Fréttablaðið - 07.05.2003, Page 10

Fréttablaðið - 07.05.2003, Page 10
Megineinkenni ríkisstjórnarDavíðs Oddssonar á liðnu kjörtímabili hefur verið aðgerða- leysi og nokkuð hatrömm vörn um þetta aðgerðaleysi. Tökum nokkur dæmi af þessu: Þeir sem hafa í kosningabarátt- unni látið koma sér á óvart hversu megn óánægja þjóðarinnar er með ranglæti kvótakerfisins og hversu litla trú hún hefur á gildi þessa kerfis til uppbyggingar fiskistofn- anna hafa annað hvort ekkert minni eða taka ekki mark á vilja almenn- ings. Þótt fylgjendur kvótans hafi vonað að þjóðin læri að meta kerfið þá hefur það ekki enn gerst. Til þess eru gallar kerfisins of margir og kostirnir of fáir. Stefna ríkis- stjórnarinnar hefur verið sú að verja kerfið. Gera smávægilegar breytingar á því til að slóvga and- stöðuna um tíma – en fyrst og fremst verja það svo lengi að ekki verði aftur snúið. Þetta er ekki stefnan á yfirborðinu heldur í reynd. Ríkisstjórnin hefur ekki kjark til að gangast við stefnunni. Hún ver því kröftunum í að gera andstæðinga kerfisins tortryggi- lega. Og bíður. Gagnsleysi og ranglæti landbún- aðarkerfisins er öllum augljóst. Það er slæmt í báða enda. Bændur fá ekki eðlilega framfærslu fyrir vinnu sína og neytendur borga tvö- falt og þrefalt verð fyrir vöruna. Ríkisstjórnin hefur ekki aðra stefnu í þessum málum en að bíða. Markmiðið er að sem flestir bænd- ir gefist upp og sem fæstum detti í hug að snúa sér að landbúnaði. Þessi stefna er neytendum dýr og bændum sársaukafull. Þrátt fyrir augljósa vankanta þess að gera ekkert verst ríkisstjórnin af hörku öllum tillögum um breytta stefnu. Hún nennir ekki í átökin. Lífeyrissjóðakerfið íslenska er að koma út úr verstu árum í sögu þess. Í bjartsýniskasti góðærisár- anna um aldamótin brast stjórn- kerfi sjóðanna og sjóðirnir breytt- ust í áhættulánasjóði. Gríðarlegir fjármunir glötuðust. Uppbygging sjóðanna er hins vegar þannig að enginn ber ábyrgð á þessu og flest- um öðrum en Helga í Góu virðist standa á sama. Ríkisstjórninni er alla vega hjartanlega sama. Mörg þeirra fyrirtækja sem harðast styðja stjórnarflokkana hafa notið aðstoðar lífeyrissjóðanna – svo það er ef til vill ekki von á öðru. Það er augljóst að velferðarkerf- ið okkar nær ekki að tryggja þem sem verst standa mannsæmandi af- komu. Því hærra sem þjóðin fer á lista yfir ríkustu þjóðir heims, því smánarlegri verður þessi stað- reynd. Ríkisstjórnin hefur hins vegar ekkert gert til að endurskipu- leggja velferðarkerfið og verst hat- rammlega öllum þeim sem þess óska. Ríkisstjórninni hefur meira að segja tekist að skilgreina for- svarsmenn öryrkja sem helstu and- stæðinga sína og teygir sig langt í að grafa undan trausti þeirra. Stefna stjórnarinnar er að láta landsmenn venjast smáninni undir slagorðinu: Fátækt er víða meiri en hér – ef aðrar þjóðir geta vanist henni getum við það líka. Heilbrigðiskerfið á Íslandi hef- ur einkennst af vinnudeilum, biðlistum og lokunum deilda árum og áratugum saman. Ríkisstjórnin hefur enga stefnu út úr þeim ógöngum aðra en að reyna að smeygja sér framhjá hverjum einstökum vanda. Hana brestur dug til að móta kerfið svo það haldi til lengri tíma. Svona mætti lengi telja. Megin- einkenni ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar hefur verið varðstaða um óbreytt ástand. Það virðist vera trú ráðherranna að breyting- ar séu svo áhættusamar að það sé betri kostur að venjast ágöllum núverandi ástands en að leita leiða til úrbóta. Ástæðan er annað hvort sú að ráðherrarnir eru orðn- ir latir, feitir og værukærir eða þá að ágallar núverandi ástands snerti þá ekki svo mjög persónu- lega og þeir eru of harðbrjósta til að finna til með þeim sem þjást. ■ Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON ■ skrifar um kjörtímabil ríkisstjórnarinn- ar. Það virðist vera trú ráðherranna að breytingar séu svo áhættusamar að það sé betri kostur að venjast ágöllum núver- andi ástands en að leita leiða til úrbóta. 