum skattalækkun- um. Enginn munur er gerður á lágum og háum tekjum. Þeir sem eru með milljón á mánuði hagnast mest en skattar hjá fólki sem hefur meðallaun og lág- markslaun minnka lítið. Geir H. Haarde, fjármálaráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokks- ins, hefur sagt að hækkun á skatt- leysismörkum komi ekki til greina því hún sé svo kostnaðar- söm! Það virðist hins vegar sem niðurfelling á hátekjuskatti sé eitthvað sem ríkissjóð munar ekk- ert um. Fyrir utan að miða að því að þeir ríku verði enn ríkari eru þessar skattalækkunartillögur afar óábyrgar. Fimmtán milljarða munu tillögur Framsóknar kosta og Sjálfstæðisflokkurinn toppar það með rúmlega 20 milljörðum. Það gleymist hins vegar að segja hvaðan tekjurnar eigi að koma. Á að reka ríkissjóð með halla næstu árin og auka þannig skuldir ríkis- ins? Eða ætla flokkarnir að skera enn meira niður í velferðarkerf- inu? Koma á sjúklingasköttum og skólagjöldum, eða auka á einka- væðingu í almannaþjónustu? Þetta vill fólk fá að vita fyrir kosningar og á auðvitað rétt á því. Vinstrihreyfingin – grænt framboð hefur allt aðrar áherslur í skattamálum. Við tökum ekki þátt í yfirboðum stjórnarflokk- anna heldur viljum nota pening- ana til að bæta velferðarkerfið. Hækkun skattleysismarka og tekjutengdar endurgreiðslur skatta koma fólki með lágar tekjur og einnig þeim sem eru með með- altekjur til góða. Þetta fólk hefur setið á hakanum í tíð núverandi ríkistjórnar, sem hefur á hinn bóg- inn dekrað við hátekjufólk. Niðurfelling leikskólagjalda myndi koma barnafjölskyldum til góða og þarf ekki að kosta ríki og sveitarfélög nema 2 millj- arða. Til að fá inn tekjur fyrir því verkefni mætti hækka skatt á fjármagnstekjur umfram 100.000 krónur en VG hefur jafnframt lagt til að fjár- magnstekjur undir því marki verði skattfrjálsar. Skattar eiga að jafna lífskjör fólks í þessu landi en það virðast ríkisstjórn- arflokkarnir ekki skilja. Það er því best að gefa þeim frí frá þessum málum. ■ Smáíbúðir fyrir ungt fólk Kosningar maí 2003 HLYNUR HALLSSON ■ frambjóðandi á lista VG í Norðaustur- kjördæmi skrifar um skattaloforð ríkis- stjórnarinnar. Kosningar maí 2003 BJÖRGVIN G. SIGURÐSSON ■ frambjóðandi Sam- fylkingarinnar skrifar um húsnæðismál ungs fólks. Kosningar maí 2003 SÆUNN STEF- ÁNSDÓTTIR ■ frambjóðandi á lista framsóknar- manna í Reykjavík norður skrifar um málefni LÍN. Skattalækkanir fyrir þá ríku „Öflugt menntakerfi er eitt af skil- yrðum fyrir jafnrétti. „Það er skylda samfé- lagsins að hlúa vel að unga fólkinu. „Ætla flokk- arnir að skera enn meira niður í vel- ferðarkerfinu?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.