Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.05.2003, Qupperneq 27

Fréttablaðið - 07.05.2003, Qupperneq 27
7. maí 2003 Hús og garðar 9 Það er ekki þar með sagt að all-ir þeir sem vilja rækta garð hafi græna fingur. Fyrir nýgræð- ingana í garðrækt er mikilvægt að byrja á að skipuleggja reitinn sinn og ákveða hvar á að hafa há tré og hvar lág. Brögð eru að því að fólk viti ekki hversu há trén sem það er að gróðursetja geta orðið, en það veldur síðari tíma vandamál- um, þegar reiturinn, þar sem kaff- ið er drukkið og legið í sólbaði, er kominn í skugga. Þá þarf einnig að huga að vindátt og hvar er besta skjólið. Þegar garðurinn hefur verið skipulagður er langskynsamlegast að leita sér upplýsinga um blóm, tré og runna og vera ekki feiminn að spyrja starfsfólk verslana og garðyrkju- stöðva. Fólk þarf að ákveða hvar það ætlar að hafa sígrænar plöntur og hvar fjölæringa sem blómstra. Gróðrarstöðvarnar eru flestar með vefsíður þar sem hægt er að leita sér upplýsinga, en ekki er hægt að ganga að því vísu að þar séu mynd- ir af plöntunum. Þá er hægt að fara inn á leitarvefinn „google“ og slá inn latneska heiti plöntunnar. Í sumum tilfellum dugir íslenska heitið. Þá er bara að velja og draga svo fram verkfærin og vinnufötin og byrja. ■ VIÐVANINGAR GETA LÍKA RÆKTAÐ GARÐ Þurfa bara að skipuleggja sig vel áður en verkið hefst. Ekki vera feimin að spyrja Nýgræðingar í garðrækt FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI Nokkur ráð frá Stanislas Bohic landslagsarkitekt um hvernig hægt er að fegra pallinn og garðinn. NOTIÐ BLÓMAPOTTA TIL SKRAUTS Keramikpottar eru til í miklu úrvali. Þeir geta sett ótrúlega mikinn svip á umhverfið. VANDIÐ TIL HÚSGAGNA Á VERÖNDINNI Stanislas ráðleggur fólki að hafa falleg hús- gögn á veröndinni. VELJIÐ RÉTTAN GRÓÐUR Afar mikilvægt er að hafa réttan gróður á réttum stað. HAFIÐ SKILVEGGINA ÓREGLULEGA Langir skilveggir gera ekkert fyrir augað. Öðru máli gegnir ef þeir eru óreglulegir og skreyttir blómum. GERIÐ RÁÐ FYRIR AÐSTÖÐU FYRIR RUSLATUNNURNAR „Ruslið þitt á allt gott skilið,“ segir Stanislas hlæjandi. BLANDIÐ SAMAN ÓLÍKU GRJÓTI Sigursteinar og hnullungar mynda skemmtilega heild. NÝTIÐ AFGANGA Ef timbur verður afgangs þegar búið er að smíða pallinn er bráðsniðugt að nota það í tröppur í garðinum.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.