Fréttablaðið - 04.04.2003, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 04.04.2003, Blaðsíða 32
33FÖSTUDAGUR 4. apríl 2003 stykki sveitarinnar „The Wall“ kom út árið 1979. Sú plata var aðallega hugarfóst- ur Roger Waters sem þá hafði tek- ið við stjórninni innan sveitarinn- ar. Platan var metnaðarfyllra verk en sú fyrri að því leytinu til að mynd fylgdi í kjölfarið. Almenn- ingur gleypti við þemanu og platan sló öll fyrri sölumet Pink Floyd. Sveitin var afar stórtæk í öllu og var í kjölfar útgáfunnar ráðist í tónleikaferð um heiminn þar sem m.a. var byggður veggur fremst á sviðinu á meðan sveitin lék lög sín. Veggurinn hruninn, upp- lausn í sveitinni Allir fjórir liðsmenn Pink Floyd höfðu tekið sín hliðarspor þegar nýr áratugur gekk í garð. Sveitin náði að smíða hina vafasömu plötu „The Final Cut“ með miklum harmkvælum og gáfu út árið 1983 við litlar undirtektir. Fram af því höfðu hinir liðsmenn sveitarinnar nánast treyst listrænni sýn Roger Waters í blindni en fóru að efast eftir útgáfu þeirrar plötu. Börðust menn um hver ætti að stjórna skút- unni. Stjórnlaus sigldi hún í strand og sveitin hætti árið 1986. Waters lögsótti David Gilmour og Nick Mason í örvæntingarfullri tilraun til þess að fá að halda nafni sveitarinnar fyrir sig en tapaði. Ár- inu seinna tók Waters-laus Pink Floyd upp þráðinn að nýju og gaf út plötuna „A Momentary Lapse of Reason“ sem þótti slök. Sú plata var nánast að öllu, nema nafninu til, sólóplata Gilmour. Eftir það varð Pink Floyd nánast eingöngu að tónleikasveit og naut mikilla vinsælda sem slík. Nokkrar tónleikaplötur fylgdu í kjölfarið. Stuttu eftir fall Berlínarmúrsins stóð sveitin fyrir stærðarinnar tón- leikum í Berlín þar sem þekktir tónlistarmenn tóku þátt í því að flytja „The Wall“ plötuna í heild sinni. Síðasta Pink Floyd platan, „The Division Bell“, kom út árið 1994 og þótti ágæt. Upp úr aldamótunum sagði Gilmour svo í viðtali við breska tónlistarblaðið Q að afar ólíklegt væri að Pink Floyd ætti sér einhverja frekari framtíð. Köttur úti í mýri, setti upp á sig stýri, úti er ævintýri. biggi@frettabladid.is PINK FLOYD Hér sést sveitin um það leyti er hún gaf út „Dark Side of the Moon“ fyrir þrjátíu árum síðan. TÓNLIST Jónatan Garðarsson, um- sjónarmaður sjónvarpsþáttarins Mósaík á RÚV, segist vera ánægð- ur með plötu Pink Floyd „Dark Side of the Moon“. Hann áttaði sig þó ekki á henni þegar hún kom út enda þá djúpsokkinn í þungan djass og tilraunakennda tónlist. Sveitin var því að beygja sig held- ur of mikið inn á meginstrauminn fyrir hans smekk. „Samt heillaðist ég af því hvernig þeir notuðu klippingar og annað, eins og í laginu „Money“. Þeir brutu ákveðið blað,“ segir Jónatan. „Á plötunni „sampla“ þeir með segulböndum, sem er að nota síendurtekin stef og spila ofan á þau. Í því samhengi var Pink Floyd að gera til- raunakennda og skemmtilega hluti.“ Jónatan segir að þung tónlist hafi verið á undanhaldi á þessum tíma og að diskóið hafi verið að ryðja sér til rúms. „Í kringum 1980, eftir að þeir gáfu út „The Wall“, var þessi plata endurútgefin í betri hljómgæðum. Þá fór ég að hlusta og varð mjög ánægður. Hún er greinilega það vönduð og góð þessi plata að hún lifir áfram. Hún er ekki bara barn síns tíma. Ég áttaði mig ekki alveg á því á sín- um tíma hversu merkilega hluti þeir voru að gera. Þeir voru að nota þessa til- raunastarfsemi sína í sömplun, hljóðvinnslu og í sköpun þessa sér- staka hljóðheims en náðu samt að höfða til almennings. Það er mjög mikilvægt skref. Þegar sveitir hafa verið í þröngum jaðargeira, eins og þeir, þá er þetta skref alltaf viðkvæmt. Þeir hafa líklegast ver- ið að gera merkilegri hlut en þeir sjálfir áttuðu sig á.“ ■ Jónatan Garðarsson um „Dark Side of the Moon“: „Áttaði mig ekki strax á gæðunum“ DARK SIDE OF THE MOON Íslenskir jarðfræðingar eru lík- legast stoltir af því að steininn sem brýtur hvíta ljósið í litrófið á umslaginu er úr íslenskum jarðvegi. JÓNATAN GARÐARSSON „Á þessari plötu voru þeir í rauninni að stíga ákveðið skref úr þungri og pældri tónlist yfir í frekar markaðsvænni tónlist á köflum,“ segir Jónatan Garðarsson um plötu Pink Floyd, „Dark Side of the Moon“.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.