Fréttablaðið - 21.06.2003, Side 4
NEYTENDUR Mikil fylgni er á milli
verðlags á innfluttri mat- og
drykkjarvöru og gengis krónunn-
ar. Verð slíkrar vöru lækkaði um
sjö prósent frá júní í fyrra fram á
daginn í dag á meðan gengisvísi-
talan lækkaði um sömu prósentu-
tölu. Í heild lækkaði verð á inn-
fluttri vöru einungis um 2,2 pró-
sent á sama tímabili, og skýrist
það meðal annars af því að aðrir
vöruflokkar eru lengur að taka
við sér.
„Tengsl vöruverðs og gengis
eru hægvirkari þar sem veltan er
hægari. Þess sjáum við dæmi í bif-
reiðainnflutningi og raftækjum,
en bílasölurnar tóku á sig hærra
innkaupsverð í niðursveiflu krón-
unnar á sínum tíma. Hins vegar
eru ferskar vörur keyptar inn
jafnóðum á því gengi sem er á
hverjum tíma,“ segir Arnór Sig-
hvatsson, deildarstjóri á hag-
fræðisviði Seðlabankans.
Verð nýrra bíla og varahluta er
nú 1,5 prósentum hærra en á sama
tíma í fyrra, þrátt fyrir að gengis-
vísitala krónunnar hafi lækkað úr
129 í 120, samkvæmt tölum grein-
ingardeildar Íslandsbanka, sem
þýðir að öðru óbreyttu að inn-
kaupsverð sé sjö prósentum lægra
nú. Greiningardeildin telur að
hækkun á gengi krónunnar muni
skila sér inn í hagkerfið næstu 12
til 24 mánuðina hvað varðar annað
en matvöru, þar sem vöruvelta er
minni.
Að sögn Arnórs hefur verð á
innfluttum fatnaði og raftækjum
lækkað mikið til lengri tíma, þrátt
fyrir að verðið fylgi gengissveifl-
um ekki fast eftir, og eru þessar
vörur í því tilliti sambærilegar við
bifreiðar.
Smæð landsins og þar af leið-
andi mikill innflutningur veldur
því að fylgnin á milli gengisbreyt-
inga og verðlagsbreytinga er mjög
mikil. Auk þess er innlend sam-
keppni tiltölulega lítil, en sam-
keppni við innflutning veldur því
að verð innlendrar framleiðslu fer
lækkandi samfara sterkari stöðu
krónunnar.
Sérfræðingar Seðlabankans
telja að gengi krónunnar muni
styrkjast næstu árin vegna stór-
framkvæmda og er búist við að
það nái hámarki árin 2005 og 2006.
jtr@frettabladid.is
4 21. júní 2003 LAUGARDAGUR
Á Ísland að segja sig úr Alþjóða-
hvalveiðiráðinu?
Spurning dagsins í dag:
Hefurðu áhyggjur af aukningu vopn-
aðra rána hérlendis?
Niðurstöður gærdagsins
á www.frett.is
60%
40%
Nei
Já
Kjörkassinn
Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun
frétt.is
GALLABUXUR
kr. 490
Virkir dagar frá kl. 10-18
Laugardagar frá kl. 11-16
Sunnudagar frá kl. 12-16
STJÓRNMÁL „Ég hef kosið að tjá mig
sem minnst um þetta. Ég vil þó
segja að þetta var með hreinum
ólíkindum allt saman og málatil-
búnaður forsætisráðherra var
fyrir neðan allar hellur að mínu
mati,“ sagði Hreinn Loftsson,
stjórnarformaður Baugs, í sam-
tali við Morgunvakt Ríkisútvarps-
ins í gærmorgun. Þetta var í
fyrsta sinn síðan í vetur að Hreinn
ræddi um það sem hann kallaði
„fræga bolludagsræðu“ Davíðs
Oddssonar forsætisráðherra. Þá
lýsti Davíð því að Hreinn hefði
sagt sér af því að Jón Ásgeir Jó-
hannesson, forstjóri Baugs, hefði
íhugað að reyna að múta sér með
300 milljónum króna svo hann
hætti sem forsætisráðherra. Dav-
íð var þar að svara fyrir sig vegna
fréttar sem Fréttablaðið sagði um
ótta stjórnar Baugs við að forsæt-
isráðherra myndi með einhverj-
um hætti reyna að skaða fyrir-
tækið. Hreinn Loftsson hafði átt
fund með Davíð í London og eftir
þann fund varaði hann stjórnend-
ur Baugs við að til aðgerða kynni
að koma gegn fyrirtækinu.
