Fréttablaðið - 28.06.2003, Blaðsíða 36
Alþjóðlegt rannsóknarsetur umsmáríki verður opnað með
pompi og prakt á fimmtudaginn í
næstu viku. Rannsóknarsetrið
heyrir undir Alþjóðamálastofnun
Háskóla Íslands. Baldur Þórhalls-
son dósent er stjórnarformaður
Rannsóknarseturs um smáríki og
aðalhvatamaður að stofnun þess.
„Ég var búinn að vera með þessa
hugmynd lengi í kollinum, allt frá
því að ég var að vinna að doktors-
ritgerðinni um smáríki,“ segir
Baldur. „Hugmyndin er að vera
með þverfaglegt rannsóknarsetur
í smáríkjafræðum og leggja
áherslu á alþjóðasamvinnu fræði-
manna milli Evrópu og Ameríku.“
Baldur segir fleiri fást við slík-
ar rannsóknir í Evrópu. Hins veg-
ar séu amerísku fræðimennirnir
þekktari. „Við erum að nýta okkur
landfræðilega stöðu, ásamt því
hve vel hefur gengið hér efna-
hagslega og pólitískt. Mönnum
finnst mikið til þess koma og
spennandi að skoða hvernig við
förum að.“
Að setrinu koma um hundrað
fræðimenn víðs vegar að úr heim-
inum í ýmsum fræðigreinum.
„Þegar maður fer af stað með
svona hugmynd veit maður ekki
hvernig hún endar. Það hefur því
verið gaman að fylgjast með því
hvað öllum þessum fræðimönnum
finnst tilvalið að hittast á Íslandi.
Það vilja allir vera með og fólk
hefur sett sig í samband við okkur
að fyrra bragði, án þess að við
höfum verið að auglýsa okkur
mikið.“
Aðildarríki Sameinuðu þjóð-
anna eru 191. Af þeim er 41 ríki
sem er með íbúafjölda undir einni
milljón. Rannsóknarefnin eru því
næg. Baldur segir smæð ríkja á
alþjóðavettvangi birtast í smærri
stjórnsýslu. „Vinnubrögð og
starfshættir í smærri stjórnsýslu
eru venjulega annars konar en í
stærri.“ Hann segir einnig ýmis
önnur sérkenni birtast í hagræn-
um þáttum. „Smáríki eru venju-
lega háðari inn- og útflutningi en
stærri ríki.“
Í tengslum við opnun rann-
sóknarsetursins koma góðir gest-
ir. Dr. Peter Katzenstein, prófess-
or við Cornell-háskóla, er einn af
virtustu fræðimönnum á sviði
smáríkjafræða. Aðrir sem munu
ávarpa samkomuna eru forseti Ís-
lands, Lennart Meri, fyrrverandi
forseti Eistlands, og Tuiloma Ner-
oni Slade, dómari við Alþjóða-
glæpadómstólinn í Haag og fyrr-
um stjórnarformaður Sambands
smáeyjaþjóða innan Sameinuðu
þjóðanna. ■
36 28. júní 2003 LAUGARDAGUR
■ Jarðarfarir
Pondus eftir Frode Øverli
Rannsóknir
■ Rannsóknarsetur um smáríki byrjaði
sem lítil hugmynd. Hugmynd sem heppn-
aðist svo vel að smáríkjafræðingar um
allan heim vilja ólmir hittast á Íslandi.
Móðurást
Auðbrekku 2, Kópavogi
Meðganga og brjóstagjöf
Mikið vöruúrval
Garðyrkjumeistarinn ehf.
sími 552 6824 og 896 6824. Netfang kriarn@ismennt.is
Alhliða
garðyrkjuhandbók
Se
nd
um
í p
ós
tkr
öfu
INDRIÐASTAÐIR SKORRADAL
2 FYRIR 1 UM HELGINA
Sími 822 0055 / www.safaris.is
J Ó L A H Ú S I Ð
www.jolahusid.com
Ath. ný aðkoma
við Stjörnugróf
Sími 568 8181
Byers-choice
30% afsláttur
Nú leyfum við stelp-
unum að...hahalda
áfram að...syngja-
hahaha...
13.30 Hrólfur Valdimarsson frá Vatns-
fjarðarnesi verður jarðsunginn frá
Ísafjarðarkirkju.
14.00 Egill Helgason, Skógargötu 17,
Sauðárkróki, verður jarðsunginn
frá Sauðárkrókskirkju.
14.00 Þórey Sverrisdóttir, Ásbraut 9,
Kópavogi, verður jarðsungin frá
Víkurkirkju, Vík í Mýrdal.
16.00 Þorbergur Einar Einarsson frá
Ytri Sólheimum verður jarðsung-
inn frá Víkurkirkju, Vík í Mýrdal.
Palli og þið hinir!
NÓG KOMIÐ!
DR. BALDUR ÞÓRHALLSSON
Gekk lengi með hugmynd að Rannsóknarsetri um smáríki sem nú er að verða að
veruleika.
Ísland í miðju
smáríkjarannsókna
Skóli