Fréttablaðið - 28.06.2003, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 28.06.2003, Blaðsíða 6
6 28. júní 2003 LAUGARDAGUR ■ Dómar ■ Afríka GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 76.43 0.28% Sterlingspund 126.49 -0.39% Dönsk króna 11.75 -0.25% Evra 87.28 -0.25% Gengisvístala krónu 123,44 -0,12% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 197 Velta 5.213 milljónir ICEX-15 1.495 0,69% Mestu viðskiptin Eimskipafélag Íslands hf. 585.971.000 Íslandsbanki hf. 536.410.000 Fjárf.félagið Atorka hf. 423.526.947 Líf hf. 315.370.000 Pharmaco hf. 242.554.215 Mesta hækkun Skýrr hf. 6,25% Kaldbakur hf. 5,71% Eimskipafélag Íslands hf. 3,17% Össur hf. 1,96% Samherji hf. 1,20% Mesta lækkun Flugleiðir hf. -3,30% Pharmaco hf. -2,94% Bakkavör Group hf. -2,04% Kögun hf. -0,88% Kaupþing Búnaðarbanki hf. -0,64% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ: 9073,4 -0,1% Nasdaq: 1642,0 0,5% FTSE: 4067,8 0,7% Nikkei: 9104,6 2,0% S&P: 987,6 0,2% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 Veistusvarið? 1Í hvaða ríki Bandaríkjanna voru lögsem bönnuðu kynmök samkynhneigðra afnumin fyrr í vikunni? 2Íslandsmótið í hestaíþróttum fer framum helgina. Hvar er mótið haldið? 3Hvaða vinsæli en umdeildi bandarískirappari gaf stúlku í áhorfendaskaran- um dýra hálsfesti á tónleikum sínum? Svörin eru á bls. 38 Verð á mann frá 19.800 kr. Óendanlegir möguleikar! Alltaf ód‡rast á netinu LÚXEMBORG, AP Framleiðslutengdar niðurgreiðslur til bænda leggjast að mestu af á næstu tveimur árum. Beingreiðslur sem taka mið af stærð búa koma í þeirra stað, sam- kvæmt samkomulagi sem landbún- aðarráðherrar Evrópusambandsins náðu um róttækar breytingar á sameiginlegri landbúnaðarstefnu sambandsins. Árlega ver Evrópu- sambandið 43 milljörðum Evra til landbúnaðarmála en það lætur nærri að vera helmingur útgjalda sambandsins. Evrópusambandið hyggst verja meiri fjármunum til umhverfis- mála og byggðaþróunar. Þak verð- ur sett á greiðslur til stærstu bú- anna en í dag renna 80% landbún- aðarstyrkja sambandsins til 20% búa í aðildarlöndum Evrópusam- bandsins. Mjög skiptar skoðanir eru um samkomulagið en að lokum stóðu Portúgalar einir gegn breyt- ingunum. Þýsku bændasamtökin gagn- rýna breytingarnar og segja tap sinna félaga verða allt að tvo millj- arða Evra vegna þeirra. Bretar, Svíar og Hollendingar beittu sér hvað harðast fyrir breyt- ingum og vildu raunar ganga enn lengra en sættust á málamiðlun gegn atkvæði Frakka. Frakkar, sem fá allra þjóða mest af landbún- aðarstyrkjum Evrópusambandsins, 9 milljarða Evra, sættust á breyt- ingarnar eftir mikið samningaþóf, enda skerðast greiðslur til fran- skra bænda óverulega. ■ ESB: Takmarkar ákvarðanir ALÞJÓÐASAMSKIPTI Dómsmálaráð- herrar frá Norðurlöndum hittust í gær í Saltsjöbaden við Stokk- hólm til að ræða ýmis sameigin- leg hagsmunamál landanna. Rætt var um baráttuna gegn verslun með fólk, frumvarp að nýrri stjórnarskrá fyrir Evrópu- sambandið og samstarf Norður- landanna á sviði sifjaréttar. Björn Bjarnason dómsmála- ráðherra