Fréttablaðið - 28.06.2003, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 28.06.2003, Blaðsíða 1
VIÐSKIPTI Samningur Símans við Odda um gerð símaskráarinnar er brot á lögum og reglum um útboð, að mati Krist- þórs Gunnars- sonar, fram- kvæmdastjóra Ísafoldarprent- smiðju. „Ég tel að Oddi fái um 80-100 milljónir fyrir verkið ár hvert og sam- kvæmt lögum um útboð á verkum fyrirtækja í ríkiseigu á að bjóða verk út sem kosta meira en þrjár milljónir.“ Heiðrún Jónsdóttir, upplýs- ingafulltrúi Símans, segir Sím- ann í fullum rétti að semja við Odda. „Áður en við sömdum við Símann vorum við búin að fá óformleg tilboð, meðal annars frá erlendum aðila, en það var okkar mat að samningur við Odda væri hagkvæmastur.“ Kristþór segist hafa gert tvær tilraunir til þess að fá að bjóða í verkið, þá fyrri haustið 1999. Þá fékk hann þau svör að það væri einsýnt að Síminn myndi bjóða út verkið árið 2000. Í júní í fyrra hafi hann gert aðra tilraun. Þá hafi hann fengið þau svör að búið væri að semja við Odda um símaskrána 2003 en Anton Örn Kærnested, fram- kvæmdastjóri símaskráarinnar, hafi sagt honum að góðar líkur væru á því að verkið yrði boðið út í júní 2003. „Mig fór að lengja eftir gögnum og hafði samband við Símann 20. júní. Þá komst ég að því að 10. júní hefði verið samið við Odda til þriggja ára, og þann samning er hægt að fram- lengja um tvö ár. Það er augljóst að Síminn ætlaði sér aldrei í út- boð.“ Kristþór segir samningana við Odda skekkja mjög samkeppnis- stöðu á prentmarkaðnum. Oddi hafi lagt út í fjárfestingu á 400 milljón króna prentvél fyrir nokkrum árum og samhengið á milli þeirrar fjárfestingar og prentunar símaskráarinnar ár hvert sé augljóst. „Við höfum fengið þau svör frá Símanum að verkið sé flókið og mistök dýr, en að okkar mati er verkið með einfaldari verk- efnum,“ segir Kristþór og segir Ísafoldarprentsmiðju fullfæra um að prenta verkið hratt og vel. sigridur@frettabladid.is MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Suðurgötu 10, 101 Reykjavík — sími 515 7500 Tónlist 26 Leikhús 26 Myndlist 26 Bíó 28 Íþróttir 10 Sjónvarp 30 KVÖLDIÐ Í KVÖLD LAUGARDAGUR 28. júní 2003 – 144. tölublað – 3. árgangur bls. 24 STARFIÐ Víkingar ljúfir bls. 19 SJÓMANNAHEIMILI Athvarf fyrir sæfarendur bls. 16 STA Ð R EY N D UM MEST LESNA DAGBLAÐIÐ Samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup í mars/apríl 2003 22,1% 52,3% 61,7% FR ÉT TA B LA Ð IÐ M O R G U N B LA Ð IÐ D V Sumar í Skálholti TÓNLEIKAR Fyrstu sumartónleikarnir í Skálholti fara fram í dag klukkan þrjú og fimm. Fyrri tónleikarnir eru helgaðir verkum eftir staðar- tónskáldið, Gunnar Reyni Sveins- son. Á seinni tónleikunum verður leikin nútímatónlinst og tónlist frá endurreisnartímanum í flutningi kammerhópsins Contrasti. Meistarar formsins MYNDLIST Sýningin Meistarar formsins opnar í Listasafninu á Ak- ureyri í dag. Á henni sýna 43 lista- menn, þar af 11 Íslendingar. Sýn- ingin er haldin í samvinnu við Rík- islistasafnið í Berlín. Sungið og gengið GÖNGUFERÐ Ungmennafélag Íslands stendur fyrir gönguferð um skálda- slóð í Mosfellsdal. Hljómsveitin Á móti sól mætir og tekur nokkur lög fyrir gönguna. Gangan hefst klukk- an 11. Teflt á Grænlandi SKÁK Alþjóðlegt atskákmót hefst á Grænlandi í dag. Meðal þátttak- enda