Fréttablaðið - 28.06.2003, Blaðsíða 24
24 28. júní 2003 LAUGARDAGUR
Þegar George W. Bush keyrði aðHvíta húsinu til þess að láta
sverja sig inn í embætti beið hans
hópur mótmælenda sem hélt því
fram að hann hefði stolið kosning-
unum frá mótherja hans Al Gore.
Eins og margir muna beið þjóðin
agndofa eftir úrslitunum en úrslit
Flórídafylkis skáru úr um sigur-
vegarann. Mótmælendurnir, og
margir aðrir, vilja þó halda því
fram að ekki hafi verið staðið
drengilega að þeirri framkvæmd
að telja atkvæði í Flórída. Þeir
vilja þannig meina að Bush hafi í
raun stolið kosningunni frá
mótherja sínum, þannig að þegar
Bush nálgaðist Hvíta húsið þenn-
an dag kölluðu mótmælendurnir
að honum: „Hail to the Thief!“.
Það er því ekki af ástæðulausu
sem menn vilja skipa Radiohead í
hóp mótmælenda og andstæðinga
Bush, sérstaklega í ljósi þess að
meðlimir sveitarinnar tóku
snemma á ferlinum upp á því að
láta skoðanir á heimsins málum í
ljós og hafa verið dyggir stuðn-
ingsmenn mannúðarsamtaka á við
Amnesty International og fleiri.
Tónlistin hefur oftast verið
byggð á niðursveiflunni. Falleg
depurð Radiohead er svo skreytt
textum Thom Yorke og er sögu-
maður þeirra í flestum tilvikum á
skjön við samfélag sitt, hvort sem
söngvarinn lágvaxni á þar við
sjálfan sig eða ekki. Innri bardag-
ar og hugarangur eru líka oft gerð
að viðfangsefni.
Radiohead hefur tekist svo vel
til í því að skapa sinn eigin hljóm
að erfitt er að giska á áhrifavalda.
Gítarleikarinn Ed O’Brien hefur
þó lofsungið Johnny Marr úr The
Smiths og á fyrri plötum sveitar-
innar má glitta í takta frá U2, My
Bloody Valentine, Pink Floyd, Pix-
ies og jafnvel sveitinni Ride, sem
kom frá sömu borg og Radiohead,
Oxford.
Angurvær og tjáningarmikil
söngrödd Thom Yorke hefur þó
tryggt sveitinni allsérstakan stíl
og olli því að það þykir ekkert til-
tökumál að syngja í falsettu í
rokkinu í dag.
Alvöru háskólarokk
Ein merkilegasta staðreyndin í
sögu Radiohead er hversu sam-
heldinn hópurinn hefur verið.
Hljómsveitin var stofnuð árið
1988 af söngvaranum og gítarleik-
aranum Thom Yorke, gítarleikar-
anum Ed O’Brien, gítarleikaran-
um Jonny Greenwood, bróður
hans Colin Greenwood á bassa og
trommaranum Phil Selway. Það
hafa sem sagt aldrei orðið manna-
breytingar á hópnum í öll þau
fimmtán ár sem sveitin hefur
starfað.
Þegar félagarnir fóru að spila
saman voru þeir nemar í Oxford-
háskóla. Lengi vel hét sveitin því
hræðilega nafni On a Friday enda
var engin sérstök alvara á ferð-
inni í fyrstu. Liðsmenn lögðu þá
metnað sinn í námið og voru með
nef sín frekar ofan í námsbókun-
um en að mæta á æfingar.
Í upphafi tíunda áratugarins
voru liðsmenn þó byrjaðir að átta
sig á eigin verðleikum. Búnir að
skipta um nafn og lögðu metnað
sinn í það að koma út fyrstu smá-
skífu sinni, „Drill E.P.“ sem sá
dagsins ljós árið 1992. Ólíkt mörg-
um öðrum sveitum þurfti Radio-
head ekki að bíða lengi eftir plötu-
samningi og samdi við
EMI/Capitol stuttu eftir fyrstu út-
gáfu sína.
Sveitin virðist ekki geta slegið
vindhögg og fyrsta smáskífa
hennar hjá stóru útgáfunni,
„Creep“, rann inn á útvarpstöðvar
um allan heim og varð óvæntur
slagari báðum megin við Atlants-
hafið. Lagið náði þó ekki vinsæld-
urm fyrr en það hafði slegið í
gegn í Bandaríkjunum en vin-
sældir þess þar komu flestum
sem tengdir voru tónlistariðnað-
inum í opna skjöldu enda hafði
breska tónlistarpressan sniðgeng-
ið sveitina nánast frá upphafi.