10 7. maí 2003 MIÐVIKUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Suðurgötu 10, 101 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Það var á árinu 1970 að hannréði sig í ágætt skipsrúm. Bát- urinn var aflasæll og framtíð sjó- mannsins tók á sig öruggari mynd. Einu blikurnar sem voru á lofti voru þær að óttast var að þorskstofninn væri á undanhaldi. Svo kom að á árinu 1984 var settur á kvóti – til bráða- birgða, að allir héldu. S j ó m e n n i r n i r sættust á takmark- aðar tekjur. Ekki fór kvótinn og leyfilegur afli rýrnaði ár frá ári. Þorskstofninn óx ekki eins og stefnt hafði verið að og kvótinn minnkaði. Til að mæta minni kvóta gerðu útgerðin og áhöfnin samkomulag um að ákveðinn hluti launa sjómannanna færi til að kaupa kvóta af þeim útgerðum sem höfðu fengið úthlutað frá rík- inu en vildu ekki, nenntu ekki eða sáu sér einhverra hluta vegna ekki fært að sækja þann fisk í sjó sem þær höfðu fengið einkarétt á að gera. Auðvitað var sárt að sjá á eftir nokkrum hluta launanna til þeirra manna sem höfðu ekkert annað gert en að fá staðfestingu frá rík- inu um að þeir einir ættu svo og svo marga fiska í sjónum. En svona var þetta. Hundruð milljóna á mann Árin liðu, og til að mæta minnkandi kvóta og vegna þess að borga þurfti fyrir aðfenginn kvóta tóku sjómennirnir sig til og fækkuðu sjálfum sér. Enginn var ráðinn í skipspláss þeirra sem hættu. Meiri vinna gat komið á móti tollinum sem varð að borga fyrir kvótakaupin. Allur aðkeypt- ur kvóti var skráður á útgerðina, ekki eitt gramm á sjómennina sem vissulega höfðu borgað drjúgan hlut hans. Enn liðu árin. Fyrir ekki löngu síðan féll útgerðarmaðurinn frá. Hann átti nokkur börn sem höfðu aldrei sýnt ævistarfi hans skiln- ing. Þau vildu ekki halda áfram að gera út og seldu allt, bát og kvóta. Hvert þeirra fékk eitthvað um 400 milljónir króna. Líf þeirra tók breytingum. Sum seldu heimili sín og keyptu önnur margfalt stærri, bílarnir urðu flottari og annað var eftir því. Sum réðu ekki neitt við neitt og misstu algjör- lega stjórn á lífinu. Hjónabönd eyðilögðust, börnin urðu frek og leiðinleg. Ekkert var nógu gott og það sem miður fór átti að kaupa til baka. Peningana sem þau höfðu feng- ið eru nú aðrir sjómenn að borga með skertum launum. Viku uppsagnarfrestur Sá sem rætt var um í upphafi og hafði í yfir þrjátíu ár verið hjá sömu útgerð fékk nú uppsagnar- bréf. Hann er með viku í uppsagn- arfrest. Hann fékk ekki krónu fyrir kvótann sem hann hafði í áraraðir borgað með því að sam- þykkja lægri laun svo afla mætti meira en úthlutaður kvóti sagði til um. Nei, hann missti vinnuna og gengur um atvinnulaus. Hann þarf að selja húsið sitt, sem er reyndar verðlítið þar sem allir hinir sjómennirnir og fiskverka- fólkið reyna líka að selja sín heim- ili. Gallinn er bara sá að þar sem erfingjar kvótans hafa ekki áhuga á að vera um kjurrt og hafa selt burt réttinn til að afla tekna er byggðarlagið illa sett. Það er nán- ast verðlaust. Vonandi gengur erf- ingjum vel að fóta sig á hálli braut milljónana. Þessi saga er tilbúningur en samt sönn. Varðhundar kvótaeigenda vara við Frjálslynda flokknum. Fyrir- rennarar þessara manna og tog- araútgerðin vöruðu einnig við vökulögunum á sínum tíma. Þá var varað við og sagt að ef sjó- menn fengju lögboðna sex tíma hvíld á sólarhring myndi ekki að- eins útvegurinn hrynja – þjóðar- hagur gerði það líka. Hræðslu- áróðurinn þá var rangur og hann er það enn. Höfnum gegndarlausum for- réttindum og jöfnum tækifærin.■ Stöndum saman allar sem ein Elín G. Ólafsdóttir skrifar: Flæktist til Akureyrar – fór ákvennafund Samfylkingar. Gott að hitta „landsbyggðarkonur“ sem mér finnst allar vera eins og ég þótt ég sé Reykvíkingur. Hvílík sam- kennd, kraftur og baráttugleði. Landsbyggðar hvað. Pant vera hluti af landsbyggðinni. Pant styðja kvennabaráttukonur hvar sem er á landinu. Pant ekki láta karlafyrir- myndir með kjördæmapot, fyrir- greiðslupólitík, aðgreiningar- stefnu, valdastríð og spillingu villa mér sýn. Minni í því efni á aðferðir bandarískra pólitíkusa sem nota að- allega tvennt til að gera konur nær ósýnilegar og viðhalda völdum. Þeir nota peningana „sína“ og