Fréttablaðið - 21.06.2003, Qupperneq 30
20. júní 2003 FÖSTUDAGUR
Datt inn í þáttinn City Folks áRíkissjónvarpinu um daginn.
Hugmyndin bráðsnjöll og gaman
að kynnast lífi fólks í hinum ýmsu
borgum veraldarinnar. Í brotinu
sem ég sá var skyggnst inn í líf
ítalskra feðga og fjölskyldna
þeirra, búsettra í Þýskalandi.
Karlarnir ráku ítalskan veitinga-
stað, unnu eins og rófulausir
hundar og nutu hverrar stundar í
botn. Svo barst myndin heim til
þess eldri og þá fór nú að kárna
gamanið. Eiginkonan, eins og sag-
arblað í framan af tómri óham-
ingju, sagðist aldrei hafa getað
fellt sig við að búa í Þýskalandi.
„Ég er alltaf ein,“ sagði hún milli
samanbitinna vara. „Þú gætir nú
farið í göngutúra,“ sagði kallinn.
„Ekki ein,“ endurtók konan sár.
„Þú gætir nú heimsótti syni þína,“
sagði bóndinn. „Ekki ein,“ sagði
konan grátklökk og var nú orðin
morkin í andlitinu af reiði og
beiskju. Karlinn hristi höfuðið og
sýndi eiginkonu sinni til margra
ára enga samúð. Þessi arma kyn-
slóð, hugsaði ég og langaði að taka
næstu vél út, dubba þá gömlu upp
í bleikt og hrista hana blíðlega inn
í nútímann.
Sá svo glimt af viðtali Jóns
Ólafs við Bjögga í þættinum Af
fingrum fram og það rifjaðist upp
hvað Bjöggi var æðislegur og illa
tenntur. Bjöggi sagðist hafa lagt
undir sig gamla Lídó með hljóm-
sveitinni Ævintýri. „Það varð svo
seinna Tónabær og er nú Frétta-
blaðið – held ég....“ sagði Björg-
vin. Tjahá... ■
Við tækið
EDDU JÓHANNSDÓTTUR
■ langaði til Þýskalands að hrista upp í
óhamingjusömu húsfreyjunni sem
ekkert getur ein.
Eins og sagarblað í framan
18.00 Robert Schuller
19.00 Jimmy Swaggart
20.00 Billy Graham
21.00 Praiase the Lord
23.00 Robert Schuller
0.00 Miðnæturhróp
0.30 Nætursjónvarp
Með áskrift að stafrænu sjón-
varpi Breiðbandsins fæst
aðgangur að rúmlega 40
erlendum sjónvarpsstöðvum,
þar á meðal 6 Norðurlanda-
stöðvum. Nánari upplýsingar
um áskrift í síma 800 7000.
15.45 Trans World Sport (Íþróttir um
allan heim)
16.45 FIFA Confederations Cup 2003
(Álfukeppnin) Bein útsending frá leik
Kamerúns og Tyrklands í B-riðli.
18.40 FIFA Confederations Cup 2003
(Álfukeppnin) Bein útsending frá leik
Brasilíu og Bandaríkjanna í B-riðli.
20.40 MAD TV (MAD-rásin) Geggjaður
grínþáttur þar sem allir fá það óþvegið.
Þátturinn dregur nafn sitt af samnefndu
skopmyndablaði sem notið hefur mikilla
vinsælda.
21.35 Snakes & Ladders (Einstigi)
Rómantísk gamanmynd. Vinkonurnar
Jane og Kate eru listamenn sem troða
upp á götum og í krám í Dyflinni á Ír-
landi. Aðalhlutverk: Pom Boyd, Gina
Moxley, Seam Hughes, Rosaleen Lineh-
an. Leikstjóri: Trish McAdam. 1996.
23.10 Arturo Gatti - Micky Ward Út-
sending frá hnefaleikakeppni í Atlantic
City. Á meðal þeirra sem mættust voru
veltivigtarkapparnir Arturo Gatti og Micky
Ward. Þetta var þriðji bardagi erkióvin-
anna, Ward sigraði fyrst en svo kom Gatti
fram hefndum. Áður á dagskrá 7. júní
2003.