Þegar lagið var svo endurútgefið í
Bretlandi, eftir að það var orðið
alþekkt í Bandaríkjunum, fór það
rakleiðis inn á topp 10 í heima-
landinu.
Næstu tvær smáskífur, „Any-
one Can Play Guitar“ og „Pop Is
Dead“, fengu þó ekki jafn blíðar
viðtökur, og fyrsta breiðskífan,
„Pablo Honey“, sem kom út vorið
1993, hvarf jafn skyndilega og
hún birtist. Margir afskrifuðu út-
varpshausanna sem „Eins slagara
undur“ eða „One Hit Wonder“.
Beygja tvö
Aðra plötu sína vann Radio-
head með upptökustjóranum John
Leckie, sem hafði áður unnið með
The Stone Roses, Ride, The Fall
og Kula Shaker. „The Bends“ kom
út um vorið 1995 og fékk strax
góða dóma. Það dugði þó ekki til
þess að selja plötuna og fyrsta
smáskífulagið „High and Dry“
hafði ekki þá slagaraburði sem út-
gáfufyrirtækið hafði ætlast til.
Þetta var á þeim tíma sem
R.E.M. var í tónleikaferðalagi
sínu um heiminn til að kynna
„Monster“-plötuna og hafði valið
Radiohead sem upphitunaratriði.
Sú athygli sem sveitin fékk undir
verndarvæng Michael Stipe og fé-
laga, betri smáskífulög og gífur-
legur metnaður í myndbandagerð
kom Radiohead aftur inn á kortið.
Sérstaklega var myndbandið við
lagið „Just“ sláandi flott. Lögin
„Fake Plastic Trees“ og „Street
Spirit“ bættu svo áhangendum við
sveitina. Ári eftir að platan kom
út náði hún loksins inn á topp 10 í
Bretlandi um svipað leyti og hún
náði gullsölu í Bandaríkjunum.
Radiohead og Nigel Godrich
Það var svo á þriðju plötu Radi-
ohead sem sveitin komst í hæstu
hæðir þar sem hún hefur náð að
halda sér síðan. Liðsmenn eiga
blómlegu samstarfi sínu við upp-
tökustjórann Nigel Godrich þar
mikið að þakka en þeir hafa unnið
með honum síðan við gerð „OK
Computer“. Godrich hafði þá áður
unnið með Ride auk þess að gera
plötuna „Booth and the Bad Ang-
el“ sem var afar ólíklegt sam-
starfsverkefni Tim Booth úr
James og kvikmyndatónlistar-
mannsins Angelo Badalamenti. Sá
síðarnefndi er líklegast þekktast-
ur fyrir að gera tónlistina við
flestar kvikmyndir David Lynch.
Þegar þriðja plata Radiohead,
„Ok Computer“, kom út varð flest-
um strax ljóst að um meistara-
stykki væri að ræða. Lagasmíðar
sveitarinnar voru orðnar flóknari
og nær Pink Floyd en áður. Hljóð-
heimur hennar var vel skapaður
og djúpur enda Godrich þekktur
fyrir smekklega notkun sína á
delay- og reverb-effektum.
Það sem skaut þeirri plötu þó
helst upp til stjarnanna voru ótrú-
legar lagasmíðar, tjáning liðs-
manna á þeim og tilfinninga-
þrunginn söngur Yorks. Platan
verður líklegast á listum yfir
bestu plötur síðustu aldar um ald-
ur og ævi. Ekki orð um hana meir.
Þær gífurlegu eftirvæntingar
sem fylgdu í kjölfarið voru slíkar
að það er vel skiljanlegt að Radio-
head-liðar hafi dregið sig til baka
inn í skel sína.
Tilraunafyllerí
Listrænn metnaður þeirra var
slíkur að þeir neituðu sér um að
skila af sér annari „OK“ plötu í
gróðarskyni. Þess í stað var engu
líkara en að þeir væru að reyna
gera allt sem í þeirra valdi stóð til
þess að storka markasvöldunum
og verða eins „óútvarpsvænir“ og
mögulega var. Þeir neituðu að gera
myndbönd á þeim forsendum að
þau væru aðeins auglýsingar sem
kæmu tónlist ekkert við. Einnig
gáfu þeir þá skýringu að það væri
bara asnalegt fyrir tónlistarmenn
að þurfa að sitja í förðun og leika
svo í heilan dag. Einnig neituðu
þeir að gefa út smáskífur og halda
tónleika í öðru en risastóru 30 þús-
und manna tjaldi sem þeir ferð-
uðust með um allan heim. Þannig
vildu þeir hafa fullkomna stjórn á
sínum málum án afskipta risafyr-
irtækja, sem oftar en ekki reyna
að næla sér í bita af kökunni eða
merkja sér tónleikana á einn eða
annan hátt. Stjörnukraftur Radio-
head var orðinn slíkur að plötuút-
gáfa þeirra samþykkti allar kröfur
sveitarinnar skilyrðislaust.
