Fréttablaðið - 04.04.2003, Page 31

Fréttablaðið - 04.04.2003, Page 31
Hin grafalvarlega og listrænahljómsveit Pink Floyd var stofnuð í London árið 1965. Nafnið virðist afar súrrealískt, þýðir „Bleikur Floyd“ á íslensku, en er í raun búið til úr fornöfnum tveggja blúsara; Pink Anderson og Floyd Council. Sveitin er í dag þekktust fyrir þemaplöturnar sem hún gerði á átt- unda áratugnum. Hún byrjuði þó sem nokkuð hefðbundin rokksveit á sjöunda áratugnum. Þá var skút- unni stýrt af gítarleikaranum Syd Barrett. Hann samdi og söng flest lögin á fyrstu plötunni, sem kom út árið 1967. Í upphafi plokkaði Roger Waters bassann, Rick Wright lék á hljómborð og Nick Mason tromm- aði. Tónlistin einkenndist þá af grípandi melódíum, vitsmunaleg- um textum sem fjölluðu um veröld- ina eins barn gæti hugsanlega skynjað hana. Hópurinn var samansettur af afar frjóum einstaklingum og klæddu þeir sig fljótlega í tónvís- indasloppana eftir stofnun sveitar- innar og lögðust í tilraunastarf- semi. Aðallega prófuðu þeir sig áfram með endurvarp eða feed- back, að hljóðrita hávær uppmögn- uð hljóð, elektrónísk furðuhljóð og í því að strjúka kúlulegum upp við gítarstrengina. Þeir byrjuðu einnig snemma á því að nota litríkar sviðs- lýsingar til stemningsmyndunar á tónleikum. Pink Floyd náði á stuttum tíma að skapa sér nafn á meðal tónlistar- áhugamanna í London og lönduðu samningi við EMI útgáfuna árið 1967. Stuttu síðar komu þeir laginu „Arnold Layne“ á topp breska topp 20 listans. Frumraunin „The Piper at the Gates of Dawn“ kom út stuttu síðar. Platan fékk afbragðsdóma á sínum tíma og vilja margir setja hana við hlið Bítlaplötunnar „Sgt. Pepper’s Lonely Heart Club Band“ sem helstu tónlistarsigra Breta það árið. Barrett út, Gilmour inn Frumraun Pink Floyd var sú eina sem gerð var undir yfir- stjórn Barretts og er því afar ólík því sem fylgdi í kjölfarið. Félögum hans í sveitinni varð snemma ljóst að hann væri veikur á geði og fengu því gítarleikarann Dave Gilmour til þess að slást í hópinn. Barrett var skiljanlega ógnað og yfirgaf sveitina eftir að það varð ljóst að tilkoma Gilmours myndi hafa mikil áhrif á sköpunarferli sveitarinnar. Á næstu breiðskífum var tón- listin orðin stórbrotnari í sniðum og eins ómarkaðsvæn sem hugsast gat. Platan „Meddle“ frá þessu tímabili er af mörgum talin sú best heppnaða. Sú kom út árið 1971 og þótti hljóðheimur sveitarinnar full- mótaður með þeirri plötu. Gagn- rýnendur stóðu á öndinni en skort- ur var á út- varpssmellum og platan seldist ekkert sérstaklega vel. Platan lagði þó grunninn, bæði í vinsældum og tónlistarlega, fyrir útgáfu plötunn- ar „Dark Side of the Moon“ sem kom út tveimur árum seinna. Íslenskir jarðfræðikennarar státa sig enn af því að það sé ís- lenskt kalsít, „Iceland spat“, sem prýðir umslagið. Framan á því sést hvítt ljós brotna upp í litrófið. Hvernig sem því líður varð platan til þess að Pink Floyd slógu í gegn á Bandaríkjamarkaði og komst þannig, eins og allar breskar sveit- um sem ná vinsældum þar, í hóp virtari sveita Breta. Sumir aðdáendur þóttust sjá tengsl á milli plötunnar og kvik- myndarinnar „Wizard of Oz“. Hug- myndin var að setja ætti plötuna í gang á fyrsta lagi eftir að MGM-ljónið hafði öskrað tvisvar sinnum. Þá myndu áhorfendur sjá alls kyns hluti sem pössuðu saman í tíma. Mörgum fannst þetta samræmi of ná- kvæmt til að vera tilvilj- un en sjálfir hafa liðs- menn sveitarinnar sagt þetta hugarburð afar frjórra einstaklinga. Förin frá skuggahlið tunglsins Vinsældum „Dark Side of the Moon“ fylgdi Pink Floyd eftir með vel heppnaðri skífu, „Wish You Were Here“, árið 1975. Platan var tileinkuð félaga þeirra og fyrrum samstarfsmanni Syd Barrett. „Animals“ fylgdi í kjölfar- ið árið 1977 og síðasta meistara- 32 4. apríl 2003 FÖSTUDAGUR LYKILPLÖTUR PINK FLOYD: The Piper at the Gates of Dawn - 1967 Meddle - 1971 Dark Side of the Moon - 1973 Wish You Were Here - 1975 Animals - 1977 The Wall - 1979 Laugavegi 32 561 0075 Í tilefni þess að 30 ár eru liðin frá útgáfu breiðskíf- unnar „Dark Side of the Moon“ með Pink Floyd hefur verið gefin út ný uppfærð útgáfa á geisla- disk. Platan skaut sveit- inni upp á yfirborðið á sínum tíma og er af mörgum talin til helstu poppverka 20. aldarinnar. Hér er stiklað á stóru í sögu sveitarinnar. Veggurinn á skuggahlið tunglsins

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.