Fréttablaðið - 21.06.2003, Síða 6
6 21. júní 2003 LAUGARDAGUR
GENGI GJALDMIÐLA
Bandaríkjadalur 73.77 0.19%
Sterlingspund 123.47 0.24%
Dönsk króna 11.61 0.71%
Evra 86.2 0.74%
Gengisvístala krónu 121,93 1,10%
KAUPHÖLL ÍSLANDS
Fjöldi viðskipta 347
Velta 23.602 milljónir
ICEX-15 1.478 1,05%
Mestu viðskiptin
Baugur Group hf. 16.571.373.960
Tryggingamiðstöðin hf. 897.133.016
Fjárfestingarf. Straumur hf. 388.297.969
Grandi hf. 345.169.067
Kaupþing Búnaðarb. hf. 166.566.028
Mesta hækkun
Framtak Fjárfestingarbanki hf. 3,78%
Kaupþing Búnaðarbanki hf. 0,34%
Vátryggingafélag Íslands hf. 2,72%
Grandi hf. 2,61%
SH hf. 1,94%
Mesta lækkun
Eskja hf. -3,85%
Landsbanki Íslands hf. -0,49%
ERLENDAR VÍSITÖLUR
DJ: 9253,3 0,8%
Nasdaq: 1650,2 0,1%
FTSE: 4160,1 0,7%
Nikkei: 9120,4 0,1%
S&P: 1000,1 0,5%
*Bandarískar vísitölur kl. 17.00
Veistusvarið?
1Heildarskuldir sveitarfélaga eru yfir69 milljarðar samkvæmt bráðabirgða-
niðurstöðum. Hver er formaður Sambands
íslenskra sveitarfélaga?
2Á hvaða íslenska flutningaskipi varáhöfnin sem bjargaði tveimur stranda-
glópum af eyju við Grænland?
3Íslensk rokkhljómsveit gaf út sínafyrstu plötu 17. júní og er nú á leið í
tónleikaferð um Bandaríkin. Hvað heitir
sveitin?
Svörin eru á bls. 39
SVEITARSTJÓRNIR „Ferðin heim til
Vestmannaeyja gekk að óskum,“
segir Andrés Sigmundsson, bak-
ari og forseti bæjarstjórnar í
Vestmannaeyjum, sem á dögun-
um hélt til Færeyja en sneri
heim til Eyja á miðvikudag.
Færeyjaferð forseta bæjar-
stjórnar spurðist út á auga-
bragði. Förin vakti nokkrar
væntingar minnihlutans í Eyj-
um að hann yrði ytra þegar
næsti bæjarstjórnarfundur
Vestmannaeyinga verður hald-
inn í næstu viku. Fjarvera Andr-
ésar hefði þýtt að nýr meirihluti
varamanns hans og sjálfstæðis-
manna hefði getað tekið völdin
og náð meirihluta í nefndum og
ráðum. Þótt auðvelt hefði verið
að breyta aftur í fyrra horf með
aukafundi í bæjarstjórn hefðu
slíkar kollsteypur truflun í för
með sér.
Andrés segist hafa verið í
Færeyjum til að skrifa undir
vinabæjasamkomulag Vest-
mannaeyjabæjar og Götu í Fær-
eyjum. Hann fræddist af heima-
mönnum um Þránd í Götu.
„Þetta var skemmtileg og
gefandi ferð og sérstaklega
þótti mér mikið koma til fyrir-
lestursins um Þránd í Götu.
Heimferðin gekk að óskum þótt
þoka væri bæði í Færeyjum og
Vestmannaeyjum. Ég sigldi með
Herjólfi síðasta spölinn til Eyja.
Þokan var því enginn Þrándur í
Götu,“ segir Andrés, sem reikn-
ar með að meirihlutinn haldi í
nefndum bæjarins. ■
BAKARI HEIM
Andrés Sigmundsson, forseti
bæjarstjórnar, er kominn aftur
til Vestmannaeyja eftir að hafa
heimsótt Færeyjar.
Forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja heim frá Færeyjum:
Þokan var ekki Þrándur í Götu
SAMGÖNGUR Óvenju miklu fjár-
magni er úr að spila til vegagerðar
á þessu ári. Sextán milljörðum
króna verður varið til fram-
kvæmda, miðað við tæpa tólf millj-
arða í fyrra.
Rögnvaldur Gunnarsson, for-
stöðumaður framkvæmdadeildar
Vegagerðarinnar, segir stærstu
framkvæmdina vera upphaf 5,9
kílómetra Fá-
skrúðsfjarðar-
ganga til Reyðar-
fjarðar. Heildar-
kostnaður er 3,8
milljarðar króna
en 1,2 millj-
örðum er varið
til verksins á
þessu ári. Verk-
inu lýkur árið
2005.
Á malarvegin-
um á Mývatns-
heiði er verið að
vinna ellefu kíló-
metra bundið
slitlag. Að því
loknu verður
bundið slitlag á hringveginum allt
til Biskupsháls austan Jökulsár á
Fjöllum. Á hringveginum á Möðru-
dalsöræfum er verið að leggja sex
kílómetra til viðbótar af bundnu
slitlagi. Úti á Tjörnesi er unnið að
lagningu ellefu kílómetra af
bundnu slitlagi.
Vegirnir í Barðastrandarsýslun-
um eru stundum sagðir illir viður-
eignar. Úr þessu er verið að bæta
að hluta með bundnu slitlagi á rúm-
lega 27 kílómetra löngum kafla frá
austanverðum Kollafirði vestur
fyrir Vattarfjörð.
Að því er Rögnvaldur segir
hafa verið opnuð tilboð í 30 kíló-
metra kafla af bundnu slitlagi frá
Hestfirði yfir í Skötufjörð í Ísa-
fjarðardjúpi. Samtals eru um 50
kílómetrar sem leggja á af
bundnu slitlagi í Djúpinu á þessu
ári og fram á næsta ár.
Einbreiðum brúm mun fækka á
árinu. Til dæmis verður ný Þjórsár-
brú tilbúin í október og verið er að
byggja nýja brú á Klifanda í Mýr-
dalnum. „Það er líka verið að bjóða
út smíði tveggja brúa á Skaftá sem
koma í stað fjögurra lítilla ein-
breiðra brúa við Kirkjubæjar-
klaustur,“ nefnir Rögnvaldur.
Af suðvesturhorninu má nefna
byggingu mislægra gatnamóta við
Stekkjarbakka. Þá er verið að færa
Reykjanesbraut til ofan við Hafn-
arfjörð og byggja mislæg gatnamót
við Kaldárselsveg. Áfram er unnið
að tvöföldun Reykjanesbrautar.
Aðspurður hvort aukið bolmagn
Vegagerðarinnar til framkvæmda
hafi haft í för með sér verðhækkun
af hálfu verktaka segir Rögnvaldur
sér sýnast tilboð hafa hækkað:
„Ástæða hærri tilboða er kann-
ski ekki sú að við höfum meira pen-
inga heldur fremur að það eru
miklar aðrar framkvæmdir í gangi
hjá Landsvirkjun.“
gar@frettabladid.is
STÓRFRAMKVÆMDIR SUMARSINS
Áfram er unnið að tvöföldun Reykjanesbrautar á þessu ári.
Aldrei meira
fé til vegagerðar
Vegagerðin fær metfé á þessu ári, 16 milljarða króna. Mest fer til Fá-
skrúðsfjarðarganga. Lagt verður bundið slitlag á hringveginn á Mý-
vatnsheiði og nær það þá óslitið austur að Biskupshálsi á
Möðrudalsöræfum.
HOLRÆSAKERFI „Ég hef ekki fengið
upplýsingar frá Veðurstofunni, en
það rigndi ákaflega mikið á
skömmum tíma,“ segir Sigurður
Skarphéðinsson gatnamálastjóri
um flóðin sem mynduðust í rign-
ingunni í vikunni.
Sigurður segir að flóð geti orð-
ið í holræsakerfinu þegar mikið
úrhelli verður. Holræsakerfi taki
við öllum venjulegum tilvikum.