spurði hvort nauðsyn- legt væri að takmarka vald ein- stakra ríkja í eigin málum til að tryggja gott samstarf innan sambandsins. ■ FRÁ ÓLAFSVÖKU Færeyingar taka við stjórn dóms- og kirkju- mála á Ólafsvöku eftir rúmt ár. Aukin sjálfstjórn Færeyja 2004: Yfirtaka dómsmál FÆREYJAR, AP Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, og Anfinn Kallsberg, lögmaður Færeyja, hafa undirrit- að samkomulag sem felur í sér aukna sjálfstjórn Færeyja. Undir- búningur löggjafar sem gerir Færeyingum kleift að taka yfir löggæslu, dómsmál og kirkjumál hefst á næstunni. Miðað er við að lögin taki gildi á Ólafsvökunni í júlí á næsta ári. Eftir sem áður verða utanríkis- og varnarmál Færeyinga í höndum Dana. Þrátt fyrir vaxandi stuðning við sjálfstæði Færeyja hætti An- finn Kallsberg við þjóðarat- kvæðagreiðslu um málið árið 2001. Danir höfðu þá hótað að hætta fjárhagsaðstoð við Fær- eyjar á fjórum árum í stað 15 ef Færeyingar lýstu yfir sjálfstæði. Fjárlög Færeyja árið 2003 hljóða upp á 3,6 milljarða danskra króna en þar af nemur fjárhags- aðstoð Dana 640 milljónum, eða tæplega 20%. Kallsberg hefur hins vegar unnið markvisst að því að auka fjárhagslegt sjálf- stæði eyjanna. ■ ÞRIGGJA ÁRA SKILORÐ Rúmlega fimmtugur maður var dæmdur í fjörutíu og fimm daga fangelsi, skilorðsbundið til þriggja ára. Tví- vegis fannst á honum óverulegt magn fíkniefna. Einnig hafði hann stolið vörum fyrir um hundrað þúsund krónur. Maðurinn hefur oft komið við sögu lögreglu. KRAFÐIST BÓTA Á FJÓRTÁNDU MILLJÓN Kona sem slasaðist þeg- ar hún féll af mótorhjóli um mitt ár 1993 krafði Vátryggingafélag Íslands um 13,5 milljónir vegna slyssins. Í Héraðsdómi Reykja- víkur í gær var tryggingafélagið dæmt til að greiða henni 3,3 milljónir. MANNRÆNINGJARNIR SOFNUÐU Leigubílstjóri sem tekinn hafði verið í gíslingu af þremur vopn- uðum mönnum slapp úr haldi þegar mannræningjarnir sofn- uðu. Leigubíllinn bilaði á þjóð- vegi fjarri byggð og ákváðu ræn- ingjarnir að bíða með það til morguns að gera við hann. Þegar þeir sofnuðu notaði leigubílstjór- inn tækifærið og sleit sig lausan. Mennirnir voru handteknir skömmu síðar. SPRENGJA Öflug TNT-sprengju- hleðsla úr bresku tundurdufli fannst á brotajárnshaug í Djúpa- vogi í síðustu viku. Bílstjóri sem leið átti hjá haugnum bar kennsl á sprengjuhleðsluna og lét lög- reglu á staðnum vita. Sérfræð- ingar Landhelgisgæslunnar komu til Djúpavogs á þriðjudag og eyddu sprengjuhleðslunni. Sprengjuhleðslan er úr einu tuga þúsunda tundurdufla sem Bretar lögðu í sjóinn suðaustur af landinu í seinni heimsstyrj- öldinni. Mikinn fjölda þeirra rak á land og er talið að fjölmörg dufl séu grafin í sand víðs vegar um suðurströnd landsins. Hleðslan í Djúpavogi hafði legið við bæinn Starmýri áratugum saman, en við rannsókn málsins kom í ljós að á árum áður hafði hún verið notuð sem leiktæki barna. Við eyðingu hleðslunnar hlaust hávaði sem heyrðist í allt að 10 kílómetra fjarlægð. Mikil mildi var að hleðslan fannst, en fyrirhugað var að setja hana í brotajárnspressu. Það hefði get- að valdið alvarlegu