Fréttablaðið - 21.06.2003, Qupperneq 37
LAUGARDAGUR 21. júní 2003
■ Nýjar bækur
taktu
eftir...
debenhams
S M Á R A L I N D
20%
afsláttur
af völdum bolum
í öllum deildum
um helgina.
Tilboð
Gildir áfram til 25. júní.
75 ÁRA Steingrímur Hermannsson,
fyrrverandi forsætisráðherra,
verður 75 ára á sunnudaginn og
ætlar að halda upp á daginn með
sínum nánustu í sumarbústað sín-
um í Reykholtsdal. „Ég verð
hérna á sunnudaginn og tek á
móti nánustu fjölskyldu og
tengdafólki,“ segir Steingrímur,
sem ætlar að nota daginn í dag til
þess að undirbúa gestamóttök-
una.
„Ég er búinn að gróðursetja
200 tré hérna í vor og ætla að
gera meira af því en ætli ég verði
ekki mest í því að taka til ef ein-
hver skyldi koma,“ bætir Stein-
grímur við, en hann stefnir einnig
að því að vera búinn að slá blett-
inn og snyrta innkeyrsluna áður
en afmælisdagurinn rennur upp.
Steingrímur hefur stundað
íþróttir alla tíð og hefur aldrei
hlíft sér við líkamlega vinnu.
Hann telur sig vera í ágætis
formi og lætur aldurinn ekki
halda aftur af sér svo heitið geti.
„Aldurinn er afstæður á með-
an maður heldur heilsunni þó út-
haldið sé vissulega ekki það sama
og það var, en mér er nú sagt að
það sé eðlilegt.“ Steingrímur
heldur þó sínu striki og slær lítið
af. „Ég held að það vitlausasta
sem eldra fólk getur gert sé að
koðna niður fyrir framan sjón-
varpið. Sjónvarpið getur verið
gott, svo langt sem það nær, en ég
er á þeirri skoðun að líkamleg
áreynsla sé mönnum nauðsynleg
svo lengi sem þeir lifa,“ sagði
hann í viðtali við Fréttablaðið fyr-
ir nokkrum vikum og áréttar
þessa skoðun sína nú.
„Þegar ég er á annað borð að
vinna hérna byrja ég snemma og
er að til þrjú eða fjögur og fer þá
í heita pottinn og slaka á. Ég hef
mikla trú á því að það sé hverjum
manni hollt að vinna og þá ekkert
síður líkamlega vinnu, sem ég
held að sé ákaflega holl.“
Steingrímur segist alls ekki
hafa það fyrir reglu að halda stór-
veislur á svokölluðum stórafmæl-
um þó það hafi vissulega komið
fyrir. „Þegar ég var utanríkisráð-
herra hélt ég veislu í Listasafni
Hafnarfjarðar. Það komu um 700
manns, þannig að það var víst
stórveisla. Þegar ég varð 50 ára
hélt ég upp á það með opnu húsi á
Ísafirði í miðri kosningabaráttu
1978. Það létu margir sjá sig, sem
var mjög ánægjulegt.“
thorarinn@frettabladid.is
Háskólaútgáfan hefur gefið útbókina Minni um nokkra ís-
lenska listamenn eftir Gylfa Þ.
Gíslason, fyrrverandi prófessor,
alþingismann og ráðherra. Bókin
inni-
heldur
greinar
um
ýmsa
frem-
stu
lista-
menn
þjóðar-
innar á
20. öld,
en
Gylfi
þekkti
marga
þeirra
náið. Þeirra á meðal voru séra
Friðrik Friðriksson, Gunnar
Gunnarsson, Gunnlaugur Schev-
ing, Halldór Laxness, Jóhannes
Kjarval, Jón Helgason, Jón Leifs,
Jón Stefánsson, Nína Tryggva-
dóttir, Páll Ísólfsson, Rögnvaldur
Sigurjónsson, Sigurður Nordal,
Stefán Íslandi, Svavar Guðnason,
Tómas Guðmundsson, Valur
Gíslason, Þorvaldur Skúlason,
Þórarinn Guðmundsson og Þór-
bergur Þórðarson.
Mál og menning hefur gefiðKóran, hina helgu bók mús-
líma, út í nýrri og endurskoðaðri
þýðingu Helga Hálfdanarsonar. Í
Kóraninum eru skráðar opinber-
anir þær sem Gabríel erkiengill
miðlaði Múhameð spámanni allt
frá því hann tók að boða hina
nýju trú árið 610 til dauða spá-
mannsins árið 632.
Kóraninn er elsta og lang-
merkasta verk klassískra bók-
mennta araba. Múslímar telja
hann vera hið óskeikula orð Allah
og í honum eru þær reglur um
rétta breytni
sem lífsmáti
þeirra byggist
á.
Helgi Hálf-
danarson er
löngu þjóð-
kunnur sem
mikilvirkasti
og snjallasti
þ ý ð a n d i
h e i m s b ó k -
mennta á ís-
lensku.
Afmæli
STEINGRÍMUR
HERMANNSSON
ætlar að halda upp á 75 ára afmælið á
sunnudaginn í sveitasælunni í
Reykholtsdal. Nánustu ættingjar munu
koma og fagna með honum en hann
kann ágætlega við fámennar veislur þó
hann hafi, stöðu sinnar vegna, vissulega
tekið á móti hundruðum manna á
stórafmælum.
Eðlilegt að
úthaldið minnki
STEINGRÍMUR HERMANNSSON
„Ég hef mikla trú á því að það sé hverjum manni hollt að vinna og þá ekkert síður líkamlega vinnu, sem ég held að sé ákaflega holl.“
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T