Fréttablaðið - 28.06.2003, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 28. júní 2003 25
Gagn og gaman!
Small World barnahúsgögnin
breyta litlum herbergjum
í heilan heim!
H
R
IN
G
D
U
EÐ
A KOM
D
U
S E M F
Y
R
S
T
Opi› laugardaga kl.13 -16. Loka› á sunnudögum í júní og júlí.
Netskiptin gerðu lítið annað en
að dreifa þeim orðrómi að Radi-
ohead hefði tekist að gera annað
meistaraverk. Platan seldist því
strax vel þegar hún kom út um
haustið 2000. Íslendingum fannst
svo þeir vera enn nánari piltunum
í þetta skiptið þar sem Thom og
félagar völdu gulldrengina í Sigur
Rós til þess að hita upp fyrir sig á
stuttri Evrópureisu.
Ekki skemmdi fyrir að nægur
lagaafgangur var úr upptökuferl-
inu og var leifunum safnað saman
á fjórðu breiðskífu Radiohead,
„Amnesiac“, sem kom út akkúrat
ári eftir „Kid A“.
Lof sé þjófinum
Titill nýju Radioheadplötunn-
ar hefur tvær merkingar. Fyrst
er skotið á Bush Bandaríkjafor-
seta og svo má skilja hann sem
óð til netsamfélagsins þar sem
þegnarnir sækja þá tóna frítt
sem þeim girnist.
Platan var unnin á mettíma í
Los Angeles síðasta haust og er
enn eitt þrekvirki Radiohead. Í
stað þess að stiga skref til baka
úr tilraunaheimum nær sveitin
jafnvægi á milli gítarrokksins
og tilraunapoppsins. Lagasmíð-
um svipar meira til „Ok
Computer“ en á síðustu tveimur
plötum, en útsetningar fara
sumar vel inn á sömu deild og á
„Kid A“. Radiohead er í dag hel-
sta sveit Breta, dáð af pressunni
og tónlistaráhugafólki. og er ein
fárra hljómsveita sem geta leyft
sér nánast hvað sem er. Það sýn-
ir sig best á þeim smáskífum
sem sveitin hefur sent frá sér
upp á síðkastið. Það ætti að
þykja nokkuð víst að ef sömu
lög kæmu frá óþekktri sveit
myndu þau ekki ná upp á megin-
strauminn, þrátt fyrir stórfeng-
leika þeirra. Þannig er Radi-
ohead að setja sitt mark á þróun
tónlistar í dag og er hraðbraut
fyrir framúrskarandi hugmynd-
ir undirdjúpanna beint upp á yf-
irborðið.
biggi@frettabladid.is
RADIOHEAD
Ef Radiohead heldur áfram að
vinna jafn glæsilega tónlistar-
sigra og síðustu fjórar plötur
hafa verið verður hennar án efa
minnst sem merkustu rokksveit-
ar Breta á tíunda áratug tuttug-
ustu aldar og fyrsta áratug tutt-
ugustu og fyrstu aldar.
Í höfuðið á pabba
Ég er skírð í höfuðið á pabbamínum. Hann var búinn að
eignast tvær stelpur og var að
vonast til að það kæmi loks
strákur. Ég átti reyndar upphaf-
lega að heita Sunneva en pabbi
kom því í gegn að skíra mig
Birgittu,“ segir Birgitta Birgis-
dóttir leiklistarnemi.
„Ég er mjög ánægð með nafn-
ið og hef aldrei orðið fyrir
stríðni nema kannski núna und-
anfarið. Fólki finnst mjög
skemmtilegt að bæta Haukdal
við nafnið mitt og það er auðvit-
að ekki leiðum að líkjast.“ Um
merkingu nafnsins segist
Birgitta hafa heyrt að það merki
gömul sál og er hún ekki frá því
að það eigi vel við hana. ■
BIRGITTA BIRGISDÓTTIR
Segir að faðir sinn hafi fengið það í gegn
að hún héti Birgitta í höfðið á sér.
■ NAFNIÐ MITT
M
YN
D
/M
AR
ÍA
KR
IS
TÍ
N