slysi þar sem sprengjan er nógu öflug til að þeyta málmbrotum allt að 1,5 kílómetra vegalengd. ■ ATVINNUMÁL Um helmingur á annað hundrað starfsmanna sem nú þegar starfa við byggingu Kárahnjúka- virkjunar eru útlendingar. Ójóst er hversu hátt hlutfall út- lendingar verða af starfsfólki þegar framkvæmdirnar standa hæst á ár- unum 2004 og 2005. Þá er gert ráð fyrir að starfs- menn verði upp undir eitt þús- und. Að sögn Björn Gunnarssonar, bókhalds- og fjár- málastjóra á skrifstofu sem verktakafyrirtækið Impregilo hefur opnað á Egilsstöðum, er enn stefnt að sömu skiptingu innlendra og út- lendra starfsmanna og fyrirtækið gaf út í apríl. Þá var rætt um að ís- lenskir starfsmenn yrðu 400 talsins, eða undir helmingi allra starfs- manna. Útlendir starfsmenn kæmu fyrst og fremst frá Ítalíu og Póllandi. Björn annast nú mannaráðning- ar í kjölfar þess að Impregilo óskaði í maí eftir fólki í 200 til 300 störf. Hann segir yfir 2.000 um- sóknir hafa borist. „Það er ákveðið hlutfall sem kemur frá Impregilo og afgangur- inn verður ráðinn héðan eins og hægt er. En það er ekki komið í ljós hvernig skiptingin verður. Það fer eftir því hvaða reynslu menn hafa,“ segir Björn. Að sögn Björns fjölgar starfs- mönnum á virkjunarstaðnum hægt og rólega. Hámarki verði náð undir lok næsta árs. „Það er komið vel á annað hundrað manns á fjall, bæði Íslend- ingar og útlendingar, og verða lík- lega nokkur hundruð áður en sum- arið er á enda. Þetta gengur eftir því hvernig okkar miðar að reisa búðir og ráða fólk. Borarnir koma ekki fyrr en í haust og verða ekki settar af stað fyrr en í kringum áramótin,“ segir hann. Aðalbjörn Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Afls – starfsgreina- félags Austurlands, segir félagið fylgjast með þróuninni í starfs- mannamálum við Kárahnjúka. Fullsnemmt sé að segja til um hvernig skiptingin verði milli út- lendinga og Íslendinga. „Við höfum því engar áhyggjur ennþá,“ segir Aðalbjörn. gar@frettabladid.is SPRENGJUHLEÐSLUNNI EYTT Sprengjan vó 136 kíló og skildi eftir sig mikil ummerki í Starmýrarfjörum þar sem henni var eytt. Sprengjuhleðsla fannst í Djúpavogi: Leiktæki barna M YN D /I N G Ó VIRKJUNARFRAMKVÆMDIR „Það er ákveðið hlutfall sem kemur frá Impregilo og afgangurinn verður ráðinn héðan eins og hægt er. En það er ekki komið í ljós hvernig skiptingin verður. Það fer eftir því hvaða reynslu menn hafa,“ segir Björn Gunnarsson, sem annast mannaráðningar að Kára- hnjúkavirkjun fyrir ítalska verktakann Impregilo. Helmingur útlendingar Um 150 starfsmenn eru þegar við Kárahnjúkavirkjun. Helmingur þeirra mun vera útlendingar. Nú er verið að ráða í um 200 stöður sem fleiri en 2.000 sækjast eftir að fylla. „Það er komið vel á annað hundrað manns á fjall. SAMKOMULAGIÐ Í HÖFN Franz Fischler, yfirmaður landbúnaðarmála hjá Evrópusambandinu, skýrir fjölmiðlum frá samkomulagi um róttækar breytingar á styrkjakerfi sambandsins. Landbúnaðarstefna Evrópusambandsins: Róttækar breytingar á styrkjakerfi AP M YN D

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.