Fréttablaðið - 21.06.2003, Qupperneq 38
21. júní 2003 LAUGARDAGUR
Ég byrjaði að mála mjög ung oghef fengist meira eða minna
við það síðan,“ segir Ólöf Ragn-
heiður Guðjónsdóttir, sem hefur
verið með málverkasýningu í Fé-
lagsmiðstöðinni við Hæðargarð.
Sýningunni lýkur þann 20. júlí og
er aðeins opin frá 9-16:30 á dag-
inn.
Ólöf er fædd á Ströndunum og
er á áttugasta og fimmta ald-
ursári. Sýningin spannar feril
hennar síðustu 20-30 ár og fékk
hún myndirnar lánaðar frá eig-
endum þeirra á sýninguna. „Ég
hef alltaf haft mjög gaman af að
mála en á meðan heimilið var
hvað þyngst hjá mér lagði ég
penslana að mestu til hliðar. Þeg-
ar ég fór að hafa tíma að nýju tók
ég þá upp aftur. Flestar myndirn-
ar eru frá þeim tíma,“ segir hún.
Ólöf málar aðallega með akrýl
og olíu. „Strandirnar eru mér hug-
leiknar og ég hef gaman af að
mála þaðan. Síðari árin hafa
myndirnar mínar minnkað og því
hafa þær þróast frá landslaginu út
í eitthvað annað í náttúrunni eins
og blóm og fugla.“ ■
Myndlist
ÓLÖF RAGNHEIÐUR
GUÐJÓNSDÓTTIR
■ gerði hlé á listmálum meðan heimil-
ið far þungt. Þegar fór að hægjast um
tók hún fram penslana að nýju.
Imbakassinn
Málar landslag, blóm og fugla
Takk,
takk...
Lárétt: 1 leiðinlegur maður, 6 makar,
7 verri, 9 rykkorn, 10 viljugur, 11 bústað,
12 æsi, 13 framkoma, 15 kyrrð, 17 dugleg.
Lóðrétt: 1 úr kvæði Davíðs, 2 lengra frá,
3 vísaði burt, 4 hinstu hvílu, 5 glæsileiki,
8 gamalt letur, 11 skurður, 14 til,
16 ármynni.
Lárétt: 1durgur, 6atar, 7lakari,9ar,
10fús,11rann,12æri,13fas,15ró,
17iðin.Lóðrétt: 1dalakofi,2utar, 3rak,
4grafar, 5reisn,8rúnir, 11ræsi,14að,
16 ós.
1
6
7
9 10
11
13 14
17
12
15 16
2 3 4
8
5
■ Krossgátan
Lausn:
Þetta byrjaði þegar ég var ímenntaskóla,“ segir Kolbrún
Björnsdóttir grasalæknir. „Ég
var mikið í íþróttum og fór að
hafa áhuga á mataræði og lesa
mér heilmikið til. Það var nú ekki
úr miklu að moða á þessum árum,
en ég skrifaði meðal annars rit-
gerð um mataræði Íslendinga,
svona svolítið annað en krakkar
voru að gera þá,“ segir Kolbrún
og hlær.
Leið Kolbrúnar lá svo áfram til
Englands, þar sem hún nam fræð-
in í Sussex á Englandi. „Ég var
fyrstu þrjú árin í Sussex, en lauk
náminu í London þar sem klínikin
var staðsett.“
Kolbrún er gift Arnari Þór
Árnasyni, fjármálastjóra hjá IMG,
og saman eiga þau tveggja ára
strák. „Fyrir utan fjölskylduna er
vinnan mitt aðaláhugamál,“ segir
Kolbrún. „Ég þarf bókstaflega að
ýta mér út í að lesa skáldsögur eða
annað efni sem ekki tengist faginu.
En ég hef reyndar líka áhuga á úti-
vist og göngum.“
Kolbrún segir að vissulega
verði sér misdægurt eins og öðr-
um þrátt fyrir heilbrigða lífs-
hætti. „Þegar maður ætlar sér of
mikið fær maður að kenna á því,“
segir Kolbrún. Hún kveðst geta
hjálpað fólki með margvíslegustu
kvilla, en það sé þó alltaf misjafnt
hversu mikið sé hægt að hjálpa
hverjum og einum. „Það fer oft
eftir því hversu duglegt fólk er að
hjálpa til sjálft. Sumir eru mjög
tilbúnir að fara eftir leiðsögn,
viljugir að reyna og sjá hvað ger-
ist. Þegar fólk fer eftir öllu sem
ég segi gerast oft ótrúlegir hlutir.
Það hefur ekki endilega með það
að gera að taka inn jurtirnar,
heldur ekki síður hvernig fólki
tekst að breyta sínu mynstri, fara
fyrr að sofa og hreyfa sig meira,
svo eitthvað sé nefnt.“
Kolbrún leggur áherslu á að í
mörgum tilfellum vísi hún fólki
umsvifalaust til læknis. „Sumir
sem koma á stofuna mína vilja
einhverra hluta vegna ekki leita
til lækna. Þá sjúklinga þarf ég
stundum beinlínis að reka í lækn-
isskoðun,“ segir Kolbrún. ■
Verður misdægurt
eins og öðrum
Persónan
KOLBRÚN BJÖRNSDÓTTIR
■ grasalæknir fær ekki að flytja inn
þær jurtir sem hún þarf til að búa til
lyfin sín. Hún segist ætla að leita
ásjár heilbrigðisráðherra.
KOLBRÚN BJÖRNSDÓTTIR GRASALÆKNIR
Hefur óþrjótandi áhuga á starfinu og gefur sér lítinn tíma í annað nema þá helst göngur
og útivist.
ÓLÖF RAGNHEIÐUR GUÐJÓNSDÓTTIR
Við eina af myndum hennar á sýningunni,
en henni lýkur þann 20. júlí.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
Ég samhryggist innilega...
hann var án nokkurs efa sá
allra mesti leiðindadurtur sem
ég hef hitt á lífsleiðinni! Sá
allra, allra mesti!