Fréttablaðið - 28.06.2003, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 28.06.2003, Blaðsíða 16
Undanfarna mánuði hefur veriðunnið að því að koma á fót sjó- mannastofu í gömlu fiskvinnslu- húsi á Grandagarði. Um er að ræða miðstöð fyrir erlenda sæfarendur sem koma að landi í Reykjavík og nágrenni. „Sem stendur er ekkert athvarf á Íslandi fyrir erlenda sjómenn líkt og tíðkast víðast hvar í ná- grannaríkjunum,“ segir Tom Holmer, aðstoðarframkvæmda- stjóri Velferðarsjóðs sjómanna hjá Alþjóðaflutningaverkamannasam- bandinu, ITF. Sjóðurinn hefur heit- ið hátt í 90 milljóna króna styrk til þess að koma sjómannastofunni í Reykjavík á laggirnar. Holmer var staddur hér á landi til að kynna verkefnið fyrir íslenskum yfir- völdum í von um að fá fjárhagsleg- an stuðning til að ljúka við bygg- ingu miðstöðvarinnar. Hressingarskáli fyrir sæfarendur „Hugmyndin er að húsið verði opið á virkum kvöldum og þangað geti erlendir sjómenn komið til þess að fá sér hressingu og slaka á,“ segir Tom Holmer. Teiknistofa Halldórs Guð- mundssonar hefur lokið við að hanna innra byrði sjómannastof- unnar en Kristinn Ragnarsson arkitekt sá um utanhússbreyting- ar. Vinna við uppbyggingu er þeg- ar komin vel á veg. Í húsinu verð- ur kaffistofa, tölvuver með nettengingu, lesherbergi, lítil lík- amsræktarstöð og golfhermir svo eitthvað sé nefnt. Áætlað er að 30.000 til 40.000 erlendir sjómenn komi til Reykja- víkur á ári hverju. Tom segir að sjómannastofan verði að líkindum aðallega notuð af filippeyskum, rússneskum og úkraínskum sæ- farendum. „Þessir menn eru oft á níu mánaða samningum og því lengi í burtu frá heimahögunum. Þeir eru flestir á lágum launum, hafa marga munna að metta heima fyrir og hafa því einfald- lega ekki efni á því að notfæra sér þá þjónustu sem í boði er í Reykjavík.“ Reiknað er með 5.000 til 10.000 gestum á ári. Sjómennirnir þurfa að greiða fyrir þjónustuna í mið- stöðinni en reynt verður að halda verðinu í lágmarki. Þeim verður gefinn kostur á því að hringja heim til ástvina sinna auk þess sem þeir geta komist í samband við aðila sem gæta hagsmuna sæ- farenda hér á landi. Leitað eftir opinberum styrk Það eru stéttarfélög sjómanna í Reykjavík, þjóðkirkjan og sjó- mannadagsráð sem standa að byggingu sjómannastofunnar. Fljótlega eftir að hugmyndin kom upp bauðst þeim gamalt fisk- vinnsluhús á Grandagarði endur- gjaldslaust gegn því að byggingin yrði endurreist. Styrktarsjóður sæfarenda, sem styður við bakið á verkefnum í þágu sjómanna um allan heim, hefur heitið 89 milljónum ís- lenskra króna til uppbyggingar sjómannastofunnar. „Upphaflega var gert ráð fyrir að þessi styrkur myndi duga til þess að koma mið- stöðinni á laggirnar og greiða hluta af rekstrarkostnaðinum fyrsta árið,“ segir Holmer. Þegar eigandi hússins varð gjaldþrota og það komst í hendur bankans breyttist staðan. „Við urðum að hætta vinnu við endur- bætur og til að geta hafist handa að nýju þurfum við að kaupa þann hluta hússins sem við ætluðum. Til þess þurfum við fjárhagslegan stuðning frá hinu opinbera.“ Að sögn Holmer hafa stéttarfélög og kirkjan þegar brugðist við og lagt til fé. En betur má ef duga skal. „Án styrks frá opinberum aðilum mun þetta sennilega ekki takast.“ Vonast til að opna innan árs Ef allt gengur að óskum mun sjómannastofan opna innan árs, að sögn Holmer. Áætlaður rekstr- arkostnaður er 20 milljónir á ári til að byrja með. „Við vonumst til þess að opinberir aðilar geti tekið þátt í að greiða fyrir reksturinn fyrsta árið en stefnt er að því að með tímanum verði hægt að reka miðstöðina að mestu leyti án fjár- hagslegs stuðnings,“ segir Holm- er. „Nú þurfum við að finna ein- hvern aðila sem getur tekið að sér að sjá um rekstur hússins. Við gerum ráð fyrir einni manneskju í fullu starfi og annarri í hálfu starfi. Starfsmennirnir myndu svo að líkindum heimsækja er- lend skip í Reykjavíkurhöfn og nágrenni og bjóða skipverjana velkomna í sjómannastofuna.“ Gæta hagsmuna sæfarenda Miðstöðvar af þessu tagi má finna víðast hvar í þeim löndum þar sem erlendir sæfarendur hafa viðkomu. Trúfélög í hverju landi taka yfirleitt virkan þátt í að koma þessum miðstöðvum á fót og jafnvel reka þær. „Á Norður- löndunum er fjöldi sjómannastofa og njóta þær yfirleitt fjárhags- legs stuðnings frá ríkinu,“ segir Holmer. „Það er hlutverk okkar hjá Velferðarsjóðnum að standa vörð um hagsmuni sæfarenda um allan heim og því veitum við heimamönnum styrki til að koma þessum miðstöðvum á laggirnar.“ brynhildur@frettabladid.is 16 28. júní 2003 LAUGARDAGUR Tökum að okkur alla almenna húsamálun, sandspörtlun, húsaviðgerðir og háþrýstiþvott. -Bjóðum upp á föst verðtilboð eða tímavinnu. -Leggjum áherslu á vönduð vinnubrögð og snyrtilega umgengni Fáðu fagmenn í verkið og hafðu samband símar: 8982786 Reiðnámskeið fyrir börn og unglinga 7-14 ára í Mosfellsbæ. Skráning stendur yfir Frábær aðstaða til kennslu bæði inni og úti s. 691-2388, 695-8766 og 568 0771 FYRIR OG EFTIR Á stóru myndinni má sjá hvernig gamla fiskvinnsluhúsið við Grandagarð 8 lítur út að utan í dag en neðri myndirnar er tölvuteikningar af innra byrði nýju sjómannastofunnar eins og hún mun líta út fullbúin. Stefnt er að því að opna sjómannastofu í Reykjavík á næsta ári. Þar verður í boði al- menn þjónusta fyrir erlenda sæfarendur. Framkvæmdir við miðstöðina hafa verið stöðvaðar vegna fjárskorts og er nú leitað eftir stuðningi opinberra aðila. Athvarf fyrir erlenda sæfarendur JÓNAS GARÐARSSON OG TOM HOLMER Tom Holmer er aðstoðarframkvæmdastjóri Velferðarsjóðs sjó- manna hjá Alþjóðaflutningaverkamannasambandinu, ITF. Jónas Garðarsson, eftirlitsfulltrúi ITF á Íslandi, er einn þeirra sem standa á bak við stofnun sjómannastofu hér á landi. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.