Á morgunvaktinni í gær talaði
Hreinn um þessi mál.
„Ég hef hins vegar kosið að vera
ekkert að tjá mig neitt frekar um
þetta, alla vega ekki á þessu stigi,
sjá hver framvindan verður. En
þetta kom auðvitað illa við mig og
mér þótti illt að sitja undir þeim
ásökunum sem að á mig voru born-
ar af hálfu forsætisráðherra, sem
ég hef haft mjög gott samstarf við í
mörg ár. En þannig verður þetta
víst að vera og maður verður bara
að lifa við það. Ég hins vegar hef
ekkert tekið þetta inn á mig og mun
ekki gera það. En þetta var erfitt
tímabil,“ sagði Hreinn í Ríkisút-
varpinu. ■
Hreinn Loftsson:
Málatilbúnaður
Davíðs með ólíkindum
HREINN LOFTSSON
Rauf margra mánaða þögn í gær.
DAVÍÐ ODDSSON
Hélt þrumuræðu um mútur í vetur og
veittist harkalega að Hreini Loftssyni.
STRESSAÐIR JAPANIR Enska orðið
„stress“ sem þýðir streita er það
erlenda orð sem flestir Japanir
þekkja, samkvæmt nýrri könnun
japanskra yfirvalda. Yfir 97% að-
spurðra reyndust skilja merkingu
orðsins. Önnur orð sem margir
könnuðust við voru meðal annars
„document“ eða skjal, „staff“ sem
þýðir starfsfólk og „performance“
í merkingunni frammistaða.
STJÓRN BAUGS
Á aðalfundinum í gær var samþykkt að af-
skrá félagið hjá Kauphöll Íslands. Myndin
er frá fundi nýkjörinnar stjórnar.
Baugur afskráður í
Kauphöllinni:
Hreinn end-
urkjörinn
VIÐSKIPTI Aðalfundur Baugs Group
var haldinn í gær. Þar var sam-
þykkt að afskrá fyrirtækið hjá
Kauphöll Íslands. Yfirtökutilboð
sem Mundur ehf. gerði í alla hluti í
Baugi Group hf. þann 21. maí sl.
rann út á fimmtudaginn 19. júní kl.
16.00. Atkvæðisréttur og eignar-
hlutur Mundar ehf. í Baugi Group
hf. eftir lok yfirtökutímabils tók til
2.205.524.075 hluta eða sem nemur
92,06% af hlutum í Baugi Group hf.
„Það fer bréf strax eftir helgi þar
sem óskað er eftir að félagið verði
tekið af skrá þar sem það uppfyllir
ekki lengur skilyrði fyrir skrán-
ingu,“ sagði Hreinn Loftsson, end-
urkjörinn stjórnarformaður Baugs,
eftir aðalfundinn í gær.
Sú breyting varð á stjórn félags-
ins að Ingibjörg Pálmadóttir kom
inni í stjórnina í stað Tom Kristian-
sen, fulltrúa Reidan í Noregi. Nýr
varamaður stjórnar er Pétur
Björnsson, fyrrum eigandi Vífil-
fells.
Aðrir stjórnarmenn eru Jóhann-
es Jónsson, Hans Kristian Hustad
og Ingibjörg S. Pálmadóttir. Einar
Þór Sverrisson er varamaður. ■
UPPREISNARMENN HAFNA TIL-
BOÐI Tamiltígrar í Sri Lanka hafa
hafnað tilboði stjórnvalda um að
ganga aftur að samningaborðinu
og óskað eftir því að friðarferlið
verði endurskoðað frá grunni.
Uppreisnarmenn hafa ekki gert
nánari grein fyrir hugmyndum
sínum en ætla að hafa samband
við norsku milligöngumennina til
að ræða málin frekar.
■ Asía
HERÆFING
Herlið verður ekki flutt til landsins vegna
átakanna í Írak.
Norður-Víkingur 2003:
Áhersla á
hryðjuverk
VARNARMÁL Heræfing varnarliðs-
ins, Norður-Víkingur 2003, verður
haldin hér á landi 22. til 25. júní. Er
það í samræmi við bókun við varn-
arsamning Íslands og Bandaríkj-
anna. Ekki verður flutningur á her-
liði til landsins vegna átakanna í
Írak. Æfingin felur í sér samhæf-
ingu samstarfsaðila í stjórn-
stöðvum á varnarsvæðum. Meg-
ináhersla verður lögð á viðbúnað og
aðgerðir vegna hryðjuverkaógnar.
