Fréttablaðið - 21.06.2003, Qupperneq 23
LAUGARDAGUR 21. júní 2003 23
Eflum Háskóla Íslands í verki.
Happdrætti Háskóla Íslands
Vinningar streyma út
Nú þegar eru þrír á 100 þúsund króna launum á mánuði í 10 ár
eftir að hafa skafið af Launamiðanum. Launin eru skattfrjáls.
Miðarnir voru seldir í:
Snæland Videó, Núpalind, Kópavogi
Ríkinu á Snorrabraut, Reykavík
Steininum, Neskaupstað.
Þar að auki hafa fjölmargir fengið smærri vinninga á Launamiðanum,
þar af þrír einnar milljónar króna vinning. Þeir miðar voru seldir í:
Lukkusmáranum, Kópavogi
Hagkaupum Skeifunni, Reykjavík
Bláhorninu, Kópavogi.
Alls fengu skafarar Happaþrennunnar 59 milljónir
króna á árinu 2002!
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
F
I
0
0
6
9
0
5
„Mér líst vel á sumarið. Það má
segja að Birgitta hafi tekið þetta
síðasta sumar og útlitið er ekki
verra núna,“ segir Gunnar Möll-
er, umboðsmaður Írafárs.
Flestir vænta þess að sveitin
verði atkvæðamikil á sveitaballa-
markaðinum í sumar og Gunnar
segir að hún sé bókuð hverja ein-
ustu helgi allt þar til í águst.
„Já, þá látum við öðrum þetta
eftir því við erum á leið til
Bandaríkjanna að taka upp plötu
þar. Komast í annað umhverfi.“
Írafár hefur mátt vel við una,
var með söluhæstu plötuna um
síðustu jól, um 16 þúsund seld
eintök, og stefnir að því að gera
enn betur. „Við erum stolt af því
og vert að benda á að aðrir voru
einnig að selja vel. Við rifum
þetta upp.“
Um átta manns eru með í för
að staðaldri þegar Írafár fer um
landið: hljómsveitin, rótari,
hljóðmaður, bílstjóri og stundum
ljósamaður. Gunnar harðneitar
að hljómsveitir hafi samráð sín á
milli þegar hann upplýsir að fá-
títt sé að menn rói á sömu mið.
„Það er gríðarleg samkeppni þó
menn séu ekki endilega að bítast
á sömu stöðunum hverju sinni.
Þetta hefur einfaldlega þróast
svona í seinni tíð. Bransinn hefur
dregist saman, öldurhús, barir og
kaffihús hafa sprottið upp og
taka óneitanlega mikið frá
sveitaböllum og færri staðir eru
en áður til að spila á. Hér áður
fyrr var hægt að halda böll í
Aratungu og Njálsbúð samtímis
og kjaftfullt var á báðum stöð-
um. Það er liðin tíð og hljóm-
sveitirnar verða að haga seglum
eftir vindum.“
Að sögn Gunnars getur verið
ágætt upp úr þessu að hafa þegar
vel gengur, en þetta er mikið
hark og tilkostnaður ærinn.
Í svörtum fötum eru draum-
ur skattrannsóknarstjóra:
Flogið með
frontarana
„Hvítasunnuhelgin er svona fyrsta
helgi hvers sveitaballasumars. Við
tókum góðan túr: Ýdalir, Ísafjörð-
ur og Flúðir og það gekk vel,“ seg-
ir Einar Örn Jónsson, umboðsmað-
ur og hljómborðsleikari hljóm-
sveitarinnar Í svörtum fötum.
Einar Örn segir svo frá að
þeim hafi aldrei hugnast að fá ein-
hvern utanaðkomandi til að ann-
ast málefni hljómsveitarinnar og
er jafnframt alveg til í að skrifa
undir þá fullyrðingu blaðamanns
að hljómborðsleikararnir séu heil-
arnir á bak við hverja hljómsveit:
Hann, Jakob Frímann, Hjörtur
Howser og fleiri eru dæmi um
slíka. Frá því Í svörtum fötum hóf
störf árið 1998 hefur hún verið
rekin eins og hvert annað fyrir-
tæki. „Við borgum okkur laun
mánaðarlega, borgum í lífeyris-
sjóð, stöndum skil á sköttum og
skyldum... við erum draumur
skattrannsóknarstjórans.“
Sumarið leggst nokkuð vel í
Einar en hann lýsir gerbreyttu
landslagi – ekkert endilega hlið-
hollt dansiballahljómsveitum.
„Fyrir 10 árum gátu menn farið í
Ýdali, Njálsbúð og fleiri staði ör-
uggir með fullt hús. Þetta er liðin
tíð. En þá reyna menn bara að aka
seglum eftir vindi. Hjá okkur er
mikið um fjölskylduhátíðir og við
ráðnir í ákveðin verkefni. Miklu
meira um skipulagða dagskrá:
Danskir, norskir, finnskir og fær-
eyskir dagar í hverju plássi,
humarhátíðir og slíkt. Miklu færri
böll sem slík.“
Talsvert púsluspil og mikil
vinna fer í að skipuleggja sumar-
ið. Söngvarinn Jónsi er að syngja í
Grease og það setur strik í reikn-
inginn. Það verður nokkuð um að
flogið verði með hann út á land
eftir sýningar, sem og með
Birgittu Haukdal í Írafári. Flogið
með frontarana.
Einar Örn segir þær hljóm-
sveitir sem láta til sín taka í sum-
ar skiptast í tvö horn: Hina gömlu
og þá sem yngri eru: Stuðmenn,
Sálin og Papar og svo yngri
hljómsveitir á borð við Írafár, Á
móti sól, Land og syni og Í svört-
um fötum. Auk þess ætlar Skíta-
mórall eitthvað að sprikla í sumar
samkvæmt heimildum Einars.
EINAR ÖRN JÓNSSON
Starfsumhverfi hefur breyst úr Njálsbúð
og Ýdölum í danska, norska, sænska,
finnska og færeyska daga í hverju plássi.
GUNNAR MÖLLER
Ágætt upp úr þessu að hafa
þegar vel gengur en þetta
er hark og tilkostnaður
ærinn.
Írafár á fleygiferð allt þar til í ágúst:
Bransinn hefur
dregist saman