fóst- ureyðingardeilur. Þegar lífið liggur við drepa þeir afdrifaríkum málum eins og stríðskostnaði og annarri spillingu gagngert á dreif til að sun- dra konum og hindra þær í að ná völdum með deilum um fóstureyð- ingar. Allt verður þeim að vopni til að hindra framgang kvenna, aðal- lega kvenfrelsiskvenna. Kvenfrelsiskonur, nú liggur lífið við. Við eigum allar samleið í kom- andi kosningum. Verum allar í framboði – ein fyrir allar og allar fyrir eina hvar sem er á landinu. Styðjum hver aðra til kjörs og styðjum konu í forsæti næstu ríkis- stjórnar. ■ Um daginnog veginn BIRGIR H. BJÖRGVINSSON ■ í 3. sæti á lista Frjáls- lynda flokksins í Reykjavík suður skrifar um afleiðingar kvóta- stefnunnar. Hver á hvað? ■ Bréf til blaðsins Feit, löt og harðbrjósta Jóhann Ársælsson alþingismaður Samfylkingarinnar Atvinnufrelsi í útgerð Við Samfylkingarmenn viljum nota núgildandi afla- markskerfi til að úthluta með almennu útboði þeim við- bótaraflaheimildum sem hugsanlega verða til ráðstöf- unar á næstunni. Arthur hefur kosið að kalla umræð- una um aðganginn að miðunum „karp um það hvernig eigi að úthluta of litlum aflaheimildum“. Þessi ummæli segja allt sem segja þarf um skilning Arthurs á því að fiskurinn í sjónum eigi að vera í sameign þjóðarinnar og að það þurfi að koma á almennum leikreglum. Það er merkilegt að Arthur virðist ekki hafa áhuga á því að atvinnufrelsi komist á í útgerð á Íslandi. Við höfum einnig lagt fram tillögur um hvernig eigi að koma í veg fyrir brottkast og það er stefna okkar að endurskoða þurfi alla stjórn veiðanna frá grunni. Arthur Bogason formaður Landssambands smábátaeigenda Flótti frá kjarna málsins Það er varla þornað blekið á auðlindagjaldslögunum þegar fyrning er orðin hin sanna sáttmálsörk. Auð- lindagjaldtakan átti að bera í sér sátt og frið en ég hélt því fram allan tímann að hún myndi engu slíku skila. Nú á að ná fram réttlætinu með fyrningarleið og ég spái því sama, komi hún til framkvæmda. Í mínum huga er þessi umræða flótti frá kjarna máls, því ég hef mestar áhyggjur af því að við séum að nota fiskveiði- stjórnun sem gengur ekki upp líffræðilega í blönduð- um botnfiskveiðum. Fyrningarleið sem gerir ráð fyrir enn lengri úthlutunartíma en er í kerfinu í dag og tryggir aðferðafræðina Að auki er augljóst hverjir yrðu öflugastir á væntanlegu uppboði kvótanna, þ.e. stórfyrirtækin og stærstu bæjarfélögin. Uppboð kvótanna Skiptar skoðanir ■ Af Netinu Of fáar konur „Nú er það svo að einungis um 20% æðstu stjórnenda ríkisins eru konur. Þessu er nauðsynlegt að breyta og sýnt hefur verið framá með óyggjandi hætti að þessu er hægt að breyta með markvissum aðgerðum...“ GUÐRÚN ÖGMUNDSDÓTTIR Á VEFNUM SAMFYLKING.IS Lífssýn kvenna „Lífssýn kvenna er óneitanlega ekki sú sama og karla. Konur eiga því mikið erindi inn á Al- þingi til að endurspegla áherslur kvenna varðandi framtíð lands og þjóðar.“ SVALA RÚN SIGURÐARDÓTTIR Á VEFNUM TIMINN.IS ■ Sjómaðurinn fékk ekki krónu fyrir kvótann sem hann hafði í áraraðir borg- að með því að samþykkja lægri laun svo afla mætti meira en út- hlutaður kvóti sagði til um. Nei, hann missti vinnuna og gengur um atvinnulaus. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 39.950 M.v. 2 í íbúð, flug, gisting, skattar. 14. og 21. maí. Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800. Nú getur þú tryggt þér síðustu sætin í sólina í maí á hreint ótrúlegum kjörum og tryggt þér síðustu sætin til Benidorm, þessa vinsæla áfangastaðar. Sumarið er komið á Spáni og hér getur þú notið lífsins við frábærar aðstæður og nýtur traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Munið Mastercard ferðaávísunina Síðustu sætin Stökktu til Benidorm 14. maí og 21. maí frá kr. 29.963 Verð kr. 29.963 M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, flug, gisting, skattar. 14. og 21. maí. Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800. SAMFYLKINGIN VILL AÐ 30 ÞÚSUND TONNA KVÓTAAUKNING SEM KOMA Á Í HAUST VERÐI BOÐIN UPP. FR ÉT TA B LA Ð IÐ / VI LH EL M

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.