Fréttablaðið - 28.06.2003, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 28.06.2003, Blaðsíða 35
Ralf Schumacher á ekki sjödagana sæla í herbúðum Williams-liðsins samkvæmt heimildum. Menn innan liðsins hafa gagnrýnt harðlega hversu lítið hann hefur ógnað bróður sínum, Michael Schumacher frá Ferrari-liðinu, í keppnum sem fram hafa farið, sérstaklega eft- ir síðasta kappakstur í Kanada, þar sem Ralf gaf eftir á loka- sprettinum og endaði í fjórða sæti. Félagi Ralf, Juan Pablo Montoya, þykir einnig vera sek- ur um slakan akstur í nokkrum keppnum en hann hefur í það minnsta einn sigur á bakinu fyr- ir liðið í Mónakó. ■ 35LAUGARDAGUR 28. júní 2003 RALF SCHUMACHER Hefur ekki staðið undir væntingum Willi- ams-liðsins. Fisichella eða Villeneuve eru líklegir eftirmenn hans. Metnaðar- leysi Schu- macher Hinn eftirminnilegi upplýsinga-málaráðherra Íraks hefur skotið upp kollinum að nýju eftir að hafa farið huldu höfði síðan í apríl, þegar stjórn Saddams Husseins var hrakin frá völdum. Viðtöl við Mo- hammed Saedd al-Sahhaf voru sýnd á arabísku sjónvarpsstöðvunum Al- Arabiya og Abu Dhabi TV. Þegar framganga Bandaríkja- manna og Breta í Bagdad stóð sem hæst hélt Al-Sahhaf, eða „kómíski- Ali“ eins og hann er gjarnan nefnd- ur, því þráfaldlega fram að innrás- arherinn væri að kikna undan of- urafli íraskra hersveita. Raunin var aftur á móti sú að andspyrna Íraka var lítil sem engin. Í viðtölunum segist al-Sahhaf hafa gefið sig fram við bandaríska herinn en verið sleppt að loknum yfirheyrslum. Talsmaður banda- ríska hersins fullyrðir að þetta eigi ekki við rök að styðjast en bendir á að vissulega sé al-Sahhaf áhuga- verður sögumaður. Al-Sahhaf segist ekki hafa til- heyrt innsta hring Saddams Husseins heldur verið fagmaður að vinna vinnu sína. Hann neitaði að draga til baka yfirlýsingar sínar um að íraskar hersveitir væru „að brenna Bandaríkjamenn í skrið- drekum sínum“. Upplýsingamálaráðherrann er ekki á lista Bandaríkjamanna yfir eftirlýsta ráðamenn í Írak. ■ KOMÍSKI-ALI Í viðtali við arabíska sjónvarpsmenn sagðist Mohammed Saedd al-Sahhaf, fyrrum upplýs- ingamálaráðherra, vera að vinna að bók. Almannatengsl ■ Upplýsingaráðherra Íraka varð heimsþekktur við innrásina á Írak fyrir stórkarlalegar fullyrðingar um árangur Íraska hersins. Fagmaður að vinna vinnu sína Auglýsendur hafa ekki kveikt áþessari stöð og þess vegna verðum við að grípa til þessara ráðstafana,“ segir Kristján Þór Jónsson, yfirmaður útvarpssviðs Norðurljósa, en ákveðið hefur ver- ið að hætta rekstri útvarpsstöðvar- innar Sögu í þeirri mynd sem lagt var upp með fyrir hálfu öðru ári. Útvarp Saga verður ekki lengur hrein talmálsstöð heldur verður ís- lenskri tónlist bætt inn í dag- skrána. „Útvarp Saga var tilrauna- verkefni til eins árs. Við fram- lengdum þann tíma en tekjurnar hafa ekki skilað sér. Við höldum samt áfram í breyttri mynd og starfsmennirnir geta haldið áfram útvegi þeir sér laun sjálfir,“ segir Kristján Þór og á þá við að starfs- mennirnir verði sér sjálfir úti um kostunaraðila, hafi þeir þá ekki nú þegar. Hrafnaþing Ingva Hrafns Jónssonar er með kostunaraðila, svo og þáttur Arnþrúðar Karls- dóttur, en þættir Hallgríms Thor- steinsonar og Sigurðar G. Tómas- sonar ekki. Óvíst er því um fram- tíð þeirra síðarnefndu á stöðinni. „Við erum búnir að borga með þessari stöð lengi og hefðum svo innilega viljað að þetta gengi betur. Við grípum ekki til þessara aðgerða ógrátandi,“ segir Kristján Þór. „Ég tek hattinn ofan fyrir stjórnendum Norðurljósa, sem hafa haldið stöðinni úti í sam- keppni við aðila sem hafa efni á því að tapa milljón á dag og senda skattgreiðendum reikninginn,“ segir Ingvi Hrafn Jónsson, sem stjórnað hefur Hrafnaþingi á út- varpi Sögu frá upphafi. Hann ætl- ar að halda áfram. „Miðað við viðtökurnar sem ég fékk þegar ég tilkynnti að ég væri að hætta býst ég eins við að fram- hald verði á,“ segir Sigurður G. Tómasson, sem stjórnað hefur morgunútvarpi Sögu um langt skeið. Fyrirsjáanlegt er að íþrótta- þættir Valtýs Björns verði áfram á dagskrá Sögu, svo og viðskipta- þátturinn. Þeir eru þegar kostaðir af fyrirtækjum eða stofnunum. „Við höldum áfram með Sögu sem dægurmálaútvarp en hún verður ekki lengur hreinræktuð talmálsstöð,“ segir yfirmaður út- varpssviðsins hjá Norðurljósum. „Þeir dagskrárgerðarmenn sem þar starfa, vinna að því að halda sínum þáttum gangandi og leita eftir kostun. Félagið vonast til að það takist og að við þurfum ekki að horfa upp á frekari uppsagnir okk- ar félagsmanna,“ segir Róbert Marshall formaður Blaðamannafé- lags Íslands. eir@frettabladid.is ÚTVARP SAGA Óvíst um framtíð ýmissa starfsmanna og þeim sjálfum gert að útvega sér kostunaraðila vilji þeir halda áfram. Útvarp ■ Fullreynt þykir að unnt sé að reka Útvarp Sögu með óbreyttu sniði. Til- raunin með fyrstu talmálsstöðina í íslenskri útvarpssögu mistókst og nú verður íslenskri tónlist skeytt inn í dagskrána. Útvarp Saga gefst upp FR ÉT TA B LA Ð IÐ /I N G Ó LF U R

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.