Fréttablaðið - 21.06.2003, Síða 26
■ ■ FUNDUR
10.30 Utanríkisráðuneytið og Stofn-
un stjórnsýslufræða og stjórnmála
standa fyrir morgunverðarfundi í Nor-
ræna húsinu. Tilefnið er heimsókn dr.
David M. Malone, þekkts fyrirlesara um
alþjóðamál. Fundurinn stendur til kl. 12.
■ ■ SÝNINGAROPNANIR
14.00 Jonna opnar myndlistarsýn-
ingu í ash Keramik Lundi í Varmahlíð.
Myndirnar sem hún sýnir eru unnar í
ullarþófa. Sýningin stendur til 14. júlí.
■ ■ TÓNLIST
14.00 Fyrstu tónleikar sumarsins í
Árbæjarsafni í húsinu við Lækjargötu 4.
Nemendur í tónlistardeild Listaháskóla
Íslands annast tónleikaröðina. Efnisskrá-
in er fjölbreytt, Gróa Margrét Valdi-
marsdóttir leikur á fiðlu og fram koma
Kolbrún Hulda Tryggvadóttir sópran og
Sólveig Samúelsdóttir mezzosópran.
16.00 Sumartónleikaröð veitinga-
hússins Jómfrúrinnar við Lækjargötu.
B3 tríó leikur en tríóið skipa þeir Agnar
Már Magnússon á orgel, Ásgeir J. Ás-
geirsson á gítar og Helgi Svavar Helga-
son á trommur.
20.00 Hátíðartónleikar í félags-
heimilinu í Bolungarvík þar sem leikið
verður blandauð efni við allra hæfi. Tón-
leikarnir eru liður í dagskránni Við Djúp-
ið sem fram fer á Vestfjörðum um helg-
ina.
22.00 Sólstöðutónleikar í Nor-
ræna húsinu sem eru liður í Norræn-
um sumartónum. Flutt verða smáverk,
náttúrustemningar og þjóðlög af ýmsu
tagi fyrir einleikshljóðfæri, söng eða
samleik.
21.00 Tónleikar Guðrúnar
Gunnarsdóttur, Óður til Ellýjar, ásamt
hljómsveitarmeðlimunum Eyþóri
Gunnarssyni, Birgi Bragasyni, Sigurði
Flosasyni, Erik Qvick og gestasöngvar-
anum Friðriki Ómari Hjörleifssyni.
Tónleikarnir eru í Ketilshúsinu.
■ ■ LEIKLIST
20.00 Aukasýning á Veislunni í
Þjóðleikhúsinu. Verkið er eftir Thomas
Vinterberg og Mogens Rukov en leik-
gerð er í höndum Bo hr. Hansen.
20.00 Leikritið Sellófon sýnt í Fé-
lagsheimilinu Herðubreið í Seyðisfirði.
20.00 Rómeó og Júlía sýnt á Litla
sviðinu í Borgarleikhúsinu. Verkið er
sett upp í samstarfi við Vesturport.
■ ■ ÚTIVIST
17.00 Hin árlega sólstöðuganga
verður að þessu sinni gengin um Öskju-
hlíð, á sumarsólstöðum. Lagt verður af
stað frá Perlunni vestanverðri og gengið
fram að sólstöðumínútu. Farinn verður
hægagangur og verður því hægur vand-
inn að spjalla við samferðamenn.
■ ■ SAMKOMUR
13.00 Barnaskemmtun á Ingólfs-
torgi á vegum Ungmennadeildar
Rauða kross Íslands í Reykjavík. Það
eru Rauða kross félagar í Gegn ofbeldi
hópnum sem standa að skemmtuninni.
Unga fólkið ætlar að vera með
hoppukastala, andlitsmálningu og fleira
til að skemmta yngstu kynslóðinni.
14.00 Jónsmessuhátíð á Eyrar-
bakka. Sjöfn Har verður með opnar
dyr á vinnustofu sinni í gömlu Raf-
stöðinni.
14.00 Liður í Jónsmessuhátíð á
Eyrarbakka. Ljósmyndasýningarnar
Þorpsbúar og Kommóðumyndir frá
menningarhátíðinni Vor í Árborg verða
endursýndar á Stað.
26 21. júní 2003 LAUGARDAGUR
✓
✓
✓
Við fengum þessa hugmynd ífyrra að vera með norræna
sumartóna. Við vildum í fyrsta
lagi nota Norræna húsið og í öðru
lagi vildum við brydda upp á ein-
hverri nýjung. Það sem gerðist
var að við duttum niður á þessa
fjársjóðskistu sem norræn músík
er,“ segir Hallfríður Ólafsdóttir.