Tónlistarlega skipti sveitin al-
gerlega um gír. Í viðtölum töluðu
menn um að útsetningar laga
skiptu meira máli en hvort allir
liðsmenn sveitarinnar léku á sitt
hljóðfæri í lögunum. Bentu oft á að
útsetjarar í gamla daga, á við Phil
Spector og Brian Wilson, hugsuðu
lítið um það hvort allir liðsmenn
hljómsveita hefðu eitthvað hlut-
verk í lögunum.
Upptökuferlið var langt og
erfitt en þó blómlegt. Menn tók-
ust á, aðallega gítarleikarinn Ed
O’Brien og Thom Yorke, sem
virtust í fyrstu ósammála um
næstu spor sveitarinnar. Thom
hafði betur og hljómur sveitar-
innar þróaðist meira út í rafhljóð
en áður.
Á þeim tíma sem „Kid A“ var í
burðarliðnum var Napster-deilan
í hámarki og frjáls skipti á Net-
inu líklegast aldrei aðgengilegri.
Platan lak og stærsti hluti tölvu-
væddra aðdáenda var kominn
með hana í eyrun fyrir útgáfu-
dag. Liðsmenn sögðust finna mik-
ið fyrir þessu, sérstaklega á tón-
leikum þar sem tónleikagestir
sungu hástöfum með lögum sem
áttu ekki að koma út fyrr en eftir
nokkra mánuði. Andi sósíalism-
ans sveif yfir hljómsveitarrútu
sveitarinnar og sögðust liðsmenn
bara hafa gaman að þessu. Þeir
hafa aldrei kvartað opinberlega
yfir því að áhugasamir sæki tón-
list þeirra á Netinu í jafn miklu
mæli, enda löngu orðnir saddir á
kökunni sem fylgir velgengni.
BREIÐSKÍFUR RADIOHEAD:
1993 Pablo Honey
1995 The Bends
1997 Ok Computer
2000 Kid A
2001 Amnesiac
2003 Hail to the Thief
Breska rokksveitin Radiohead gaf nýverið út sína fimmtu breiðskífu, „Hail to the Thief“.
Margir héldu að eftir tilraunagleðifyllerí síðustu tveggja platna myndi sveitin róa á rólegri
gítarmið. Í stað þess náði sveitin að sameina það besta úr báðum heimum. Menn velta því einnig
fyrir sér hvort titillinn sé ádeila á Bush Bandaríkjaforseta.
Innri bardagar, hugar-
angur og tilraunafyllerí
Thom Yorke:
Engilraddaður
konungur innhverfra
Söngvari Radiohead, ThomYorke, er orðinn eins konar
táknmynd þeirra sem virðast á
skjön við samfélag sitt. Hann
virðist eiga erfitt með að ná and-
anum í hröðu samfélagi viðskipta
og upplýsinga. Titlar laga og út-
gáfna hafa oft verið eins konar
slagorð fyrir þessa heimsmynd
Yorkes. Þar má til dæmis nefna
að safn myndbanda af „Ok
Computer“ hét „7 Television
Commercials“ sem hugsa má
sem grímulausa lýsingu á mynd-
böndum, eða að minnsta kosti
notagildi þeirra fyrir plötufyrir-
tæki.
Fólk sem er á móti alheims-
væðingu einkafyrirtækja hefur
fundið talsvert í textum Yorkes
sem helst í hendur við skoðanir
þeirra.
Söngrödd Yorkes hefur líka
verið eftirsótt. Hann hefur sung-
ið sem gestasöngvari með fjölda
listamanna, þar á meðal með
Björk í lagi hennar „I’ve Seen It
All“ sem tilnefnt var til Ósk-
arsverðlauna árið 2000.
Einnig hefur hann sungið með
P.J. Harvey á verðlaunaplötu
hennar „Stories from the City,
Stories from the Sea“, lagið
„Rabbit in the Headlights“ með
U.N.K.L.E. og dúettinn „El Presi-
dent“ með Drugstore.
THOM YORKE
Ólíkt flestum öðrum liðsmönnum
Radiohead er Thom Yorke ekki frá
Oxford, heldur er hann fæddur í
Wellingborough í Englandi.