Fréttablaðið - 21.06.2003, Blaðsíða 10
10 21. júní 2003 LAUGARDAGUR
DÝFINGAR Í MÓNAKÓ
Bandaríkjamaðurinn Jason Carlton keppti í
dýfingum í Mónakó á sunnudag. Keppend-
ur stukku fram af kletti úr 28 metra hæð.
Dýfingar
hvað?hvar?hvenær?
18 19 20 21 22 23 24
JÚNÍ
Laugardagur
14.00 Grindavíkurvöllur
Grindavík og Þróttur leika í 6. umferð
Landsbankadeildar karla.
14.30 Skjár 1
Mótor – Sumarsport. Þáttur um bíla-
íþróttir.
15.30 RÚV
Leitin að réttu öldunni. Kunnustu segl-
brettamenn heims leika listir sínar (e).
15.45 Sýn
Trans World Sport. Íþróttir um allan
heim.
16.25 RÚV
Opna Ástralíumótið í samkvæmisdöns-
um.
16.45 Sýn
Álfukeppni FIFA. Bein útsending frá leik
Kamerún og Tyrklands.
18.40 Sýn
Álfukeppni FIFA. Bein útsending frá leik
Brasilíu og Bandaríkjanna.
23.10 Sýn
Útsending frá hnefaleikakeppni í Atlantic
City. Á meðal þeirra sem mættust voru
Arturo Gatti og Micky Ward.
01.00
Bein útsending frá hnefaleikakeppni í
Los Angeles. Á meðal þeirra sem mæt-
ast eru Lennox Lewis og Vitali
Klitschko.
16.00 Grindavíkurvöllur
ÍBV og FH leika í 6. umferð Lands-
bankadeildar karla.
16.00 Siglufjarðarvöllur
Þór/KA/KS og Valur leika í 7. umferð
Landsbankadeildar kvenna.
16.00 Sýn
Útsending frá hnefaleikakeppni í Los
Angeles (e).
17.00 Valsvöllur
Valur fær ÍA í heimsókn í 6. umferð
Landsbankadeildar karla.
19.00 Sýn
Bein útsending frá leik Fylkis og KR í
Landsbankadeild karla.
21.20 Sýn
Álfukeppni FIFA. Útsending frá leik í A-
riðli.
21.30 RÚV
Helgarsportið. Þáttur um helstu íþrótta-
viðburði helgarinnar.
21.45 RÚV
Fótboltakvöld. Þáttur um leiki 6. umferð-
ar Landsbankadeildarinnar.
23.20 Sýn
Íslensku mörkin. Þáttur um leiki 6. um-
ferðar Landsbankadeildarinnar.
23.50 Sýn
Þáttur um evrópsku mótaröðina í golfi.
hvað?hvar?hvenær?
19 20 21 22 23 24 25
JÚNÍ
Sunnudagur
Evrópukeppni landsliða í frjálsum íþróttum:
Stefna á fimmta sætið
FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR „Á síðasta ári
urðu bæði karla- og kvennaliðin í
6. sæti og við ætlum að reyna að
verða ofar í ár,“ sagði Egill Eiðs-
son, farastjóri A-landsliðanna í
frjálsum íþróttum. „Það er raun-
hæft að stefna á fimmta sætið en
það eru það sterkar þjóðir fyrir
ofan okkur að það er ekki raun-
hæft að fara upp um deild. Tvö
efstu liðin fara upp.“
Ísland keppir í B-riðli 2. deildar
Evrópumóts landsliða í frjálsum
íþróttum um helgina. Ísland send-
ir 29 íþróttamenn til keppninnar
sem fer fram í Árósum í dag og á
morgun. Íslendingar, Austurríkis-
menn, Lettar, Lúxemborgarar,
Svisslendingar og sameiginlegt lið
smáþjóða taka þátt í keppni
beggja kynja, Litháar og Írar í
keppni karlanna og Danir og Norð-
menn í keppni kvennanna.
Sunna Gestsdóttir keppir í fjór-
um einstaklingsgreinum, sprett-
hlaupum og langstökki, og báðum
boðhlaupunum. FH-ingurinn
Bjarni Traustason var upphaflega
skráður í 200 metra hlaup, hástökk
og bæði boðhlaupin en keppir
einnig í langstökki í stað Jóns Arn-
ars Magnússonar, sem á við
meiðsli að stríða. „Það breytir
töluverðu fyrir karlaliðið að missa
Jón Arnar Magnússon,“ sagði Eg-
ill. „Hann er ofarlega í sínum
greinum og er skráður með besta
árangurinn í langstökki.“ Vala
Flosadóttir keppir í stangarstökki
og kúluvarpi.
