Fréttablaðið - 04.04.2003, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 04.04.2003, Blaðsíða 10
10 4. apríl 2003 FÖSTUDAGUR ■ Leiðrétting Við upptalningu á þingmönnum sem falla af þingi samkvæmt könnunum í Norðausturkjördæmi vantaði nafn Sigríðar Ingvars- dóttur, sem tók sæti á Alþingi í Norðurlandskjördæmi vestra þegar Hjálmar Jónsson sagði af sér þingmennsku. Breyting á greiðslum rík- isins: Föst upphæð fyrir heyrnar- tæki HEILBRIGÐISMÁL Breyting hefur verið gerð á kostnaðarþátttöku ríkisins við heyrnartæki. Þær eru helstar þær að þeir sem fara í svo- kallaða kuðungsígræðslu og þurfa að endurnýja tækin sín fá nú greidd allt að 90 prósent af verði heyrnartækja eftir meðferð auk þess sem aðgerðin er þeim að kostnaðarlausu. Greiðsluþátttaka ríkisins í heyrnartækjum er ekki lengur hlutfall af kostnaði heldur er nú ein ákveðin upphæð greidd upp í kostnað burtséð frá hvað það kost- ar. Upphæðin hefur verið ákveðin kr. 28.000. ■ DEYJANDI MENNING Víða í Bandaríkjunum hefur verið komið á banni við reykingum á opinberum stöðum og sífellt bætast nýir staðir í hópinn. Bann við reykingum: Helmingi færri hjartaáföll CHICAGO, AP Niðurstöður nýrrar rannsóknar sýna að tíðni hjarta- áfalla í smábænum Helena í Montana hefur dregist saman um helming síðan bann við reyking- um á opinberum stöðum gekk þar í gildi. Í rannsókninni, sem er sú fyrsta sinnar tegundar, var athug- að hvaða breytingar yrðu á heilsu- fari almennings í kjölfar reyk- ingabanns. Að sögn vísindamannanna sem stóðu að rannsókninni gefa þessar niðurstöður ótvírætt til kynna að bann við reykingum á opinberum stöðum minnki hættuna á hjarta- áfalli fyrir reykingamenn jafnt sem aðra borgara. Engu að síður viðurkenna þeir að æskilegt sé að sýna fram á sams konar áhrif á stærri vettvangi. ■ RÁN „Ég hefði aldrei trúað því að svona rán væri framið um há- bjartan dag,“ segir Ásdís Ásgeirs- dóttir, sem lenti í þeirri óþægi- legu lífsreynslu að jeppanum hennar var stolið um síðustu helgi fyrir utan Hallgrímskirkju þar sem hún sótti námskeið. Ásdís kom utan af landi og geymdi í bílnum tvær ferðatölvur, prent- ara, fatnað og seðlaveski. „Ég varð ekki kvíðin í fyrstu enda full- viss um að ég fengi það sem var í bílnum bætt af tryggingum. Það var ekki fyrr en ég var búin að setja mig í samband við lögregl- una að ég varð fyrst óróleg.“ Lögreglan tjáði Ásdísi að þrem- ur bílum að meðaltali væri stolið í hverri viku. Algengast væri að þjófarnir keyrðu bílana milli borg- arhluta og yfirgæfu þá síðan. Það kom Ásdísi mjög á óvart þegar henni var tjáð að engin skipulögð leit færi fram að bílunum. Hafði hún staðið í þeirri trú að svo væri. „Það keyrði svo um þverbak þegar manninum mínum var tjáð af þeim sem til þekkja að algengt væri að farið væri með stolna bíla á af- skekktan stað og þeir síðan strípaðir af varahlutum.