Fréttablaðið - 28.06.2003, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 28. júní 2003 29
SÍMI 553 2075
Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10 FRUMSÝNINGBRINGING DOWN THE H... 8, 10.10KANGAROO JACK kl. 4 og 6
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10 b.i. 12 Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 b.i. 14
kl. 8 og 10 ANGER MANAGEMENTkl. 2, 4 og 6AGENT CODY BANKS
THEY kl. 4, 6, 8 og 10 b.i. 16 IDENTITY kl. 4, 6, 8 og 10 b.i. 16 Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30
Söngvari Depeche Mode hefur vístgengið í mörg ár með þann draum
í maganum að gera sólóplötu. Loks-
ins nýtti hann tækifærið í fríi DM og
kýldi á það. Eitthvað hefur pilturinn
svo heillast af Sigur Rós því hann réð
til sín Ken Thomas, upptökustjóra á
tveimur síðustu plötum sveitarinnar.
Það er kannski ekkert sanngjarnt
en ég kemst ekki hjá því að bera lög-
in á frumraun Gahan við lög
Depeche Mode. Í hljómsveitinni hef-
ur hann nánast aðeins verið í hlut-
verki söngvara og lítið sem ekkert
komið nálægt laga- og textasmíðum.
Því hlutverki hefur Martin Gore
sinnt, með blómlegum árangri. Það
fyrsta sem maður verður var við er
að lagasmíðar Gahan eru hvergi eins
sterkar og þekkist hjá DM og plöt-
una sárvantar útvarpsslagara.
Einnig verður það að teljast frekar
óskynsamleg ákvörðun hjá honum að
tileinka sér hljóm sem svipar nokkuð
til DM. Betur hefði verið að færa sig
alveg frá forritunum og blúsgítarn-
um.
En ekki misskilja mig. Þetta er
alls ekki slæm plata og vel skiljan-
legt að Gahan sé nú fullur metnaðar
og tali jafnvel um að slíta samstarfi
sínu við Gore fái hann ekki að taka
þátt í lagasmíðum. Á köflum rís plat-
an jafnvel hátt, t.d. í laginu „Stay“.
Gahan sannar það vel að hann getur
svo sem haldið áfram að gera tónlist
án Gore. En eftir að hafa heyrt plöt-
una bið ég eiginlega til Guðs að hann
láti ekki verða af hótunum sínum.
Birgir Örn Steinarsson
Umfjölluntónlist
„Allt í lagi“-
byrjun
DAVID GAHAN:
Paper Monsters
TÖLVULEIKIR Tomb Raider-leikirnir
vinsælu, með Löru Croft í farar-
broddi, hafa aldrei verið þekktir
fyrir góða stjórnun. Sá hluti leikj-
anna var meira það sem menn
sættu sig við til að fá að upplifa
allt það góða sem leikirnir höfðu
upp á að bjóða. Nú er stutt í út-
gáfu nýjasta leiksins í bálknum,
Tomb Raider: Angel of Darkness,
og hin virta leikjavefsíða
gamespot.com hefur þegar tekið
hann til skoðunar.
Þar á bæ eru menn ekki alls
kostar ánægðir með leikinn, en
hann á að marka nýtt og ferskt
upphaf Tomb Raider á nýrri gerð
leikjatölva. Þeir segja að vissu-
lega séu umhverfin glæsileg og
stórbrotin, þrautirnar vandaðar,
spilunin fjölbreytt og sagan gríp-
andi. En þeir segja að Lara láti
jafn vel að stjórn og steypubíll,
jafnvel verr en í gömlu leikjun-
um. Þetta álíta þeir skemma leik-
inn heilmikið þar sem spilandi
deyr í sífellu við það að detta
fram af öllum sköpuðum hlutum.
Svo er grafíkin gölluð á köflum,
myndavélin óþjál, óvinir sitja illa
á umhverfinu og í raun augljóst
að að leikurinn kom út áður en
hugað hafði verið að öllu. ■
LARA CROFT Í HASAR
Hér væri erfitt að koma steypubíl í gegn vandkvæðalaust.
Nýr Tomb Raider-tölvuleikur fær slæma dóma:
Illa hannaður leikurHinn fagurlega skapaði oghæfileikaríki Justin Timb-
erlake komst enn einu sinni í
fréttirnar, og nú vegna ástamála
sinna.
Komið
hefur í
ljós að
hann og
íðilfagra
tág-
granna
lokka-
fljóðið
Cameron
Diaz hafa
hist á
laun í 2
mánuði
og ætla
að koma
fram í
fyrsta
skipti op-
inberlega
í Ástarskrúðgöngunni víðfrægu í
Berlín. Þetta er fyrsta alvarlega
samband Justins síðan hann
hætti með barnalegu kyn-
bombunni Britney Spears. Diaz
hætti nýlega með leikaranum
Jarred Leto, sem þekktur er úr
„Requiem for a Dream“, eftir 4
ára samband.
Hin breska Glastonbury-tónlist-arhátíð er nú hafin en þeir
112.000 aðgöngumiðar sem voru til
sölu seldust upp á 18 klukkutímum
og hátíðin er yfirtroðin. Fólk var
byrjað að mæta nokkrum dögum
áður en tónlist fór að hljóma og
heilum degi fyrir opnunartónleika
hljómsveitarinnar R.E.M. voru
50.000 manns mætt á svæðið og
lögreglan búin að handtaka 17,
flesta vegna fíkniefnabrota, en yf-
irvöld á svæðinu hafa staðið að sé-
stökum aðgerðum til að sporna
gegn slíku. Stærstu nöfnin eru
R.E.M., Radiohead og Moby, ásamt
fjöldanum öllum af minni spá-
mönnum.
Framleiðendur framhalds Brid-get Jones Diary standa í við-
ræðum við diskóboll-
una John Travolta
um að taka við
hlutverki Colin
Firth sem
stóru ástar
Bridget í
myndinni. Í
fyrstu vildu
þeir fá
George
Clooney, en
Renee Zellweger, sem leikur
Bridget sjálfa, þvertók fyrir það
vegna fyrri ástamála þeirra á milli.
Því hafa þeir hafið viðræður við
Pulp Fiction-goðið, án þess að neitt
sé þó öruggt í þeim efnum.
Handritshöfundar í Hollywoodáttu góða daga á áratugnum
sem var að líða. Milli áranna 1992
til 1997 hækkuðu laun þeirra um
81%. Nú hafa þeir þó gert sér
grein fyrir stöðnun á þessu sviði;
á bilinu 1996-2001 hækkuðu laun
þeirra um aðeins 0,6%, sem er
gríðarleg rénun. Viðskiptafræð-
ingar kenna því um að laun
frægra leikstjóra og leikara halda
áfram að hækka upp úr öllu valdi
og því þurfi kvikmyndaverin að
skera niður laun annarra.
RIAA (Recording IndustryAssociation of America) hefur
lengi átt í hatrönmu stríði við
dreifingu tónlistar á Netinu. Nú
ætla þeir virkilega í hart, en þeir
segjast ætla að stefna mörgum
hundruðum netnotenda sem deila
stórum söfnum tónlistar á net-
inu, í forritum á við Kazaa. For-
maður nefndar þessarar segir
gagnadeilingu með þessum hætti
bæði ranga og ólöglega. Fyrir-
tækið Sharman Networks, sem
sér um og gefur út Kazaa, ásakar
hins vegar RIAA um að lýsa yfir
stríði við viðskiptavini sína, og
að þeim þætti eðlilegra að fyrir-
tæki þeirra og útgáfufyrirtæki
ynnu saman að lausn á vandan-
um.
Fréttiraf fólki