Fréttablaðið - 04.04.2003, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 04.04.2003, Blaðsíða 17
18 4. apríl 2003 FÖSTUDAGUR SCHUMACHER Í FÓTBOLTA Heimsmeistarinn í Formúlu 1 kappakstrin- um, Michael Schumacher (í miðjunni), brosti breitt þegar hann stillti sér upp með meðlimum brasilíska fótboltaliðsins Santos fyrir vináttuleik liðsins við Vila Belmiro í Brasilíu á dögunum. Ágóðinn af leiknum rann til góðgerðarmála. Schumacher er staddur í Brasilíu til að keppa í þriðja Formúlu 1 kappakstrinum í ár, sem hefst á sunnudag. Fótbolti GOLF Ernie Els, sem er í öðru sæti heimslistans í golfi, er sannfærð- ur um að hann geti tekið þátt í bandaríska Masters-mótinu sem haldið verður í næstu viku á Augusta National vellinum. Els hefur átt við meiðsli í úln- liði að stríða og hefur ekkert getað leikið undanfarnar þrjár vikur. „Það hefur verið pirrandi að geta ekki æft eins og ég vil en ég ætti að verða orðinn góður í lok þessar- ar viku. Þá fer ég að undirbúa mig af krafti fyrir Augusta,“ sagði Els. Els hefur staðið sig frábærlega það sem af er árinu og hefur unn- ið fjögur mót af þeim sjö sem hann hefur tekið þátt í. ■ FÓTBOLTI Sheringham hóf feril sinn hjá Millwall árið 1985. Þar skoraði hann 93 mörk í 220 leikjum og vakti að vonum mikla athygli fyr- ir frammistöðu sína. Hann var keyptur til Notting- ham Forest árið 1991 og eftir góða fyrstu leiktíð þar var hann keypt- ur til Lundúnaliðsins Tottenham Hotspur. Eftir fimm ár í herbúð- um Spurs og fjölda marka gekk hann til liðs við Manchester United. Þar var honum ætlað að fylla skarð Frakkans Eric Cantona sem framliggjandi miðjumaður. Sheringham var hart gagn- rýndur fyrir frammistöðu sína með United á sinni fyrstu leiktíð, 1997-98, og á þeirri næstu átti hann einnig erfitt uppdráttar framan af vetri. Meiðsli og góð frammistaða þeirra Yorke og Cole urðu til þess að hann spilaði lítið og vermdi jafnan varamanna- Körfubolti kvenna: Tíundi titill Keflavíkur KÖRFUBOLTI Kvennalið Keflavíkur sigraði á Íslandsmótinu 2003. Þetta var tíundi titill félagsins en Keflavík varð fyrst meistari árið 1988. Keflavík sigraði í deildakeppn- inni með 12 stiga mun og vann alla leiki sína í úrslitakeppninni. Í undanúrslitum vann Keflavík báða leikina gegn Njarðvík og alla þrjá gegn KR í úrslitum. Anna María Sveinsdóttir, leik- maður og þjálfari liðsins, hefur leikið með Keflavík öll meistara- árin og fyrirliðinn Kristín Blöndal varð Íslandsmeistari í áttunda sinn. ■ FÓTBOLTI Berti Vogts, þjálfari Skota, segir að lið sitt hafi nánast kastað frá sér möguleikanum á að vinna fimmta riðil í undankeppni EM þegar það tapaði gegn Lithá- um 1:0 í fyrrakvöld. Liðin eru efst og jöfn ásamt Þjóðverjum í fyrsta til þriðja sæti riðilsins með sjö stig. Íslendingar eru í fjórða sæti með þrjú stig. „Við stefnum núna á annað sætið og verðum að leggja afar hart að okkur til að ná því,“ sagði Vogts eftir leikinn í gær. Ég held að jafntefli hefði verið eðlileg úr- slit en lið Litháens var mjög hepp- ið.“ Sigurmark Litháa var skorað úr umdeildri vítaspyrnu á 73. mínútu leiksins. Lee Wilkie, varnarmaður Skota og leikmaður Dundee, sagði úrslit- in vera mikil vonbrigði. „Litháar eru núna aðalkeppinautar okkar um sæti í umspili og við verðum einfaldlega að vinna þá næst.“ ■ AP /M YN D ELS Ernie Els hefur staðið sig vel á þessu ári. Ernie Els: Tilbúinn fyrir Augusta BARÁTTA Skotinn Don Hutchison (til vinstri) í baráttu við Litháann Saulius Mikalajunas í leik liðanna í fyrrakvöld. Liðin eru bæði með sjö stig í 5. riðli. STAÐAN Í 5. RIÐLI Lið L S Þýskaland 3 7 Litháen 5 7 Skotland 4 7 Ísland 3 3 Færeyjar 3 1 Berti Vogts, þjálfari Skota: Efsta sætið fjarlægt SHERINGHAM Teddy Sheringham í búningi Manchester United. Fyrrum félag Sheringham, Millwall, hefur þegar óskað eftir því að hann verði ráðinn spilandi knattspyrnustjóri hjá félaginu. Sheringham get- ur vel við unað Framtíð Teddy Sheringham hjá Tottenham ræðst af því hvort félagið komist í Evrópu- keppnina að ári. Sheringham, sem hélt upp á 37 ára afmæli sitt í fyrradag, á að baki afar farsælan knattspyrnuferil. VIÐ ERUM FLUTT Laugavegi 12b

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.