Fréttablaðið - 21.06.2003, Blaðsíða 16
Gælunöfn hafa lengi tíðkast áÍslandi, en að sögn Guðrúnar
Kvaran, forstöðumanns orðabókar
Háskólans, eru gælunöfn bæði
höfð um styttingu á nafni og
gælandi nöfn sem verða til í máli
barna, eins og til dæmis Lilli,
Didda, Systa og Brói. Guðrún segir
engar meiriháttar rannsóknir hafa
verið gerðar á gælunöfnum á Ís-
landi, enda erfitt þar sem þeirra sé
sjaldan getið í heimildum.
Engin ein regla virðist fyrir því
hvernig gælunafn er myndað af
nafni karls og konu og sama gælu-
nafnið getur átt við mörg nöfn.
Oft er þó auðveldlega hægt að
draga ályktun um skírnarnafn eft-
ir gælunafni, eins og Jón sem er
kallaður Nonni, Birgir sem er kall-
aður Biggi og Kristján kallaður
Stjáni eða Kiddi.
Á fjórða áratugnum fór að bera
mikið á gælunöfnum kvenna sem
höfðu endinguna ó eða í, en Hall-
dór Laxness gerði þessa gerð
gælunafna að umtalsefni í stuttri
grein sem hann birti árið 1939 og
nefndi Ónöfn.
Halldór segir m.a.: „Fögrum ís-
lenskum kvenheitum, sem veita
þeirri konu tign og virðuleik, sem
ber þau, einsog dýrir skartgripir
fornir (nöfn einsog til dæmis
Ragnhildur, Ásthildur eða Guð-
rún), er snúið í hin herfilegustu
orðskrípi, líkt og fyrirmyndir
væru sóttar í dreggjar útlends
stórborgarmáls eða til villiþjóða:
Dídí, Sísí, Fífí, Gígí, Dúdí, Gógó
og Dódó.“ Guðrún segir grein
skáldsins ekki hafa haft mikil
áhrif, því gælunöfn af þessari
gerð lifi enn góðu lífi í málinu.
„Einkum varð endingin -í frjó,
sem breyttist svo í -ý, samanber
Gurrý, Ellý, Haddý og Maggý.“
Enn önnur gerð gælunafna er
sú tegundin þegar engin sjáanleg
tengsl eru milli gælunafns og
skírnarnafns. Þegar grannt er
skoðað í þannig tilfellum finnast
auðvitað alltaf einhverjar skýring-
ar, en þær eru gjarnan langsóttar
og eiga jafnvel rætur að rekja til
sérvisku einhvers í fjölskyldunni.
Dæmi um svona nöfn eru Guðjón,
kallaður Bassi, Ísleifur, kallaður
Kúti, Þröstur, kallaður Gúri, og
Ingveldur, kölluð Stella.
Eins og fyrr segir tókst hátt-
virtu Nóbelskáldinu ekki að koma
í veg fyrir gælunafngiftir fram-
tíðarinnar, þrátt fyrir góða til-
raun, og kannski jafn gott, því
gælunöfn gefa lífinu lit og auka
fjölbreytnina, sem er hið besta og
skemmtilegasta mál.
edda@frettabladid.is
16 21. júní 2003 LAUGARDAGUR
Mamma var svo hrædd um aðég yrði kölluð Stjana,“ segir
Kristjana Ingibjörg Svavarsdóttir,
kölluð Naninga. „Ég var þess
vegna kölluð Nana Inga sem barn,
en svo gat ég ekki sagt það sjálf
þannig að úr varð Naninga.
Kristjana Ingibjörg var skírð í
höfuðið á móðursystur og föður-
systur sem voru látnar. „Til allrar
hamingju voru ekki fleiri náin
ættmenni dáin, þá hefði hugsan-
lega verið tvinnað saman ein-
hverjum nöfnum sem hefðu getað
orðið að hinum ógurlegastu ónefn-
um,“ segir Naninga og skellihlær.
Naninga er alls staðar þekkt
undir gælunafninu sínu og meira
að segja margir sem ekki vita
hvað hún heitir í raun og veru.
„Svo kemur fyrir að einhver sem
þekkir mig minna talar um Krist-
jönu, en þeir sem þekkja mig vel
tengja það ekki mér og vita ekkert
um hvaða Kristjönu er verið að
tala.“
Nú er Naninga hæstánægð með
gælunafnið sitt og veit ekki til að
nokkur önnur kona hafi gegnt
þessu einstaka nafni. ■
Sumir þekkja mig eingönguundir Margrétar-nafninu, en
það eru þá þeir sem þekkja mig
lítið,“ segir Margrét Pálfríður
Magnúsdóttir, kölluð Palla. Hún
segir skýringuna á því að hún er
ekki kölluð Magga eða Gréta þá,
að þegar hún fæddist voru þegar
nokkrar Margrétar í fjölskyld-
unni. „Ég er skírð í höfuðið á
ömmu og afa, Margréti og Páli, en
Margrétarnar voru þá þegar fjöl-
margar. Það er örugglega ástæðan
fyrir því að gælunafnið mitt er
dregið af Pálfríðarnafninu.“
Palla var ekki sátt við það nafn
fram eftir aldri en nú finnst henni
það fallegt. Aðspurð af hverju
Pálfríður en ekki Pála, segist hún
ekki vita það svo gjörla. „Kannski
fannst þeim ég svona fríð,“ segir
hún og skellihlær.
Palla er ættuð frá Neskaupstað
og segir margar skrítnar nafngift-
ir hafa verið þar í gangi. „Í litlum
þorpum var þó algengast að menn
væru kenndir við eitthvað eins og
til dæmis Nonni Möggu Sigga
Hall, og fleira í þeim dúr. Svo auð-
vitað eftir að Nonni kvæntist
Rósu hefur hann verið kallaður
Nonni Rósu.“ ■
KRISTJANA INGIBJÖRG SVAVARSDÓTTIR
Gat ekki sagt gælunafnið sitt rétt þannig að útkoman varð Naninga. Það hefur svo fylgt
henni alla tíð.
Kristjana kölluð Naninga
Margrét kölluð Palla
Gælunöfn „út úr kú“
MARGRÉT P. MAGNÚSDÓTTIR
Fannst Pálfríður ekki fallegt þegar hún
var lítil, en finnst það fallegt í dag.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T