Þeir sem taka þátt í æfingunni eru
fulltrúar varnamálaskrifstofu
utanríkisráðuneytisins, sýslu-
mannsins á Keflavíkurflugvelli,
Flugmálastjórnar á Keflavíkurflug-
velli, Landhelgisgæslunnar og Rík-
islögreglustjóra. ■
■ Asía
Matvöruverð sveiflast
eftir gengi krónunnar
Verð innfluttrar mat- og drykkjarvöru hefur lækkað um sjö prósent
síðasta árið samfara hækkandi gengi krónunnar. Hágengið tekur
lengri tíma að hafa áhrif á aðrar vörur.
Jún. ‘02 Júl. ‘02 Ág. ‘02 Sep. ‘02 Okt .‘02 Nóv. ‘02 Des. ‘02 Jan. ‘03 Feb. ‘03 Mar. ‘03 Apr. ‘03 Maí ‘03 Jún. ‘03
Innfluttur matur og
drykkjarvörur
Gengisvísitala
krónunnar
129
130,4 130
121,6
120
127,6
124
128,1
KRÓNAN OG MATVARA
Samkvæmt Greiningardeild Íslandsbanka hefur gengisvísitala íslensku krónunnar lækkað
úr 140 í 120 síðasta eitt og hálft ár, sem þýðir að krónan hefur styrkst verulega gagnvart
helstu gjaldmiðlum. Þar sem matvörur eru fluttar ferskar til landsins er náin fylgni milli
verðs innfluttrar matvöru og gengisbreytinga og hefur samkeppnin áhrif á innlenda vöru
til lækkunar.
Gassprenging í
skólaeldhúsi:
Heima-
vist féll til
grunna
TYRKLAND, AP Tíu börn létu lífið og
þrettán slösuðust þegar íslamskur
heimavistarskóli hrundi til grunna í
borginni Kayseri í Tyrklandi. Talið
er að gassprenging hafi orðið í eld-
húsi skólans og valdið því að bygg-
ingin féll saman.
Atvikið átti sér stað um miðja
nótt og voru flestir nemendanna í
fasta svefni. Björgunarmenn nutu
aðstoðar sérþjálfaðra hunda við að
leita að slösuðum ungmennum sem
voru föst í rústunum. ■
EFNAHAGSMÁL Matsfyrirtækið
Standard & Poor’s telur skuldir Ís-
lands við útlönd miklar í öllum
geirum Þjóðarbúsins.
Fyrirtækið staðfesti samt í
gær allar lánshæfiseinkunnir
landsins, þar með talið einkunn-
irnar AA+/A-1+ fyrir lán í íslensk-
um krónum og A+/A-1+ fyrir lán í
erlendri mynt. Sérfræðingar fyr-
irtækisins telja íslenska hagkerf-
ið auðugt og sveigjanlegt og nefna
að áætlað sé að þjóðarframleiðsla
á mann muni nema rúmlega 2,7
milljónum króna á árinu og að
hagvöxtur verði um 2,5%.
Þrátt fyrir miklar skuldir telur
Standard & Poor’s stöðu ríkisfjár-
mála vera góða þó útgjöld hafi ít-
rekað orðið meiri en ætlað hafi
verið og fjárlög séu ekki gerð til
langs tíma í senn. Samkvæmt fyr-
irtækinu námu hreinar skuldir við
útlönd 244% af heildarútflutn-
ingstekjum á árinu 2002 og þá
segir fyrirtækið að skammtíma-
skuldir hafi einnig vaxið.
Standard & Poor’s telur horfur
í efnahagsmálum vera stöðugar,
en bendir á að nauðsynlegt verði
fyrir stjórnvöld að beita aðhaldi í
ríkisfjármálum og peningamálum
á næstu árum vegna mögulegs
misvægis sem geti myndast í hag-
kerfinu samfara bygginu álvera
og virkjana. ■
SEÐLABANKI ÍSLANDS
Standard & Poor’s bendir á að þrátt fyrir
skjótan viðsnúning viðskiptajafnaðarins og
skipulega eflingu gjaldeyrisstöðu Seðla-
bankans hafi erlend lausafjárstaða þjóðar-
búsins einungis batnað lítillega. Hún sé nú
með því lægsta sem þekkist meðal ríkja
sem hafi lánshæfiseinkunn.
Standard & Poor’s staðfestir lánshæfiseinkunnir Íslands:
Skuldir við útlönd eru miklar