Fréttablaðið - 07.05.2003, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 07.05.2003, Blaðsíða 48
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Bakþankar ÞRÁINS BERTELSSONAR Nýjustu skoðanakannanir sýna aðallt útlit er fyrir að úrslit kosn- inganna um næstu helgi verði nokkurn veginn alveg eins og úrslit- in voru fyrir 4 árum, nema hvað Frjálslyndi flokkurinn virðist ætla að hala inn heldur fleiri þorskígildi en síðast. LENGI VEL hélt maður að þetta yrði spennandi kosningabarátta, en svo kom annað á daginn: Stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn varð við- skila við þjóðina og hélt að þessar kosningar ættu að snúast um stjörn- ur og stórkostlega leiðtoga og hvort þjóðina dreymdi ekki um að gera borgarstjórann í Reykjavík að for- sætisráðherra – aftur! Það var álíka skynsamlegt og það hefði verið ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði talið sig þurfa sterkari leiðtoga en Davíð og boðið fram kraftajötuninn Magnús Ver. MEÐ ALLRI VIRÐINGU fyrir sterkum leiðtogum og kraftajötnum þá er íslenska þjóðin ekki áttavillt og fáfróð hjörð í foringjaleit. Venjulegt fólk forðast mikla leiðtoga eins og heitan eldinn. Venjulegt fólk vill fá að vera í friði fyrir foringjum, stór- mennskubrölti og tilskipunum og er reiðubúið að sætta sig við ótrúlega dyntótta og sérlundaða verkstjóra ef vinnufriður er til að vinna þau verk sem þarf að leysa af hendi. ÞAÐ VAR mikið dómgreindarleysi að bjóða upp á pólitískan dúkkulísu- leik þegar þjóðin var að vonast til að einhver hefði hlustað eftir andvarpi í þjóðardjúpinu og vildi bjóðast til að leiðrétta það sem aflaga hefur farið á heimilinu í þeim tryllta dansi sem stiginn hefur verið kringum gull- kálfinn á undanförnum árum. Það var mikill feill hjá stærsta stjórnar- andstöðuflokknum að bjóða ekki upp á samstöðu og samfylkingu sam- hents fólk, heldur veðja á einstak- lingsframtak og sterkan og stífan leiðtoga – sem er akkúrat það sem þjóðin hefur meira en nóg af fyrir. Þess vegna mun þjóðin á kjördegi hegða sér eins og maður (eða kona) sem setið hefur lengi yfir glasi og veit innst inni að skynsamlegast væri að hætta leiknum, en segir við barþjóninn: Sama aftur, takk! Sama aftur, takk! Traust forysta Samfylkingin hefur það mjög sér til ágætis að vera fyrsti raunverulegi möguleikinn í áratugi til að verða verulegt afl, verulegt mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn og ofurvald hans í íslenskri pólitík. Samfylkingin hefur það líka sér til ágætis að hafa upp á að bjóða forystumann sem enginn getur efast um að myndi vel valda því hlutverki að leiða ríkisstjórn á Íslandi – en Sjálfstæðisflokkurinn vill telja okkur trú um að erfiðara starf sé ekki til í heiminum og engum treystandi fyrir því nema Davíð. Ef hans nyti ekki við tæki bara við kollsteypa, gott ef ekki plágurnar tólf. Það má að vísu vera að Samfylkingin hafi verið full værukær í kosningabaráttunni og því tapað nokkru frumkvæði – en þetta eru nú samt þeir kostir sem hún hefur upp á að bjóða. Og væri vissulega í sjálfu sér mikið fagnaðarefni í íslenskri pólitík ef hér myndaðist slíkt afl til mótvægis við Sjálfstæðisflokkinn. Illugi Jökulsson Ísland í bítið, 6. maí 2003 Tækifærið er núna!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.