Að sögn Hallfríðar er ótrúlega
mikið til af fallegri norrænni tón-
list. „Það er ekki aðeins ný tónlist
sem við erum að fást við heldur
einnig eldri tónsmíðar. Þær tala
mjög sterkt til okkar og ætli það
sé ekki þetta samnorræna sem
veldur því.“ Hugmyndin, sem
spratt upp fyrir um ári, hefur
þróast enn frekar og í ár eru tón-
leikarnir þrír talsins. „Við ákváð-
um að halda eina sólstöðutón-
leika, hefðbundna kammertón-
leika og einnig tónleika sem ætlað
er að höfða til barna. Á sólstöðu-
tónleikunum ætlum við að leika
styttri verk sem byggð eru á
þjóðlögum, smáverk og náttúru-
stemningar.“ Hallfríður segir að
fjölbreytileikinn verði ráðandi á
tónleikunum enda ætli þau ekki
endilega að spila öll saman,
Lovísa Ósk Gunnarsdóttir dans-
ari kemur fram með hópnum og
sópransöngkonan Marta Guðrún
Halldórsdóttir.
„Barnatónleikarnir verða lit-
aðir af músík sem hentar börn-
um, þau fá að syngja með og taka
þátt. Leikbrúðan Ófelía kemur í
heimsókn, Marta syngur
Súkkulaðiaríu Kalla í súkkulaði-
verksmiðjunni, dansinn verður
stiginn og að lokum höldum við
niður á fílasýninguna.“
Að sögn Hallfríðar verða
sunnudagstónleikarnir hefð-
bundnari. „Þar verða leikin verk
eftir Franz Berwald, Bernhard
Crussel og nýtt verk eftir Árna
Egilsson, Í ljósaskiptum, sem er
alveg frábært verk, fallegt og
leikandi létt með djassstíl,“ segir
Hallfríður að lokum.
Tónleikarnir í dag, laugardag,
hefjast klukkan 14 og 22 en á
morgun klukkan 20 og eru þeir
allir í Norræna húsinu.
vbe@frettabladid.is
CAMERARCTICA
Kammerhópurinn Camerarctica heldur þrenna tónleika í Norræna húsinu um helgina
ásamt góðum gestum. Um er að ræða sólstöðutóneika, barnatónleika og kammertónleika.
Norræna
fjársjóðskistan
GUÐRÚN HALLDÓRSDÓTTIR
Mig langar dálítið á Stóru nor-rænu fílasýninguna. Ég hef
dansað fíladansinn og gæti hugs-
að mér að gera það aftur,“ segir
Guðrún Halldórsdóttir, skóla-
stjóri Námsflokka Reykjavíkur.
„Ég gæti líka vel hugsað mér að
sjá Karlsen stýrimann hjá Kvik-
myndasafninu. Ég horfði á hana
fyrir svona 30 til 40 árum. Þetta
var ægilega vinsæl og fyndin
dönsk mynd. Svo eru allir að tala
um hvað Veislan sé merkileg sýn-
ing þannig að ég ætti kannski að
reyna að demba mér á hana.
Ég væri alveg til í að taka þátt í
miðnæturhlaupi á Jónsmessu.
Kvennahlaupið er í dag en ég hef
aldrei verið svo myndarleg að
taka þátt í því en hef aðallega ver-
ið í því að stilla mér upp á áber-
andi stað og hvet fólk áfram, aðal-
lega þá sem eru að verða móðir.
Þá væri gaman að fara á tónleik-
ana Óður til Ellýjar enda var hún
mikil merkisstúlka.
Ég gæti líka vel hugsað mér að
skella mér á Vestfirði á tónleik-
ana Við Djúpið. Það kemur nú til
þannig að hér á árum áður var ég
prófdómari í Menntaskólanum á
Ísafirði. Ég kom þangað á vorin
og var að fara fram yfir próf
langt fram á nótt og þegar ég
gekk í gegnum miðbæinn heyrði
ég fólk æfa sig á hljóðfæri í nán-
ast hverju einasta húsi. Ég hef
hvergi annars staðar upplifað
jafn almenna tónlistarmenningu
og ég tengi þessa einstöku stemn-
ingu í vorblíðunni við þessa tón-
leika Við Djúpið.
Ætli það megi svo ekki láta það
fljóta með að ég hlakka voðalega
til að fá Harry Potter-bókina og
ætli ég eyði ekki því sem eftir er
af helginni í hann.“
Val Guðrúnar
Þetta lístmér á!
hvað?hvar?hvenær?
18 19 20 21 22 23 24
JÚNÍ
Laugardagur
■ TÓNLIST
Leikritið Rómeóog Júlía er
s k e m m t i l e g
kvöldskemmtun
fyrir fjölskyld-
una, spennandi
leið til að kynna
heimsbókmenntirnar fyrir yngri
áhorfendum. Loftfimleikarnir eru
nýstárlegir í íslensku leikhúsi og
endurspegla hina undirliggjandi
spennu,“ segir Rúnar Helgi Vign-
isson rithöfundur um Rómeó og
Júlíu í Borgarleikhúsinu.
Mittmat
Mikið úrval
puma - nike - hummel
buffalo london - el naturalista - bronx
le coq sportif - björn borg - converse
face - roots - intenz - dna
VERSLUNIN
HÆTTIR
Allt á að seljast
20-60%
afsláttur
K R I N G L A N , S . 5 3 3 5 1 5 0
Nike-skór
frá 3990,-
✓