Fréttablaðið - 21.06.2003, Page 20

Fréttablaðið - 21.06.2003, Page 20
20 21. júní 2003 LAUGARDAGUR Bæjarlind 14-16 | 201 Kópavogi | Sími 564 4400 | Fax 564 4435 | tekk@tekk.is | www.tekk.is H R IN GDU EÐA K O M D U S E M F Y R S T N‡ sending af glæsilegum eikarhúsgögnum frá Ethnicraft bor›stofubor› | bekkir | skápar | hillur | lampar Opi› laugardaga kl.13 -16. Loka› á sunnudögum í júní og júlí. ■ BÓKAHILLAN MÍN Fjögur þúsund titlar og ekkert rusl Ég á örugglega á fjórða þúsundbækur og er búin að henda öllu ruslinu,“ segir Kolbrún Berg- þórsdóttir blaðamaður. „En ef ég þyrfti að velja mér fjórar bækur úr hillunum mínum sem ég mætti taka með mér á eyðieyju þá yrði Lísa í Undralandi eftir Lewis Carroll efst á blaði. Þetta er hug- myndaríkasta og skemmtilegasta skáldsaga sem hefur verið skrif- uð. Ég er full lotningar gagnvart henni en það þýðir þó ekkert ann- að en að lesa hana á frummálinu. Hún virkar ekki öðruvísi. Biblían er líka ómissandi. Það er eiginlega ekki hægt að lýsa henni á nokkurn hátt í stuttu máli en sem bókmenntaverk hefur hún einfaldlega allt. Þá er ég svo trygg mínum mönnum að ég get ekki skilið Dickens eftir. Hann er uppáhalds- skáldsagnahöfundurinn minn. Það er erfitt að velja úr verkum hans en ég myndi sennilega taka David Copperfield enda býður hann þar upp á þvílíkt persónugallerí. Ég skil þá eftir snillinga á borð við Tolstoj og Dostojevskí en ég get ekki neitað mér um Vesaling- ana eftir Victor Hugo. Þannig skáldsögur skrifa bara sannir snillingar.“ ■ KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR Á veglegt bókasafn en helstu gersemar þess að hennar mati eru Lísa í Undralandi, Biblí- an, Vesalingarnir og verk Dickens. AUÐUNN BRAGI SVEINSSON Auðunnarnafnið algengt í Noregi og á Englandi hefur það breyst í Edwin. Móðirin aftók Tobías- arnafnið Fljótt varð mér ljóst að nafniðmitt er dálítið sérstakt. Nú hefur það nafn fylgt mér býsna langa leið,“ segir Auðunn Bragi Sveinsson rithöfundur. „Ekki veit ég til að ég eigi neinn al- nafna, að föðurheitinu með- töldu. Ég á að vísu ungan nafna á Ísafirði, en hann er ekki Sveinsson eins og ég, heldur Salamarsson. Við þekkjumst og höfum skipst á jólakortum um árabil. Annars væri fróðlegt að vita hvort einhvers staðar kunni að leynast alnafni minn hérlend- is, jafnvel ungbarn. Mannsnafn- ið Auðunn er stundum ritað með einu n-i, þó að ég hafi aldrei gert það. Í símaskránni má finna marga með þessu nafni af báð- um gerðum. Líklega mun Auð- unn nafni minn hinn vestfirski hafa borið þetta nafn einna fyrstur, og er það skrifað með tveimur n-um. Auðunsnafnið mun hafa borist til Íslands með landnámsmönnum frá Noregi, enda er það algengt þar enn þótt ekki sé það eins skrifað og hjá okkur. Á hinum Norðurlöndun- um mun nafnið fátítt. Í Englandi er Auðunsnafnið tekið að aflag- ast nokkuð frá fyrstu gerð. Er það nú Edwin. Merking orðsins Auðunn er maður sem ann auð eða auðsvinur. Telja því sumir eðlilegt að það sé skrifað með einu n-i þar sem eitt n er í orð- inu vinur, rótin vin. Ég er ánægður með nafnið mitt. Ég átti raunar ekki að heita því sem fyrra nafni, heldur átti að klína á mig heitinu Tobías. Þannig var að þegar ég fæddist var maður nokkur nýlátinn sem Tobías hét og vildi faðir minn að ég bæri nafn hans. Móðir mín aftók það hins vegar með öllu. Var nú tek- ið að litast um í ættarskrá minni og fundið nafn sem borið hafði langalangalangafi minn, sem fæddur var 1742 en grafinn 5. maí 1796, 54 ára. Síðara skírnar- nafnið mitt fékk ég út í loftið, var mér sagt. Ef ég skyldi eitt- hvað fást við skáldskap síðar á ævinni gat það verið við hæfi. ■ ■ NAFNIÐ MITT FR ÉT TA B LA Ð IÐ /I N G O

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.