eru Friðrik Ólafsson og Jó- hann Hjartarson. SIGLT Á SUNDUNUM Skúturnar sigldu seglum þöndum við Reykjavíkurhöfn í dag og fylgdust margir áhugasamir með. GOTT VEÐUR Frábær helgi fram undan. Spáð er hita og logni: Besta helgi sumarsins VEÐUR „Það stefnir í algert hæg- viðri og hita,“ segir Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur um helgarveðrið. „Það verður frá- bært veður um land allt og ekki síst í Reykjavík. Ég hvet lands- menn til að hverfa á vit náttúr- unnar og njóta þess sem Ísland hefur upp á að bjóða. Nú verður veðrið til þess,“ segir veðurfræð- ingurinn. Sigurður gerir ráð fyrir rúm- lega tuttugu stiga hita víða inn til landsins þar sem hlýjast verður. Í Reykjavík verður hitinn að líkind- um 15-17 stig: „Þetta gæti orðið besta helgi sumarsins og góður endir á mánuði þar sem hitinn hefur verið í sögulegu hámarki í júní,“ segir Sigurður en á mánu- dagin þykknar upp þó áfram verði hæglætisveður – en þó ekki eins frábært og allt útlit er fyrir um helgina. ■ Síminn sagður brjóta lög Samið um prentun símaskráarinnar til næstu þriggja ára. Síminn brýtur lög um útboð, að mati framkvæmdastjóra Ísafoldar- prentsmiðju. Í fullum rétti, segir upplýsingafulltrúi Símans. VIÐSKIPTI Líf hf. og Landsbankinn hafa gert samning upp á 1,7 millj- arða króna um endurfjármögnun lána fyrirtækisins sem voru hjá Búnaðarbanka Íslands. Líf hf. starfaði áður undir merkjum Lyfjaverslunar Íslands hf. og er stærsti dreifingaraðili lyfja, lækn- ingavara og annarra heil- brigðistengdra vara á Íslandi. Sigurjón Þ. Árnason, banka- stjóri Landsbankans og fyrrver- andi framkvæmdastjóri rekstrar- sviðs Búnaðarbankans, var kampa- kátur með samninginn. „Við erum mjög ánægðir með að fá eitt af hinum stóru og sterku fyrirtækj- um landsins til okkar og hlökkum til að vinna með þeim.“ Sturla Geirsson, forstjóri Lífs hf., segir Landsbankann einfald- lega hafa boðið bestu kjörin. „Við fórum í óformlegt útboð milli bankanna og gerðum það sem kem- ur hluthöfunum mest til góða.“ Sigurjón Landsbankastjóri var einn af 20 starfsmönnum Búnaðar- bankans sem Landsbankinn réði til sín í vor. Líf hf. hefur undanfarið verið í mikilli útþenslu og keypt Thorarensen lyf og A. Karlsson, auk þess að eiga tvö dótturfyrir- tæki í Eystrasaltslöndunum. ■ Landsbankinn og Líf gera lánasamning: Búnaðarbankinn missir viðskipti FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI Athafnasamur þjófur: Fjögur innbrot INNBROT Brotist var inn á fjórum stöðum í Reykjavík um hádegi og síðdegis í gær. Brotist var inn í bíl í Breiðholti og verðmætum stolið. Einnig var brotist inn í þrjú hús, eitt í miðborginni þar sem stolið var peningaskáp. Hin húsin voru vestar í bænum. Lögreglan hefur mann í haldi sem grunaður er um þjófnaðinn. Allt þýfið var meira og minna fundið en eftir átti að yfirheyra manninn. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI TÓNLIST Hugarangur og tilraunafyllerí „Það er augljóst að Síminn ætlaði sér aldrei í útboð. REYKJAVÍK Suðaustan hæg- viðri og yfirleitt bjart veður. Hiti 13 til 20 stig. VEÐRIÐ Í DAG + + VINDUR ÚRKOMA HITI Ísafjörður 5-8 Bjart 15 Akureyri 3-8 Léttskýjað 18 Egilsstaðir 5-5 Léttskýjað 18 Vestmannaeyjar 5-10 Bjart 17 ➜ ➜ ➜ ➜ + +

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.