“ ■ AFRÍKA, AP Hjálparstarfsmenn sem starfa í Afríku segja að eyðileggj- andi áhrif eyðni taki höndum sam- an við fátækt, stríð, slæma stjórn- sýslu, spillingu og óhagstætt veð- urfar. Áhrifin eru lamandi fyrir möguleika samfélaga sunnan Sa- hara til að jafna sig eftir hung- ursneyðir. Í ár ógna hungursneyð- ir lífi og heilsu 38 milljóna manna víðs vegar í Afríku. „Skilaboðin eru einfaldlega þau að þetta ófremdarástand er ekki að hverfa. Við komum til með að búa við viðvarandi ófremdar- ástand,“ segir Brenda Barton, talsmaður Matvælahjálpar Sam- einuðu þjóðanna í Nairobi í Kenía. Hún segir að í raun sé verið að skilgreina mannúðarkreppur upp á nýtt. Í Afríku séu þær að verða viðvarandi ástand. Innan Sameinuðu þjóðanna er farið að tala um nýja frábrugðna tegund hungursneyða. Sú tegund lýsir sér þannig að þrátt fyrir bestu viðleitni hjálparstofnana og styrktaraðila verður mannfall af völdum eyðni til þess grafa undan landbúnaði, efnahag og heilbrigð- iskerfinu. 29 milljónir smitaðar Í Afríku sunnan Sahara eru 29 milljónir manna smitaðar af HIV- veirunni. Það eru rúmlega tveir af hverjum þremur smituðum ein- staklingum í heiminum. Á svæði þar sem 633 milljónir manns búa eru níu prósent fullorðinna smit- uð af veirunni. Á sumum stöðum fer hlutfallið upp í 40%. Í þeim löndum hafa lífslíkur fólks fallið niður fyrir 40 ár vegna faraldurs sem fer vaxandi. Á innan við 20 árum hafa meira en átta milljón afrískir landbún- aðarstarfsmenn látið lífið af völd- um eyðni. Sjúkdómurinn hefur orðið fyrirvinnum milljóna fjöl- skyldna að aldurtila, eyðilagt fá- tæk sveitaþorp og skilið 4,2 millj- ón börn eftir munaðarlaus. Þetta gengur nærri lífsmögu- leikum þeirra fátæku. „Hvernig jafnarðu þig eftir áfallið þegar það er enginn eftir á lífi sem get- ur ræktað matvæli?“ spyr Brenda Barton. „Við erum að horfa upp á niðurlægingu samfélagsins. Við höfum ekki séð hæsta hlutfall HIV-smitsins. Við höfum ekki séð það versta.“ Leitast við að hjálpa bænd- um Bandarísk hjálparsamtök leit- ast við að hjálpa bændum á frjósömum ökrunum við Chim- bombo í Sambíu að auka fram- leiðslu og takast á við þurrka. Bak við hrörlegt hús yrkir ung- ur drengur jörðina með hlújárni. Móðir hans gengur á milli hávax- inna en ójafnra maísplantnanna. Freda Sichalwe segir nýjar að- ferðir við akuryrkjuna hafa fimmfaldað afraksturinn af blett- inum sem hún yrkir. Að uppskeru lokinni þarf hún ekki lengur á matvælagjöf að halda til að halda henni og fjölskyldu hennar á lífi. Að auki á hún eitthvað eftir af korni til að selja. Mannúðarsamtök um alla Afr- íku hafa brugðið á það ráð að nota matargjafir til að liðka fyrir framförum í landbúnaði. Fjöl- skyldum er haldið uppi með mat- vælagjöfum meðan þær læra nýj- ar aðferðir við að yrkja jörðina. Einnig er reynt að kynna nýjar plöntur til sögunnar sem þola þurrkana betur en þær sem fyrir eru. Einnig reyna menn að fá dregið úr viðskiptahömlum og bæta markaðsskilyrði. Eins og að míga upp í vindinn Þrátt fyrir takmarkaðan árang- ur er þetta eins og að míga upp í vindinn segir Renni Nancholas, stjórnandi matvælaöryggis fyrir hönd Alþjóða Rauða krossins og Rauða hálfmánans. „Það munu engin samtök leysa svo mikla kreppu,“ segir hann. „Þetta er að verða stjórnlaust.