1.00 Lennox Lewis - V. Klitschko
Bein útsending frá hnefaleikakeppni í
Los Angeles. Á meðal þeirra sem mætast
eru Lennox Lewis, heimsmeistari í
þungavigt, og Vitali Klitschko.
4.00 Dagskrárlok og skjáleikur
8.00 Barnatími Stöðvar 2
11.25 Tiddi
11.35 Yu Gi Oh (22:48) (Skrímslaspil-
ið)
12.00 Bold and the Beautiful (Glæstar
vonir)
13.20 Random Passage (Út í óvissuna)
14.05 Vikan í enska boltanum
14.30 Anna & the King (Anna og
kóngurinn) Þessi mynd fjallar um enska
kennarann Önnu Leonowens sem fór til
Síams um 1860 til þess að kenna börn-
um konungsins. Smám saman dregst
hún inn í ýmis mál konungsins, allt frá
persónulegum málum kvenna hans til al-
varlegra utanríkismála og stríðs. Á meðan
á þessu stendur kviknar ást á milli þeirra.
Aðalhlutverk: Jodie Foster, Chow Yun-Fat,
Ling Bai. Leikstjóri: Andy Tennant. 1999.
16.55 Monk (5:12) (Mr. Monk Goes To
The Asylum)
17.40 Oprah Winfrey
18.30 Fréttir Stöðvar 2
18.55 Lottó
19.00 Friends 5 (6:23) (Vinir)
19.30 Summer Catch (Sumarást) Róm-
antísk gamanmynd. Aðalhlutverk: Freddie
Prinze Jr., Jessica Biel, Matthew Lillard.
Leikstjóri: Michael Tollin. 2001.
21.20 Zoolander Bráðskemmtileg mynd
sem kemur öllum í gott skap. Aðalhlut-
verk: Ben Stiller, Owen Wilson, Will Ferrell,
Milla Jovovich. Leikstjóri: Ben Stiller. 2001.
22.55 Goodbye Lover (Bless elskan)
Spennumynd um svik og undirferli. Aðal-
hlutverk: Patricia Arquette, Dermot Mulro-
ney, Ellen Degeneres, Mary-Louise Parker,
Don Johnson. Leikstjóri: Roland Joffe.
1999. Stranglega bönnuð börnum.
0.35 Scary Movie 2 (Hryllingsmyndin
2) Sprenghlægileg hryllingsmynd þar
sem margar af vinsælustu spennumynd-
um síðari ára fá það óþvegið. Aðalhlut-
verk: Marlon Wayans, Shawn Wayans,
James DeBello, Anna Faris. Leikstjóri:
Keenen Ivory Wayans. 2001.
1.55 Anna & the King (Anna og
kóngurinn)