Stórar rigningar verði á tíu til
fimmtán ára fresti. Í þeim tilvik-
um sé hætta á flóðum hér og þar.
Fæst þeirra valdi tjóni eins og
varð í vikunni þegar flæddi inn í
kjallara og annað slíkt. „Tjón í
svona tilfellum er tryggingamál.
Ég reikna með að fólk sem varð
fyrir tjóni leiti til síns trygginga-
félags. Einnig er opinn möguleiki
að að taka lögregluskýrslu ef fólk
telur Reykjavíkurborg bóta-
skylda. Það yrði þá sent áfram til
okkar tryggingafélags.“
Hann segir það einfaldlega
ekki verjandi peningalega að
hanna kerfi sem gæti tekið við
hverju sem væri. Flóð og óhöpp
eru afar fátíð í holræsakerfum
sem að öðru leyti er í lagi, en geta
orðið við sérstakar aðstæður. Þau
geta bilað, brotnað saman eða
annað slíkt og stíflur myndast. Ef
einhver staður veldur tjóni hvað
eftir annað er gripið til ráðstaf-
ana. ■
Holræsakerfi Reykjavíkur hafði ekki undan rigning-
unni:
Tjón af völdum flóða
er tryggingamál
HELLIREGN
Holræsakerfi hafði ekki
undan rigningunni.
„Ástæða
hærri tilboða
er kannski
ekki sú að við
höfum meiri
peninga held-
ur fremur að
það eru mikl-
ar aðrar
framkvæmdir
í gangi hjá
Landsvirkjun.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
KOFI ANNAN
Aðalritari Sameinuðu þjóðanna hefur
ákveðið að leggja niður níu upplýsinga-
skrifstofur í Evrópu.
Sameinuðu þjóðirnar:
Skrifstofum
lokað
KAUPMANNAHÖFN, AP Sameinuðu
þjóðirnar ætla að leggja niður
upplýsingaskrifstofur í níu lönd-
um í Vestur-Evrópu og koma þess
í stað á fót einni stórri skrifstofu.
Kofi Annan, aðalritari Samein-
uðu þjóðanna, hefur ákveðið að
loka skrifstofum í París, Lundún-
um, Róm, Madríd, Bonn, Lissa-
bon, Aþenu, Kaupmannahöfn og
Brussel síðar á þessu ári. Alls
starfa um 50 manns á þessum
vinnustöðum.
Skrifstofurnar hafa séð um að
veita fjölmiðlum, skólum og al-
menningi í löndunum upplýsingar
um starfsemi Sameinuðu þjóð-
anna. Ný skrifstofa, að líkindum
staðsett í Brussel, mun taka við
þessu hlutverki. ■
Veiðihandbók:
Vesturhluti
kortlagður
BÆKUR Annað bindi bókaraðarinn-
ar Stangveiðihandbókin – Veiðiár
og veiðivötn á Íslandi er komin út.
Í því fjallar Eiríkur St. Eiríksson
um mýmarga stangveiðistaði frá
Hvalfirði um Vesturland og Vest-
firði til og með Strandasýslu.
Alls kyns hagnýtar upplýsing-
ar eru í bókinni um veiðistaðina,
meðal annars um það hvernig
nálgast má veiðileyfi. Fjölmargar
litmyndir og vönduð kort er þar
einnig að finna.
Í bókaröðinni er áður komið út
bindi um veiðistaði frá Hvalfirði
til endimarka Vestur-Skaftafells-
sýslu. Alls munu bindin eiga að
vera fjögur. ■
HEILABÓLGUFARALDUR Faraldur
japanskrar heilabólgu í suðurhluta
Kína hefur kostað átján börn lífið.
Yfir 200 hafa smitast af sjúkdómn-
um í Guangdong-héraði. Hrundið
hefur verið af stað bólusetningar-
átaki til að hefta útbreiðslu sjúk-
dómsins. Um er að ræða árvissan
faraldur sem berst með
moskítóflugum. Heilabólgan er
ólæknandi og banvæn í um 30%
tilfella.
■ Asía