Fréttablaðið - 07.05.2003, Page 5

Fréttablaðið - 07.05.2003, Page 5
Fengur væri að ríkisstjórn, sem næði auðlindum hafsins úr höndum forréttindaaðila með því að fyrna veiðiheimildir þeirra. Fengur væri að ríkisstjórn, sem stöðvaði skelfileg spjöll á víðernum landsins. Fengur væri að ríkisstjórn, sem stöðvaði þýlyndi gagnvart róttækum andstæðingum smáríkja, ráðamönnum Bandaríkjanna. Fengur væri að ríkisstjórn, sem stöðvaði aukna stéttaskiptingu, sem hefur einkennt allt of langt valdaskeið núverandi ríkisstjórnar. Stjórnarandstaða ætti að geta sameinazt um þessi góðu mál. Það er næg ástæða til að bjóða hana velkomna til valda í vor. Það tekst, ef kjósendur verða ekki of meðteknir af uppsprengdum loforðum um skattalækkanir, loforðum þeirra, sem ekki hafa notað tólf ára valdaskeið til að lækka skatta. Tækifærið er núna! Jónas Kristjánsson www.jonas.is, 19. apríl 2003

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.