4.20 Friends 5 (6:23) (Vinir)
4.40 Tónlistarmyndbönd frá Popp
TíVí
6.00 Alvin and the Chipmunks
8.00 Kevin & Perry
10.00 Bounce (Á vit örlaganna)
12.00 Wit (Óbuguð)
14.00 Alvin and the Chipmunks
16.00 Kevin & Perry
18.00 Bounce (Á vit örlaganna)
20.00 Wit (Óbuguð)
22.00 Kalifornia
0.00 Pitch Black (Myrkraverur)
2.00 Bravo To Zero (Sérsveitin)
4.00 Kalifornia
7.00 Meiri músík
12.00 Lúkkið
14.00 X-TV..
15.00 Trailer
16.00 Geim TV
17.00 Pepsí listinn
19.00 XY TV
20.00 Meiri músík
Stöð 2
21.20 Sjónvarpið 22.35
Riddarabragð (The White Knight
Stratagem) er fjórða og síðasta
myndin úr bresku sakamála-
syrpunni Morðgátur (Murder
Rooms) sem er frá 2001. Þar
fást þeir Arthur Conan Doyle,
höfundur sagnanna um Sher-
lock Holmes, og dr. Joseph Bell,
kennari hans, við enn eitt dular-
fullt mál og veitir ekki af allri
sinni kænsku og útsjónarsemi
til að ráða gátuna. Aðalhlutverk
leika Charles Edwards, Ian Ric-
hardson, Rik Mayall og Annette
Crosbie og leikstjóri er Paul
Marcu
Fyrirsætan
Ben Stiller
13.30 Dateline (e)
14.30 Mótor - Sumarsport
15.30 Jay Leno (e)
16.00 Djúpa laugin (e)
17.00 World’s Wildest Police Videos
(e)
18.00 ,,Fólk - með Sirrý“ í sumarbún-
ingi Lokaþátturinn verður sendur út frá
hjarta Reykjavíkur þar sem listamenn og
góðir gestir koma fram. Úrslit áhorfenda
liggja þá fyrir í valinu á ,,Framúrskarandi
fólki“.
19.00 Traders (e)
20.00 MDs Þættirnir gerast á sjúkra-
húsi og meðal leikara eru skoski sjarm-
urinn John Hannah og hinn írskættaði
William Fichtner sem leikur galgopann
William Kellerman.
21.00 Leap Years
22.00 Law & Order SVU (e) Stabler og
Benson, Munch og Tutuola undir stjórn
Don Cragen yfirvarðstjóra og Alexöndru
Cabot saksóknara leita allra leiða til að
finna tilræðismenn, nauðgara og annan
sora og koma þeim bakvið lás og slá.
22.50 Philly (e) Spennandi réttar-
drama.
23.40 Tvöfaldur Jay Leno (e) Enginn
er eyland og því bjóðum við upp á tvö-
faldan skammt af Jay Leno en hann er
einmitt tvíræður, tvöfaldur (í roðinu), tví-
fari (á sér marga) og eldri en tvævetra.
1.10 Dagskrárlok Sjá nánar á
www.s1.is
9.00 Morgunstundin okkar
9.02 Mummi bumba (25:65)
9.08 Stjarnan hennar Láru
9.19 Engilbert (18:26)
9.20 Póstkassinn (64:70)
9.30 Albertína ballerína (21:26)
9.45 Hænsnakofinn (11:13)
10.03 Babar (14:65)
10.04 Póstkassinn (65:70)
10.18 Gulla grallari (34:52)
10.55 Timburmenn (2:10) Smíðaþáttur
á léttum nótum í umsjón Arnar Árnason-
ar og Guðjóns Guðlaugssonar smiðs. e.
11.10 Kastljósið Endursýndur þáttur
frá föstudagskvöldi.
11.35 Í einum grænum (7:8) Ný garð-
yrkjuþáttaröð þar sem tekið er á því hel-
sta sem lýtur að fegrun garða.
12.00 Út og suður (6:12) Myndskreytt-
ur spjallþáttur.
12.25 Hlé
15.30 Leitin að réttu öldunni
16.25 Opna Ástralíumótið í sam-
kvæmisdönsum Karen Björk Björgvins-
dóttir og Adam Reeve, keppa fyrir Ísland.
18.00 Táknmálsfréttir
18.10 Enn og aftur (3:19) (Once and
Again)
18.54 Lottó
19.00 Fréttir, íþróttir og veður
19.40 Laugardagskvöld með Gísla
Marteini
20.25 Fjölskylda mín (3:13) (My
Family II)
21.00 Utanbæjarfólk (The Out of
Towners) Bráðskemmtileg gamanmynd
frá 1999 með Goldie Hawn og Steve
Martin í aðalhlutverkum.
22.35 Morðgátur - Riddarabragð
(Murder Rooms: The White Knight
Stratagem) Bresk sakamálamynd frá
2001. Leikstjóri: Paul Marcus. Aðalhlut-
verk: Charles Edwards, Ian Richardson,
Rik Mayall og Annette Crosbie.