“ Brenda Cupper, verkefnis- stjóri CARE-hjálparsamtakanna í Sambíu, tekur undir orð Nancholas. „Við þurfum á sameig- inlegri áætlun að halda. Við höf- um enga slíka.“ Framlög til að bregðast við ástandinu hafa verið þokkaleg. Hjálparstarfsmenn hafa þó áhyggjur af því að stríðið í Írak og vandamál annars staðar verði til þess að minna fé verði varið til að bæta ástandið í Afríku en ella. „Við höfum komið í veg fyrir hamfarir en vandinn er fjarri því leystur,“ segir Brenda Barton hjá Matvælahjálp Sameinuðu þjóð- anna. Hjálparstofnanir hafa orðið þess varar undanfarið að aukin þörf er fyrir matvælaaðstoð í stórborgum. Sífellt fleiri hafa ekki lengur efni á því að kaupa sér mat. Sameinuðu þjóðunum telst til að um 300 milljónir Afr- íkubúa verði að framfleyta sér á innan við 80 krónum á dag, en það er 51% þeirra sem búa sunnan Sa- hara. Alþjóðabankinn hefur spáð því að eftir tólf ár hafi þeim fá- tækustu fjölgað um 45 milljónir. Spilling og slæm stjórnsýsla Afríka er eina heimsálfan sem er fátækari en hún var árið 1960. Slæm stjórnsýsla og útbreidd spilling hafa ráðið nokkru þar um. Lífi milljóna ógnað af eyðni og hungusneyð Hjálparstofnanir óttast að hungursneyðin sem vofir yfir 38 milljón íbú- um Afríku kunni að vera viðvarandi ógn. Eyðnifaraldurinn eykur líkur á hungursneyðum þar sem sífellt færri verða eftir til að vinna við mat- vælarækt og framleiðslu. MAÍS ÞURRKAÐUR Í SAMBÍU Roseena Moyo og mágur hennar Charles Mufukule eru meðal þeirra sem reyna nýjar að- ferðir við matvælarækt og geymslu í Sambíu. BEÐIÐ EFTIR MATVÆLAAÐSTOÐ 38 milljónir þurfa á matvælaaðstoð að halda í Afríku í ár. Hjálparstarfsmenn segja eyðni- faraldurinn auka á vandann þar sem erfiðara verði að berjast gegn náttúruöflunum og spillingu. Svonaerum við STARFANDI FÓLK EFTIR ATVINNU- GREINUM 2001 Í PRÓSENTUM 2001 Landbúnaður 1,5 Fiskveiðar og -vinnsla 12,1 Annar iðnaður 11,0 Orkuveitur 3,2 Byggingarstarfsemi 9,8 Verslun, veitingar og hótel 13,3 Samgöngur og flutningar 7,6 Önnur þjónusta 22,1 Opinber starfsemi 19,4 Heimild: bondi.is FLESTIR STARFA VIÐ VERSLUN OG ÞJÓNUSTU 35 prósent störfuðu við verslun og þjón- ustu á Íslandi árið 2001. Fæstir störfuðu hins vegar við landbúnað, eða aðeins 1,5 prósent, en voru 2,6 prósent árið 1990 og er það þá fækkun um 1,1 prósent á ellefu árum. ÁSDÍS ÁSGEIRSDÓTTIR Jeppinn sem stolið var frá Ásdísi er dökkgrænn Nissan Terrano árgerð 1992 með skrán- ingarnúmerinu LN-550. Ásdís segir að sér hafi verið tjáð af starfsmönnum Vöku að svo virtist sem miklu væri stolið af jeppum af þessari tegund til að nálgast varahluti. Eins væri algengt að Patrol-jeppum væri stolið í sama tilgangi. „Eftir þessar fréttir er ég vonlítil um að fá bílinn heilan til baka.“ Jeppa stolið um hábjartan dag: Stolið við Hallgrímskirkju

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.