Fréttablaðið - 21.06.2003, Blaðsíða 21
LAUGARDAGUR 21. júní 2003
Kristín Ómarsdóttir rithöfundurman greinilega eftir einu atviki
úr sinni frumbernsku. „Ég hef verið
milli tveggja og þriggja ára og
vaknaði upp þennan dýrindismorg-
un í voða góðu skapi. Það fyrsta sem
ég geri þá er að setja plastpoka yfir
hausinn á mér og valsa svo inn í
svefnherbergi til pabba og mömmu,
við bjuggum þá í blokk í Bogahlíð.
Mér leið vel og fannst ég afskaplega
fín, hálfmontin í raun með pokann,
enda fór hann mér vel. En þar sem
ég stend á svefnherbergisgólfinu
hrekk ég skyndilega upp úr ham-
ingjunni við lætin í foreldrum mín-
um dauðskelkuðum sem rífa af mér
pokann. Ég man ég stóð þarna og
skildi ómögulega hvað var málið og
hvers vegna þessi læti og tauga-
veiklun voru skyndilega komin inn í
áður flekklausan morguninn.“ ■
KRISTÍN ÓMARSDÓTTIR
Man eftir sér með plastpoka á höfði og
viðbrögð dauðskelkaðra foreldra hennar.
Hjónin Þorvarður Þórðarsonog Guðríður Vestars eru
mikið hundafólk og eiga fjóra
hunda. Það er af sem áður var
þegar Guðríður var svo hrædd
við hunda að hún tók á sig stór-
an krók ef hún mætti manni með
hund.
„Það breyttist í einni hendingu
þegar ég kynntist Cavaliernum.
Vinnustaður minn flutti þá í
Glæsibæ, þar sem María Tómas-
dóttir og eiginmaður hennar ráku
verslun. Þau áttu einnig fallega
Cavalier-hunda sem María var
fyrst til að flytja inn til landsins.
Hjá þeim sá ég þessa hundateg-
und og það brá svo undarlega við
að ég varð ekki hrædd við þessa
hunda. Þvert á móti féll ég gjör-
samlega fyrir þeim. Þegar ég svo
kom heim einn daginn og sagði að
mig langaði í hund missti fjöl-
skyldan andlitið,“ rifjar Guðríður
upp.
Hún segist ekki vita hvers
vegna þessir hundar hafi virkað
svona á sig. „Þeir sem eiga svona
hunda skilja það, því Cavalierinn
er engum líkur,“ fullyrðir hún.
Þau hjónin eignuðust fyrst Skut-
uls-Tjörfa og ári seinna Ljúflings-
Gáska. „Þorvarður féll gjörsam-
lega fyrir hvolpinum þegar við
sóttum hann og það varð ekki aft-
ur snúið. Síðan hafa þessir hund-
ar verið okkar helsta áhugamál,“
segir hún.
Í fyrra fluttu þau inn þriðja
hundinn af Cavalier-kyni frá Bret-
landi en hann dó fyrir tveimur
mánuðum úr nýrnasjúkdómi.
„Það var okkur mikið áfall enda
veiktist hann skyndilega og dó að-
eins nokkrum dögum síðar.“
Fyrir nokkru kynntust þau
nýrri hundategund sem þau féllu
einnig fyrir eins og Cavaliernum
forðum en það er Japanese Chin.
„Þeir heita Kiki og Meme og eru
mjög kelnir og hafa ekki ósvipað
skap og Cavalierinn.“
Guðríður segist jafnan vera
heima hjá þeim á morgnana og
gefa þeim tíma sinn. „Þeir litlu
sofa í búri saman á næturnar en
þeir eldri eru í grind. Áður var
það þannig að Tjörfi og Gáski
sváfu uppi í hjá okkur og voru
farnir að stjórna því hvenær við
færum í rúmið. Það gat ekki geng-
ið áfram og við tókum á því. Það
kostaði grát í tvær, þrjár nætur og
lítinn svefn en þeir áttuðu sig og
eru nú sáttir við að fara í grindina
sína,“ segir Guðríður.
Fyrir nokkru lauk Guðríður
námi í hundasnyrtingu í Bretlandi
og nú vinnur hún alfarið við
hunda. „Þeir eiga hug minn og
hjarta og ég hef mikið yndi af að
umgangast þá.“
bergljot@frettabladid.is
GUÐRÍÐUR OG ÞORVARÐUR MEÐ HUNDANA SÍNA
Guðríður vinnur nú eingöngu í kringum hunda, sem eru hennar helsta áhugamál. Þau
hjón flytja einnig inn náttúruvænan hundamat.
Var dauðhrædd
við hunda
Guðríður Vestars vann í banka og var hrædd við
hunda. Þegar hún kynntist Cavalier hvarf hræðslan og
hún féll gjörsamlega fyrir þeim. Nú á hún fjóra hunda
og þar af tvo Japanese Chin.
■ GÆLUDÝRIÐ MITT
Þegar ég svo kom
heim einn daginn og sagði
að mig langaði í hund
missti fjölskyldan andlitið.
,,
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
■ BERNSKUMINNINGIN
Morgungleði
og plastpoki