Litháinn Virgilijus Alekna, sem
varð Ólympíumeistari í kringlu-
kasti árið 2000, er meðal keppenda
sem og Stefanie Graf frá Austur-
ríki, sem varð Evrópumeistari í 800
metra hlaupi innanhúss árið 2000 og
fékk silfurverðlaun á Ólympíuleik-
unum sama ár. ■
VALA
Vala Flosadóttir keppir í stangarstökki og kúluvarpi í Evrópukeppni landsliða í Danmörku
um helgina.
Ólík örlög í
Evrópukeppnum
KR leikur gegn Pyunik frá Armeníu, Fylkir gegn AIK frá Svíþjóð
og Grindavík gegn austurríska félaginu Kärnten.
FÓTBOLTI KR-ingar leika gegn
armenska félaginu FC Pyunik í 1.
umferð undankeppni Meistara-
deildarinnar og gegn búlgarska
félaginu CSKA Sofia nái þeir að
vinna Armenana. Fylkir leikur
gegn sænska félaginu AIK í und-
ankeppni UEFA-bikarkeppninnar
og Grindavík gegn austurríska fé-
laginu FC Kärnten í sömu keppni.
FC Pyunik er frá Jerevan, höfuð-
borg Armeníu. Félagið varð meist-
ari í fyrra undir stjórn argentínska
þjálfarans Oscar Lopez. Með félag-
inu léku einnig tveir Argentínu-
menn, einn Rússi, einn Júgóslavi og
tveir frá Afríkuríkinu Malí. Í fyrra
vann Pyunik finnska félagið
Tampere í 1. umferð í undankeppni
Meistaradeildarinnar en tapaði fyr-
ir úkraínska félaginu Dínamó Kíev.
Pyunik er efst í armensku deildinni
eftir sjö umferðir.
Mótherjar Fylkis og Grindavík-
ur eiga það sameiginlegt að þátttaka
þeirra í UEFA-bikarkeppninni
byggir á árangri í bikarkeppni
heima fyrir. AIK, mótherjar Fylkis,
töpuðu 0:1 fyrir Djurgården í úrslit-
um og Kärnten, mótherjar Grind-
víkinga, töpuðu 0:3 fyrir Austria
Wien í úrslitaleik. Djurgården og
Austria urðu einnig meistarar og
keppa því í Meistaradeildinni.
Almänna Idrottsklubben, eins og
félagið heitir fullu nafni, er frá
Solna í útjaðri Stokkhólms. AIK hef-
ur tvisvar leikið gegn íslensku fé-
lagi í Evróukeppni. Árið 1996 lék
AIK gegn KR í Evrópukeppni bikar-
hafa og vann 1:0 í Laugardalnum en
félögin skildu jöfn í Solna. Í fyrra
keppti AIK við ÍBV í UEFA-bikarn-
um og vann 2:0 heima og 3:1 í Eyj-
um. AIK er í 3. sæti eftir tíu um-
ferðir í Allsvenskan.
Kópavogsbúinn Helgi Kolviðs-
son hefur leikið með FC Kärnten í
tvö tímabil. Félagið varð í 8. sæti
austurrísku deildarinnar í vetur en í
UEFA-bikarkeppninni vann Kärnt-
en litháíska félagið Metalurgs
Liepaja en féll úr leik eftir tap gegn
Hapoel Tel-Aviv frá Ísrael. ■
Lokaumferðin í spænsku úrvalsdeildinni:
Spenna á Spáni
FÓTBOLTI Síðasta umferð spænsku
deildakeppninnar fer fram um helg-
ina og verða sigurlíkur Real Madrid
að teljast miklar en liðið er með
tveimur stigum meira en næsta lið,
spútniklið Real Sociedad sem komið
hefur mjög á óvart í vetur.
Real Madrid mætir Athletic de
Bilbao í Madrid í leik þar sem eitt
stig dugar Real til sigurs þar sem
markahlutfall liðsins er miklu betra
en Sociedad. Sá böggull fylgir hins
vegar skammrifi að tveimur stigum
fyrir aftan Athletic á töflunni eru
erkióvinirnir í Barcelona og sigri
Madrid í sínum leik kemst Barca
með sigri í sínum leik gegn Celta
upp í sjötta sætið og nælir þar með
í Evrópusæti fyrir næstu leiktíð.
Allt annað en Evrópusæti hjá
spænsku stórliði er óviðunandi og
verður því athyglisvert að fylgjast
með.
Real Sociedad, sem leikið hefur
vel í allan vetur, hefur hikstað tals-
vert í síðustu leikjum, nóg til að
hleypa stórliði Madrid fram fyrir
sig, en hingað til hefur verið um elt-
ingarleik að ræða hjá stjörnum
prýddu liði Real Madrid. Annað
sætið í deildinni er samt sem áður
mun betri árangur en Sociedad var
spáð og liðið getur vel við unað.
Deportivo, Celta og Valencia eru
öll örugg um Evrópusæti næsta vet-
ur en ekkert þeirra kemst ofar í
töflunni og því að litlu að keppa fyr-
ir þau.
