Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.06.2003, Qupperneq 17

Fréttablaðið - 21.06.2003, Qupperneq 17
LAUGARDAGUR 21. júní 2003 17 Lilló, Diddó og Fiffó Þetta er ævafornt,“ segir Frið-rik Þór Guðmundsson, nýráð- inn ritstjórnarfulltrúi tímarits- ins Mannlífs, kallaður Lilló. „Þar á ég við að þetta festist við mig þegar ég var mjög lítill, og eins og gælunafnið ber með sér stafaði það af skorti á stærð. Mig grunar allt eins föður minn sem upphafsmann, bróðir föður míns var kallaður Lilli og þetta hefur hugsanlega verið til að- greiningar. Þetta átti svo sem ágætlega við, ég var ekki minnstur í bekknum en með þeim minni.“ Friðrik segist aldrei hafa ver- ið strítt á þessu gælunafni og ekki haldinn neinum fóbíum út af því. „Ég hef ekkert skammast mín fyrir nafnið enda er það ennþá ljóslifandi í nánasta vina- hópi og fjölskyldu. En svo eru auðvitað sumir sem eiga erfitt með að kalla mig þetta.“ Þegar Friðrik komst á ung- lingsár rættist úr stærðinni og hann tók góðan vaxtarkipp, svo Lilló átti vart við lengur. Hann gengst þó enn glaður við nafn- inu hvenær og hvar sem er. „Ég hef líka stundum litið á þetta sem hálfgert skáldanafn, ef ég vildi fela mig, skilurðu, en ég er nú alltaf að skrifa eitt- hvað,“ segir Friðrik, sem er þó enn óútgefinn og biður blaða- mann fyrir leyndarmálið. Gælunafngiftir í nánasta um- hverfi Friðriks eru svolítið í þessum stíl, hann á bræður sem heita Pétur, kallaður Diddó, og Jón kallaður Onni. Þá á hann frænda sem er alnafni hans og kallaður Fiffó. “En það er nú kannski lógík í einhverju af þessu,“ segir Friðrik. ■ KRISTJÁN „BJÖSSI“ JÓNSSON Var frá upphafi aldrei kallaður annað en Bjössi. Kristján kall- aður Bjössi Ég heiti Kristján Guðbjörn ogþaðan kemur Bjössanafnið. Ég veit eiginlega ekki af hverju, en ég var frá upphafi aldrei kallaður annað en Bjössi og skrifaði mig alltaf Björn Jónsson,“ segir Krist- ján Guðbjörn Jónsson, kallaður Bjössi. Hann er frá Ísafirði og segir þetta bara hafa verið þannig fyrir vestan. „Alls konar gælunöfn eru algeng úti á landi þar sem allir þekkja alla, fólk er gjarnan kallað eitthvað allt annað en það er skírt. En svo er nú alltaf einhver skýr- ing á nafngiftunum þegar að er gáð.“ Björn segir fólk oft sperra eyr- un í undrun þegar hann er nýbú- inn að kynna sig sem Kristján og í næstu andrá kalli konan hans hann Bjössa. „Það þykir fólki skondið,“ segir Kristján, sem var skírður í höfuðið á fósturafa sín- um og ömmu, Kristjáni og Guð- björgu. Nú erum við orðnir þrír Kristjánarnir og kannski jafn gott að einn sé kallaður Bjössi.“ ■ Örn kallaður Jonni Ég átti að heita Guðjón í höfuð-ið á afa mínum, segir Örn Guð- mundsson, starfsmaður hjá A. Karlsson hf., sem er alltaf kallað- ur Jonni. „Foreldrar mínir kölluðu mig Jonna áður en ég var skírður, en svo snerist þeim hugur og létu gefa mér nafnið Örn. Jonna-nafn- ið hefur þó loðað við mig alla tíð.“ Aðspurður viðurkennir Örn að fólki finnist það oft skrýtið þegar hann kynnir sig sem Örn og sé svo stuttu síðar ávarpaður Jonni. En það venst,“ segir hann. ■ FRIÐRIK ÞÓR GUÐMUNDSSON Var snemma kallaður Lilló og nafnið festist við hann þó síðar rættist úr stærðinni.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.