Fréttablaðið - 21.06.2003, Qupperneq 39
39LAUGARDAGUR 21. júní 2003
■ Leiðrétting
Að gefnu tilefni skal tekið fram að bæjar-
stjórn Vestmannaeyja hyggst ekki leggja stein
í götu Árna Johnsen.
■ Veistu svarið?
Svör við spurningum á bls. 6
1.
2.
3.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson.
Skógafossi.
Singapore Sling.
VIÐURKENNING Erling Jóhannesson,
leikari og leikstjóri, og Hallfríður
Ólafsdóttir, flautu- og pikkolóleik-
ari, eru bæjarlistamenn Garða-
bæjar árið 2003. Ásdís Halla
Bragadóttir bæjarstjóri afhenti
þeim Erling og Hallfríði starfs-
styrk listamanna árið 2003 við há-
tíðarmessu í Vídalínskirkju á
þjóðhátíðardaginn, 17. júní.
Erling Jóhannesson er einn af
stofnendum Hafnarfjarðarleik-
hússins, þar sem hann hefur starf-
að sem einn af listrænum stjórn-
endum leikhússins, sem leikari,
handritshöfundur, leikmynda-
hönnuður og leikstjóri. Hallfríður
Ólafsdóttir hefur verið fastráðin
hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands
frá árinu 1997 sem flautu- og
pikkolóleikari. Frá árinu 1999 hef-
ur Hallfríður verið fyrsti
flautuleikari Sinfóníuhljómsveit-
arinnar. ■
BÆJARLISTAMENNIRNIR
Erling Jóhannesson leikari og Hallfríður
Ólafsdóttir flautuleikari eru bæjarlistamenn
Garðabæjar í ár.
Bæjar-
listamenn
Garðabæjar
BLEIKIR RENNISMIÐIR
Strákarnir á renniverkstæði stoðtækjafyrirtækisins Össurar eru langflottastir og ekki í neinum vafa um karlmennsku sína. Í tilefni baráttu-
dags kvenna mættu þeir í bleiku í vinnuna. Og tóku sig þetta líka vel út. Á renniverkstæðinu vinna tólf karlmenn á vöktum. Átta voru á
vaktinni, en einn brá sér í símann og missti af myndatökunni.
Samfylkingin hélt flokks-stjórnarfund á afmælisdegi
formannsins, Össurar Skarphéð-
inssonar, þann 19. júní, sem
einnig er baráttu-
dagur kvenna, og
af því tilefni
voru vaskar kon-
ur úr Bríeti, fé-
lagi ungra
femínista, fengn-
ar til þess að
ávarpa fundinn.
Kveðja þeirra
þótti þó í kaldara lagi og þótti
einhverjum fundargestum nóg
um yfirhalninguna. Bríetarnar
eru nefnilega ekkert yfir sig
ánægðar með efndir Samfylk-
ingarinnar á fögrum fyrirheitum
í jafnréttismálum og lásu því
magnaða hugvekju yfir fundar-
mönnum, sem ýmist fyrtust við
eða þökkuðu fyrir gagnrýnina.
Húsfyllir var á Kjarvalsstöð-um á fimmtudagskvöld þeg-
ar fimmtugur Össur Skarphéð-
insson fagnaði afmæli sínu
ásamt eiginkonu sinni, Árnýju
Erlu Sigur-
björnsdóttur.
Fjöldi ræðu-
manna steig á
svið en mesta at-
hygli hlaut Davíð
Oddsson forsæt-
isráðherra með
alþekktri kímni-
gáfu sinni. Sagðist Davíð hafa
hitt mann fyrir utan veisluna
sem spurði hvort hann kæmi
ekki með gjöf fyrir Össur. Dav-
íð svaraði um hæl: „Var ekki
nóg að ég gaf mannskrattanum
fyrsta sætið í Reykjavík norð-
ur?“
Annar ræðumaður í veisluÖssurar var Ingibjörg Sól-
rún Gísladóttir, sem fundinn
hefur verið staður í embætti
formanns fram-
tíðarnefndar
Samfylkingar-
innar. Samband
Össurar og Ingi-
bjargar þykir
heldur sérstakt
þessa dagana þar
sem hún er svili
Össurar, pólitískur samherji og
jafnframt hugsanlegur keppi-
nautur um formannsstólinn.
Sjálf komst hún nærri kjarna
málsins í ræðu sinni þegar hún
lýsti því yfir að ekki væri hægt
að velja sér fjölskyldu, hins
vegar veldu menn sér pólitíska
samherja.
Fréttiraf fólki