Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.04.2003, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 04.04.2003, Qupperneq 22
13FÖSTUDAGUR 4. apríl 2003 Sakaður um landráð LONDON, AP Breski þingmaðurinn George Galloway hefur valdið miklu fjaðrafoki í Bretlandi vegna harkalegrar gagnrýni sinn- ar á innrásina í Írak. Svo langt hefur þetta gengið að hann hefur verið sakaður um landráð. Galloway hefur kallað ríkis- stjórnina samansafn asna og sagt breska hermenn þurfa að berjast fyrir lygar, fölsun og blekkingu bresku ríkisstjórnarinnar. Það sem gerði allt vitlaust voru þau orð hans að Arabar ættu að taka sér stöðu við hlið Íraka. Hann hvatti breska hermenn til að neita að berjast. ■ WASHINGTON, AP Embættismenn bandarísku alríkislögreglunnar ótt- ast að liðsmenn al Kaída ætli að bregðast við breyttum aðstæðum með því að fá konur til liðs við sig til þess að framkvæma óvæntar hryðjuverkaárásir. Herför Banda- ríkjanna gegn hryðjuverkum hefur veikt starfsemi samtakanna veru- lega og líklegt að verið sé að leita nýrra leiða til þess að komast í gegnum öryggisnet Vesturlanda. Alríkislögreglan sendi nýverið út alþjóðlega viðvörun vegna konu, þá fyrstu síðan stríðið gegn hryðju- verkum hófst. Konan, sem er pakistanskur taugalæknir, er eftir- lýst vegna meintra tengsla hennar við al Kaída. Jafnframt er verið að rannsaka fullyrðingar óþekktrar konu á arabískum netmiðli sem segist hafa verið ráðin af Osama bin Laden til þess að koma á fót þjálfunarbúðum fyrir hryðjuverka- konur. ■ NÝ ÓGN Palestínskar konur stóðu fyrir fjórum sjálfs- morðsárásum í Ísrael á síðasta ári og reyndist þeim hægur vandi að komast í gegnum öryggisnet ísraelskra yfirvalda. Starfsaðferðir hryðjuverkasamtaka: Konur til að fram- kvæma skyndiárásir SAFNA HANDA ÍRÖSKUM BÖR- NUM Jörg Haider, einn helsti leiðtogi austurríska Frelsis- flokksins, hefur hafið fjársöfnun til styrktar íröskum börnum. Hann hefur sjálfur heitið því að gefa ritlaun sín fyrir bók sem hann skrifaði um fundi sína með Saddam Hussein. SÞ Í ENDURUPPBYGGINGUNA Costas Simitis, forsætisráðherra Grikklands sem er í forsæti fyrir Evrópusambandið, hvatti í gær til þess að Sameinuðu þjóðirnar gegndu leiðandi hlutverki við enduruppbyggingu Íraks. Hann sagði það líklegt til að valda ólgu ef Bandaríkjamenn og Bretar stýrðu enduruppbyggingunni. ■ Innrás í Írak/ Örfréttir ■ Innrás í Írak/ Bretland ÞUNGAR BYRÐAR HERMANNS Með hríðskotariffil sinn á bakinu skundar bandarískur hermaður á braut með matar- birgðir sem herdeild hans fékk. VIRÐA LÍKIÐ FYRIR SÉR Bandarískir landgönguliðar fylgja birgða- lestum um Írak. Nokkrir þeirra sjást hér virða fyrir sér lík írasks hermanns. SÓTT AÐ SKOTMARKINU Bandarískir hermenn sækja fram í orrustu um bæ í suðurhluta Íraks.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.