Fréttablaðið - 07.05.2003, Síða 29

Fréttablaðið - 07.05.2003, Síða 29
7. maí 2003 Hús og garðar 11 Þegar leggja á hellur, hvortsem um er að ræða í inn- keyrslu eða í sjálfan garðinn, er jarðvegurinn það fyrsta sem þarf að huga að. Ragnar Eyþórs- son hjá Fínum garði segir nauð- synlegt að byrja á að skipta um jarðveg. „Jarðvegurinn verður að vera frostfrír og sjávargrús er mjög hentugt efni undir hell- urnar. Að vísu er misjafnt hversu langt þarf að jarðvegs- skipta, en ef við erum til dæmis að tala um innkeyrslu þá þarf að grafa alveg 80 sentimetra til metra niður og aðeins út fyrir hellulögnina. Síðan þarf að fylla með grúsi.“ Ragnar segir nauðsynlegt að gera þetta í lögum og þjappa með góðri jarðvegsþjöppu á 30 sentí- metra millibili og bleyta vel í grúsinni í leiðinni. „Þegar búið er að jarðvegs- skipta er sandurinn lagður út og hann þarf líka að jafna, þjappa og bleyta. Þá er sandurinn straujaður eins og kallað er, mað- ur setur leiðara og strengilínur og stillir leiðarana eftir línunum. Síðan eru hellurnar lagðar ofan á, en það þarf að spá í hvar er byrj- að upp á að þurfa ekki að saga hellurnar, best er að hafa þetta þannig að allt stemmi. Síðan eru hellurnar lagðar með örlítilli fúgu á milli og gott er að steypa meðfram jöðrunum á hellulögninni svo hún fari ekki að skríða til. Þá þarf að setja sand í lögnina, fínn pússninga- sandur er bestur, sem dreift er yfir hellulögninga,“ segir Ragnar. Hann segir gott að hafa vatns- slöngu og kúst og sópa sandinum fram og aftur ofan í fúgurnar. „Þegar sandinum er sópað þar í binst lögnin enn frekar saman,“ segir hann og undirstrikar að grunnvinnan skipti gríðarlegu máli og sé að minnsta kosti helm- ingur af lögninni. Hellulagnir: Mikið vandvirknisverk HELLULAGNIR ERU MARGVÍSLEGAR Grunnvinnan er mikilvægust, segir Ragnar Eyþórsson. „GÆGJUGATIГ ER SKEMMTILEGT Í GIRÐINGUNNI Skemmtilegt samspil er milli brúarinnar og steinanna í gatinu. Vönduð húsgögn í garðinn í i Víðihlíð við Vatnagarða Símar: 553 7131 og 560 2596

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.