0.05 Verðir laganna (U.S. Marshals)
Kvikmyndaskoðun telur myndina ekki
hæfa fólki yngra en 16 ára. Leikstjóri:
Stuart Baird.Aðalhlutverk: Tommy Lee
Jones, Wesley Snipes, Robert Downey,
Joe Pantoliano og Irene Jacob. e.
2.10 Útvarpsfréttir í dagskrárlok
Riddarabragð
Zoolander er bráðskemmtileg
mynd sem kemur öllum í gott
skap. Derek Zoolander var út-
nefndur besta karlfyrirsætan
þrjú ár í röð. En það er kalt á
toppnum og nú hefur annar
hrifsað hásætið af Zoolander,
sem þarf að hugsa sinn gang.
Ekki skortir verkefnin en það
sem hann tekur sér næst fyrir
hendur gæti fært honum fleiri
aðdáendur en nokkru sinni fyrr.
Á meðal leikenda eru Owen Wil-
son, Will Ferrell, Milla Jovovich
og Ben Stiller, sem einnig er
leikstjóri. Myndin er frá árinu
2001.
SJÓNVARP Mikið umtal hefur mynd-
ast kringum voveiflegan dauða
ungrar leikkonu í Bretlandi sem
lék í vinsælli sápuóperu þarlend-
is.
Hinn 22 ára gamla Laura
Sadler, sem fór með hlutverk
hjúkrunarfræðings í spítala-
dramanu Holby City, féll niður af
svölum á annarri hæð og lá á gjör-
gæslu í fimm daga áður en hún lét
lífið á fimmtudagskvöldið af
áverkunum.
Slysið, ef það var þá slys, átti
sér stað heima hjá kærasta Lauru,
George Calil, sem leikur einnig
kærasta hennar í Holby City. Lög-
reglan handtók hann eftir atburð-
inn og yfirheyrði. Calil er nú
frjáls ferða sinna gegn tryggingu
og málið er í rannsókn. Calil seg-
ist vera algjörlega eyðilagður en
komið hefur í ljós að parið hafði
bæði neytt vodka og kókaíns þetta
kvöld.
Dagskrárstjórar BBC, sem
sýnir þáttinn, eru tvístígandi um
hvort sýna eigi þættina áfram,
eða í það minnsta þá sem hún var
búin að leika í, og framtíð Calils í
þáttunum er einnig óljós. BBC
talaði að lokum við fjölskyldu
Lauru, sem samþykkti óbreyttar
sýningar á þáttunum. Hún hafði
leikið í átta þáttum sem ekki hafði
verið sjónvarpað.
Mótleikarar hennar í sápunni
eru harmi slegnir og hafa margir
þeirra tjáð sig um áfallið í fjöl-
miðlum ytra. ■
LAURA SADLER
Féll fram af svölum á sunnudagsmorgun
eftir gleðskap, en óljóst er hver aðdrag-
andinn var. Hún lést af áverkum sínum á
fimmtudag.
Holby City:
Aukaleikkona í
vinsælli sápu deyr
ÚTSALAN
BYRJAR
Í DAG
21 JÚNÍ
30-50%
afsláttur
Glæsilegt
úrval
Þá er gott að eiga nokkur kg af harðþurrkuðum saltfiski frá okkur,
það eru margar evrur í kílóinu. Ef allt fer á besta veg er frábært
að borða hann sjálfur. Við pökkum honum svo inn og þú getur
haft hann í sömu tösku og síðkjólin og smókinginn. Ef þú trúir
okkur ekki þá er bara að setj'ann í skótöskuna.
SPÁNARFARAR - PORTÚGALSFARAR
Pöntunarsímar:
564- 2783
551-2783
562-2738
Verzlanir Svalbarða
Reykjavíkurvegi 66 og
Framnesvegi 44
Spánverjar tóku upp evruna fyrir tveimur árum.
Evran hefur staðið sig vel og er sterk
Þó er enn á Spáni gjaldmiðill sem er enn sterkari en Evran.
Þú getur tapað peningum þínum og kortinu!
30