Fréttablaðið - 07.05.2003, Page 8

Fréttablaðið - 07.05.2003, Page 8
8 7. maí 2003 MIÐVIKUDAGUR Saltið og sárið Hefðum átt að skora fleiri mörk. Gunnlaugur Jónsson, fyrirliði Skagamanna, eftir 4-1 sigur á KR. DV, 5.maí. Herforinginn Davíð stóð heill á bak við ákvörðun um frelsi Íraka. Jón Gunnar Hannesson læknir. Morgunblaðið, 5. maí. Nei, láttekkisona Stjórnmál snúast um völd og það er ekki sama hvernig með þau völd er farið. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. DV, 5. maí. Orðrétt Mánudaga til Föstudaga Laugardaga kl: 12:00 til 16:00 Opnunartími í sumar: Sími: 514-4407 kl: 13:00 til 18:00 ALDRAÐIR „Okkur finnst að í jafn stórum bæ eins og Selfoss er vanti einhvers konar heimili með þjónustu fyrir aldraða,“ segir Sólrún Tryggvadóttir, for- maður Kvenfélags Selfoss. Kvenfélagið sendi bæjarstjórn Árborgar, Heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðherra og þingmönn- um Suðurlands bréf varðandi áhyggjur félagskvenna af stöðu aldraðra á Selfossi. Sólrún segir að á Selfossi séu íbúðir fyrir aldraða í Grænu- mörk. Þar sefur vörður um næt- ur en enga þjónustu er að fá þar, ekki frekar en í venjulegri blokkaríbúð. Svo er hjúkrunar- heimilið Ljósheimar sem er fyr- ir fólk sem þarf algjöra umönn- un. Sólrún segir að eitthvert millistig vanti. „Elliheimili eru á Eyrarbakka og Stokkseyri, sem eru í sama bæjarfélagi og Sel- foss, en okkur finnst það ekki duga. Ef til dæmis annað hjóna þarf á þjónustu að halda verður það að flytja í annan bæ og getur makinn átt erfitt með heimsókn- ir. Þeir sem fæddust í Rangár- vallasýslu eru jafnvel settir á elliheimili á Hellu eða Hvolsvelli þó þeir eigi enga ættingja þar að lengur,“ segir Sólrún. ■ FRÁ SELFOSSI Kvenfélagið ekki sátt við aðstöðu aldraðra á staðnum. Selfoss: Vantar þjónustu fyrir aldraða FYRNINGARLEIÐIN „Vinnslustöðin hefur verið tekin sem dæmi um fyrirtæki sem færi á hausinn ef fyrningarleiðin svokallaða væri farin. Endurskoðandi Vinnslu- stöðvarinnar er fenginn til að votta að fyrningarleiðin sé vond og fyrirtækið fari á hausinn ef sú leið er farin,“ segir Tryggvi Agn- arsson, lögfræðingur og fram- bjóðandi Nýs afls. Tryggvi segir að hann hafi skoðað síðasta ársreikning Vinnslustöðvarinnar því fyrir- tækið sé á markaði og þar sjái hann að fyrirtækið sé allt öðruvísi en því er lýst í skýrslu end- u r s k o ð a n d a n s . Hann segir eignir félagsins margfalt meiri en talað er um í skýrslunni. Þar sé miðað við rangar forsend- ur. „Davíð Oddsson segir að ekki sé hægt að fara fyrningarleiðina því enginn gjafakvóti sé til leng- ur, allir séu búnir að selja hann. En Vinnslustöðin á hvorki meira né minna en 10 milljarða af slíku góssi, það er hægt að lesa úr töl- unum. Verðmæti hvers kílós er vitað og þeir verðleggja það meira að segja sjálfir,“ segir Tryggvi. Hann segir að í ársreikn- ingi Vinnslustöðvarinnar komi fram að fyrirtækið eigi 15 þúsund þorskígildistonn en í efnahags- reikningi þess komi aðeins fram brot af þeim veiðiheimildum, að- eins sá kvóti sem það hefur keypt af öðrum. Því sé eins og eigið fé þess sé aðeins tveir milljarðar og allir útreikningar endurskoðand- ans gerðir út frá því. Tryggvi segir að ef allar eign- ir félagsins væru teknar inn í efnahagsreikninginn væru eignir þess tólf milljarðar en ekki tveir. Þá er ógetið um einn milljarð sem bætist við vegna væntan- legrar hlutdeildar í 30.000 þorskígildistonnum til viðbótar sem forsætisráðherra hefur boð- að. „Það er rangt að fyrirtækið færi á hausinn í fyrningarleið- inni og það er líka rangt að eng- inn gjafakvóti sé eftir,“ segir Tryggvi. hrs@frettabladid.is ÁRSREIKNINGUR VINNSLU- STÖÐVARINNAR Í ársreikningi vinnslustöðvarinnar kemur fram að fyrirtækið eigi 15 þúsund þorskígildistonn. Tólf milljarðar en ekki tveir Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum hefur verið tekin sem dæmi um að fyrirtæki færu á hausinn ef fyrningarleiðin væri farin. Tryggvi Agnars- son, lögfræðingur og frambjóðandi, er á annarri skoðun. ■ „En Vinnslu- stöðin á hvorki meira né minna en 10 milljarða af slíku góssi.“ TURNER SELUR HLUTABRÉF Fjöl- miðlakóngurinn Ted Turner hefur selt 60 milljónir hluta í AOL Time Warner Inc. fyrir sem svarar um 58 milljörðum íslenskra króna. Turner á enn 45 milljónir hluta eða um eitt prósent af fyrirtækinu. Hlutabréf í AOL Time Warner féllu lítillega í verði í kjölfar söl- unnar. VIÐBRÖGÐ VIÐ HRYÐJUVERKUM Á mánudaginn kemur hefst sjö daga löng æfing í viðbrögðum við hryðjuverkum í borgunum Seattle og Chicago. Markmiðið er að kanna viðbragðshæfni stofnana. Yfir 8.500 manns munu taka þátt í æfingunni en heildarkostnaður er áætlaður um 1,2 milljarðar ís- lenskra króna. ■ Bandaríkin MÍLANÓ, AP Silvio Berlusconi, for- sætisráðherra Ítalíu, kom fyrir rétt í Genóa ákærður fyrir mút- ur. Billjónamæringurinn er ákærður fyrir að múta dómurum í Róm til að „sjá málið frá sinni hlið“ í máli sem snerti einkavæð- ingu á stóru matvælafyrirtæki í eigu ríkisins. Vörn Berlusconi var á þá leið að Bettino Craxi, fyrrverandi for- sætisráðherra, hefði beðið sig um aðstoð í þessu máli því verið væri að selja fyrirtækið undir verði. Craxi hefur sjálfur margoft verið bendlaður við spillingu. Þykir þetta ákaflega bagalegt fyrir ítölsk stjórnvöld, sem taka við forsæti Evrópusambandsins í júlí næstkomandi, ekki síst fyrir þá staðreynd að Berlusconi virðist ávallt hafa annan fótinn í réttar- sölum víðs vegar um Ítalíu. ■ GLAÐBEITTUR Hætt er við að brosið hafi minnkað und- anfarið. Réttað yfir billjónamæringnum: Blásaklaus Berlusconi

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.