Fréttablaðið - 04.04.2003, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 04.04.2003, Blaðsíða 26
27FÖSTUDAGUR 4. apríl 2003 Árni Steinar Jóhannsson, alþingismaður: Best þegar klökknar á steinum „Mér finnst mest spennandi við vorkomuna þegar fer að klökkna á steinum um hádaginn,“ segir Árni Steinar Jóhannsson, alþing- ismaður og landslagsarkitekt. „Ég er alinn upp í miklu snjóa- héraði, þannig að þegar vorið var að brjótast fram var skemmtileg- ast að fylgjast með þegar dökkir dílar mynduðust á steinunum og hvernig þeir stækkuðu með hverjum deginum. Þegar sólin fer að dæla inn orku getur klökknað á steinum þótt enn sé frost.“ Árni segist fyllast orku og krafti þegar vorar. „Ég eflist all- ur,“ segir hann. „Og finnst gam- an að fylgjast með grænkunni og gróandanum, enda garðyrkju- maður og landslagsarkitekt.“„ ■ ÁRNI STEINAR JÓHANNSSON Eflist allur á vorin. Vorið er tími gleðinnar og bjart- sýninnar,“ segir Hjálmar Árna- son. „Þetta er minn aðaltími, þeg- ar allt er að lifna við, farfuglarn- ir að koma og gróðurinn að taka við sér.“ Hjálmar segist finna mun á sér bæði andlega og líkamlega þegar vorar. „Strax 22.-23. desember finn ég mikla gleði í hjarta vitandi það að þá tekur daginn að lengja. Þessi gleði nær svo hámarki þeg- ar kemur fram á þennan tíma.“ Hjálmar sinnir hefðbundnum vorverkum, en segir hina endan- legu sumarkomu staðfesta þegar góður vinahópur fer saman í fyrsta veiðitúr sumarsins. „Við förum í Flóku í Borgarfirði í lok júní, en erum þá búnir að vera fullir af tilhlökkun og eftirvænt- ingu í langan tíma yfir öllum að- dragandanum.“ ■ HJÁLMAR ÁRNASON Segir vorið tíma gleði og bjartsýni. Hjálmar Árnason, alþingismaður: Besti tími ársins svo bara átekta enda er nægur hiti í jarðveginum og smá frost gerir ekkert til.“ Þá segir Lára það ekki vitlaust að huga að því að hreinsa beðin en mælir með því að fólk láti sér nægja að tína rusl í bili. „Það er auðvitað freistandi, á góðviðris- dögum, að fara að hreinsa til en það er þó fullsnemmt þar sem við vitum að það getur oft fryst í apr- íl og því bíðum við oftast fram yfir miðjan maí þar sem laufin skýla auðvitað nývextinum.“ Þá fer að líða að því að huga megi að áburði. „Það er allt í lagi að fara að bera kalk eða jafnvel þörunga í garðinn. Þetta er sein- virkt og kemur að góðum notum þegar það hlýnar. Það má fara að hreinsa mosa úr grasflötinni í maí en það er of snemmt að byrja að nota tilbúinn áburð. Það er ekki fyrr en í byrjun maí sem slíkt kemur til greina.“ Sígrænar plöntur fyrir þá sem geta ekki beðið Lára segir að fiðringur sé kom- inn í fólk og það sé þegar byrjað að kaupa mikið af sígrænum skrautplöntum sem hægt er að setja í potta út á verönd og svalir. „Það er allt í lagi fyrir þá sem hafa mikinn áhuga á þessu að byrja svona núna. Páskaliljur í pottum eru líka orðnar vinsælar og fyrir þá sem eru til dæmis að fara að halda fermingarveislur getur verið gaman að nota þær eða lauka til skrauts. Fólk er líka búið að vera að rækta með fræj- um síðasta einn og hálfa mánuð- inn. Þetta eru plöntur sem þarf að forrækta í garðskálum, frostfrí- um gróðurhúsum eða úti í stofu- glugga. Það er gott að byrja á stjúpunum og taka aðrar duglegar tegundir eins og morgunfrú og kornblóm. Þetta má svo flytja út í byrjun maí, jafnvel ásamt fljót- sprottnum sumarblómum á borð við sumarlín og þorskagin. Þá er rétti tíminn til að byrja forræktun á vorlaukum núna. Það er góður tími fram undan. Þeir þurfa for- ræktun inni en það má planta þeim út í byrjun júní.“ ■ LÁRA JÓNSDÓTTIR Garðyrkjufræðingurinn mælir með því að fólk fari að öllu með gát í garðinum þó gróðurinn sé kominn á fullan skrið. Kulda- kast gæti enn haft slæm áhrif þó áhrifin verði ekki endilega varanleg. „Við verðum bara að vona að veðrið verði á köldu nót- unum næstu tvær vikurnar og gróðurinn flýti sér hægt úr því sem komið er.“ YOGASTÖÐIN HEILSUBÓT Síðumúla 15, s. 588 5711 og 694 6103 Námskeið í HATHA yoga Morguntímar, hádegistímar, síðdegistímar og kvöldtímar Tímar fyrir byrjendur og lengra komna Sértímar fyrir barnshafandi konur

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.