Fréttablaðið - 07.05.2003, Blaðsíða 5

Fréttablaðið - 07.05.2003, Blaðsíða 5
Fengur væri að ríkisstjórn, sem næði auðlindum hafsins úr höndum forréttindaaðila með því að fyrna veiðiheimildir þeirra. Fengur væri að ríkisstjórn, sem stöðvaði skelfileg spjöll á víðernum landsins. Fengur væri að ríkisstjórn, sem stöðvaði þýlyndi gagnvart róttækum andstæðingum smáríkja, ráðamönnum Bandaríkjanna. Fengur væri að ríkisstjórn, sem stöðvaði aukna stéttaskiptingu, sem hefur einkennt allt of langt valdaskeið núverandi ríkisstjórnar. Stjórnarandstaða ætti að geta sameinazt um þessi góðu mál. Það er næg ástæða til að bjóða hana velkomna til valda í vor. Það tekst, ef kjósendur verða ekki of meðteknir af uppsprengdum loforðum um skattalækkanir, loforðum þeirra, sem ekki hafa notað tólf ára valdaskeið til að lækka skatta. Tækifærið er núna! Jónas Kristjánsson www.jonas.is, 19. apríl 2003

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.