Recreativo, Alavés og Rayo
Vallecano eru öll fallin í aðra deild
en Murcia, Albacete og Zaragoza
koma upp í staðinn. Örlög Alavés
eru athyglisverð; aðeins eru liðin
tvö ár síðan félagið mætti Liverpool
í frægum úrslitaleik í Evrópu-
keppni félagsliða. ■
KR TIL ARMENÍU
Kristján Finnbogason og Willum Þór Þórsson bíða frétta af mótherjum KR í undankeppni
Meistaradeildarinnar.
LEIKIR ÍSLENSKU FÉLAGANNA
Í EVRÓPUKEPPNUM
Meistaradeildin
FC Pyunik - KR 16. júlí
KR - FC Pyunik 23. júlí
UEFA-bikarinn
AIK Solna - Fylkir 14. ágúst
Fylkir - AIK Solna 28. ágúst
Kärnten - Grindavík 14. ágúst
Grindavík - Kärnten 28. ágúst
Getraunabikarinn
Sloboda Tuzla - KA 21. júní
KA - Sloboda Tuzla 28. júní
LEIKMENN REAL MADRID FAGNA
Á sunnudagskvöld gæti liðið orðið
spænskur meistari í 29. skipti.
STAÐA EFSTU LIÐA FYRIR SÍÐUSTU UMFERÐ
L U J T Mörk Stig
1. Real Madrid 37 21 12 4 83:41 75
2. Real Sociedad 37 21 10 6 68:45 73
3. Deportivo 37 21 6 10 65:46 69
4. Celta 37 17 10 10 45:34 61
5. Valencia 37 16 9 12 53:35 57
6. Athletic Bilbao 37 15 10 12 62:58 55
MARKAHÆSTIR
m. skotum m. skalla úr vítum samtals
Makaay Deportivo 22 3 3 28
Nihat Real Sociedad 19 3 0 22
Ronaldo Real Madrid 20 1 0 21
Kovacevic Real Sociedad 9 9 1 19
Raúl Real Madrid 14 2 0 16
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
Stórleikur í Árbænum:
Búist við
4.000 áhorf-
endum
FÓTBOLTI Undanfarin ár hafa leikir
Fylkis og KR jafnan verið með
stærri viðburðum í knattspyrnu á
Íslandi og Fylkismenn ætla ekki að
láta sitt eftir liggja til að skapa
stemningu á leiknum í Árbænum.
Búist er við allt að 4 þúsund manns
ef veður verður gott en spáð er 10-
14 stiga hita næstu daga.
Stuðningsmenn Fylkis hita upp á
veitingastaðnum Blásteini eins og
venja er til á leikdögum og á Fylkis-
velli sjálfum verður grillað og boð-
ið upp á andlitsmálningu. Miða í
forsölu verður hægt að kaupa í
verslunum Nóatúns í Árbæ og í JL
húsinu. ■
Valur Fannar Gíslason:
Krafan er 3
stig gegn KR
FÓTBOLTI „Við náum hagstæðum úr-
slitum ef við spilum okkar rétta
leik,“ sagði Valur Fannar Gíslason,
leikmaður Fylkis, um leikinn gegn
KR sem fram fer á Fylkisvellinum.
„Ég sé það ekkert gerast að KR
og Fylkir verði endilega í efstu sæt-
um við lok leiktíðar. Deildin er ótrú-
lega jöfn og mörg lið að leika mjög
vel. Ég held að það sé hægt að reik-
na með öllu. ÍBV hefur staðið sig
framar vonum og Grindvíkingar að
sama skapi verið lakari en ég bjóst
við. En krafan er að sjálfsögðu þrjú
stig á heimavelli, alveg sama hvort
andstæðingurinn er KR eða ein-
hver annar.“ ■
Sigþór Júlíusson:
Erfiðasti úti-
völlurinn
FÓTBOLTI „Þetta er einn erfiðasti
útivöllur sem lið getur spilað á,“
sagði Sigþór Júlíusson, leikmaður
KR, um heimavöll Fylkismanna í
Árbænum.
„Það kemur ekkert annað til
greina í mínum huga en þrjú stig í
þessum leik. Við förum í alla leiki
til að sigra. En lið Fylkis hefur stað-
ið sig ákaflega vel á heimavelli og
ekkert auðsótt þangað. Þeir eiga
eitraða framherja, reynslumikla
menn á miðjunni og kantmenn
þeirra eru mjög hreyfanlegir.“
Sigþór taldi að of stutt væri liðið
á mótið til að setja of mikla áherslu
á úrslit leiksins. „Ef annað hvort
liðið tapar breytir það engu um
toppbaráttuna, nóg er eftir af stig-
um ennþá og allt getur gerst.“ ■
FYLKIR - KR
Leikir þessara liða vekja ávallt mikinn
áhuga.