Fréttablaðið - 28.06.2003, Blaðsíða 20
20 28. júní 2003 LAUGARDAGUR
Þetta er alls ekki sama sýning-in,“ segir Gunnar Helgason,
leikstjóri Grease, sem var að
hefja göngu sína í Borgarleikhús-
inu, og þvertekur fyrir að það sé
of stutt síðan Grease var síðast
sett á fjalirnar í Reykjavík. „Það
er öllu breytt sem hægt er að
breyta í einu leikriti, dansinum,
búningunum, leikmyndinni, bíln-
um, þýðingunni og landinu sem
sagan gerist í sem og árinu sem
leikurinn á sér stað. Það eina sem
eftir stendur er grunnurinn sem
var einu sinni söngleikurinn
Grease en söngleiknum var
breytt eftir að bíómyndin var
frumsýnd. Hann var samræmdur
myndinni og best heppnuðu lögin
úr myndinni voru tekin inn í
söngleikinn.“
Gunnar telur það því síður en
svo koma að sök þótt einungis
fimm ár séu liðin frá því Grease
var sýndur við miklar vinsældir í
Borgarleikhúsinu. Þá fóru þau
Selma Björnsdóttir og Rúnar
Freyr Gíslason með hlutverk
Sandyar og Dannys en nú eru það
Birgitta Haukdal og Jón Jósep
Snæbjörnsson, betur þekktur
sem Jónsi Í svörtum fötum, sem
leika skötuhjúin.
Gísli Rúnar Jónsson þýddi og
staðfærði söngleikinn og þar sem
hann gerist nú á Íslandi heitir
Danny Daníel Zoega en Sandy
heldur nafni sínu nánast óbreyttu
og er nú Sandí.
Söngleikurinn var frumsýnd-
ur á fimmtudaginn. Það var
uppselt á frumsýninguna og allt
bendir til þess að Grease ætli að
slá í gegn eina ferðina enn en nú
þegar er uppselt á næstu fimm
sýningar.
Gunnar hefur verið á kafi í
Grease-fræðunum og segist hafa
legið yfir söguþræði söngleiks-
ins. „Ég skoðaði auðvitað mynd-
ina, las gömlu þýðinguna og fór
til London og sá leikritið. Það
varð svo okkar niðurstaða eftir
alla þessa yfirlegu að breyta til
og láta leikinn gerast á Íslandi.“
Grease-æðið sem gekk yfir
landið í kjölfar bíómyndarinnar
fór ekki framhjá Gunnari, sem
mætti einu sinni í skólann með
brillijantín í hárinu. „Ég var
bara ekki með hárið í þetta og
gerði mér grein fyrir því. Það
klikkuðu margir á því. Ég fékk
hins vegar ekki leðurjakka,“
bætir leikstjórinn við hress í
bragði. ■
Grease í Borgarleikhúsið á ný:
Allt önnur sýning
Höfundar Grease, Jim Jacobsog Warren Casey, fengu tæki-
færi til þess að setja söngleikinn,
sem gerði góðlátlegt grín að
klæðaburði, hegðun, gildismati og
tónlist upphafsára rokk og ról
tímabilsins hjá litlu áhugamanna-
leikhúsi í Chicago sumarið 1971.
Klókir framleiðendur frá New
York sáu uppfærsluna og skynj-
uðu undir eins að þarna væri eðal-
efni á ferðinni. Þeir fluttu söng-
leikinn til New York og þar hóf
hann göngu sína í Eden-leikhúsinu
á Valentínusardeginum árið 1972
og þaðan lá leiðin á Broadway.
Söngleikurinn er einn sá
lífseigasti sem settur hefur verið
á fjalirnar á Broadway og þegar
sýningarnar voru farnar að nálg-
ast 2.200 var Grease orðinn vin-
sælli en kúrekasápan Oklahoma!
og komst í áttunda sæti yfir lang-
lífustu sýningarnar frá upphafi í
þessu höfuðvígi söngleikjanna.
Sigurgangan heldur áfram
Árið 1978 kom svo kvikmynda-
útgáfan af Grease í kvikmynda-
hús. Myndin halaði inn 340 millj-
ónir dollara í kvikmyndahúsum
úti um allan heim og er tekju-
hæsta söngleikjakvikmynd allra
tíma. Myndin var endurútgefin á
20 ára afmælinu árið 1998 og þá
fóru ný og endurbætt eintök af
henni eins og eldur í sinu um
heimsbyggðina á ný. Sú staðreynd
að Grease var eitt af tíu sölu-
hæstu myndböndunum í Banda-
ríkjunum árið 1997 virtist því síð-
ur en svo koma í veg fyrir að fólk
legði leið sína í kvikmyndahús til
að berja myndina augum á ný.
Það er ekki síst tónlistin úr
myndinni sem hefur haldið henni
á lífi í vitund fólks og þar sem
grípandi og auðlærð lögin hafa
ferðast fyrirhafnarlaust á milli
kynslóða hefur ekkert staðið í
vegi fyrir að myndin sjálf gerði
slíkt hið sama. Tónlistin var gefin
út á tvöfaldri plötu og á tuttugasta
afmælisárinu hafði hún selst í yfir
20 milljónum eintaka og þar af
seldust 1,2 milljónir platna á árun-
Söngleikurinn Grease var frumfluttur árið 1971. Ný uppfærsla á söngleiknum var
frumsýnd í Borgarleikhúsinu í vikunni en hann var síðast settur upp í Reykjavík fyr-
ir 5 árum síðan. Þessar ódrepandi vinsældir má rekja til kvikmyndar frá árinu 1978.
Klassískt klístur
DANNY OG SANDY
Eru eitt heitasta par kvik-
myndasögunnar og ástarævin-
týri þeirra er enn að heilla fólk
á öllum aldri 32 árum eftir að
söngleikurinn um þau var
frumsýndur og 25 árum eftir
að John Travolta og Olivia
Newton-John sungu sig inn í
hug og hjörtu heimsbyggðar-
innar í Grease.
JÓNSI
Fetar í fótspor ekki minni manna en John Travolta og Rúnars Freys Gíslasonar í nýju uppfærslunni á Grease. Margt hefur þó breyst frá því
Rúnar Freyr heillaði Selmu Björnsdóttur á sviði Borgarleikhússins fyrir fimm árum.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
7V
IL
H
EL
M