Fréttablaðið - 28.06.2003, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 28.06.2003, Blaðsíða 26
■ ■ ÚTIVIST  11.00 Ungmennafélag Íslands stendur fyrir gönguferð um skálda- slóð í Mosfellsdal. Hljómsveitin Á móti sól mætir og tekur nokkur lög fyrir gönguna. ■ ■ SÝNINGAROPNANIR  15.00 Sýningaropnun í Listasafn- inu á Akureyri en hún er gerð í sam- vinnu við Ríkislistasafninu í Berlín. Sýningin ber nafnið Meistarar formsins en á henni sýna 43 listamenn, þar af 11 Íslendingar. Það verður gefin út 90 síðna bók á íslensku og ensku um listamenn- ina og verkin á sýningunni.  16.00 Niklas Ejve frá Svíþjóð opn- ar sýningu í Listhúsi Ófeigs, Skóla- vörðustíg 5. Hann sýnir þar skartgripi og er sýningin opin virka daga frá 10-18 og laugardaga frá 11-18. Sýningin stendur til 16. júlí.  17.00 Rósa Matt opnar sýningu í Kaffi Sólon. Rósa er þekkt fyrir sína sér- töku mósaikspegla. Sýningin stendur til 25. júlí og er Sesselja Thorberg sýningar- stjóri.  17.00 Pétur Már Gunnarsson opnar einkasýningu í Kling og Bang gallerí við Laugaveg 23. Pétur sýnir skúlptúra og myndir sem unnin hafa verið upp úr klisjukenndum hug- myndum sem umbreytast í eitthvað nýtt. Sýning stendur til 13. júlí og er opin fimmtudaga til sunnudaga frá kl. 14-18. ■ ■ TÓNLIST  15.00 Tónleikar í Norræna hús- inu. Þar koma fram tveir þekktir sænskir slagverksleikarar, Anders Åstrand og Rolf Landberg, ásamt kór skipuðum börnum í 6. bekk við Adolf Fredriks Musikklasser í Stokkhólmi. Kórstjórinn heitir Eva Ekdahl, en hún er þekkt af störfum sínum bæði sem kórstjórnandi og gestafyrirlesari.  15.00 Fyrstu sumartónleikarni í Skálholti. Kammerkór Suðurlands undir stjórn Hilmars Arnars Agnarssonar syngur verk eftir Gunnar Reyni. Tónleik- arnir eru helgaðir trúarlegum verkum Gunnars og eru flytjendur auk Kam- merkórsins Kári Þormar á orgel, Hallveig Rúnarsdóttir sópran og Hrólfur Sæ- mundsson barítón.  16.00 Fjórðu tónleikar sumartón- leikaraðar Jómfrúrinnar við Lækjar- götu. Flís tríóið mun leika en það skipa Davíð Þór Jónsson á orgel, Valdimar Kol- beinn Sigurjónsson á kontrabassa og Helgi Svavar Helgason á trommur. Flís tríóið hefur starfað með krafti nokkur undanfarin ár og hefur meðal annars tekið þátt í keppni ungra norrænna jazztónlistarmanna fyrir Íslands hönd.  17.00 Seinni tónleikar í Skálholti. Þar verður leikin nútímatónlist og tónlist frá endurreisnartímanum í flutningi kammerhópsins Contrasti en hann skipa Camilla Söderberg, blokkflautur, Hildigunnur Halldórsdóttir, fiðla og ten- órgamba, Ólöf Sesselja Óskarsdóttir, selló og bassagamba, Sigurður Halldórs- son, selló og sóprangamba, og Steef van Oosterhout slagverk.  Laugardagstónleikar í Lækjargötu 4 í Árbæjarsafni. Tónlistarmennirnir Hafdís Vigfúsdóttir og Ingibjörg S. Gunnars- dóttir koma fram. ■ ■ SAMKOMUR  14.00 Krabbameinsfélagið Sigur- von mun standa fyrir fjölskyldu- og kynningarhátíð fyrir börn og fullorðna í Kíwanishúsinu, Skeiði á Ísafirði. Ýmsar uppákomur verða á svæðinu eins og leikir, hestaheimsókn, trúðaheimsókn o.fl. Heitt kaffi og vöfflur með rjóma ásamt góðgæti fyrir börnin.  18.00 Bjarkalundur býður upp á brennu, hlaðborð, gamansögur og harmonikkudansleik. ■ ■ LEIKLIST  20.00 Sýning á Grease í Borgar- leikhúsinu.  20.00 Stúdentaleikhúsið sýnir Sweeney Todd, morðóða rakarann. Sýning verður í Tjarnarbíói og verða þær aðeins tvær. ■ ■ ÚTIVIST  14.00 HSK stendur fyrir gönguferð upp á Þríhyrning í Rangárvallasýslu. Þetta er annað árið sem UMFÍ stendur fyrir þessum verkefnum. 26 28. júní 2003 LAUGARDAGUR hvað?hvar?hvenær? 25 26 27 28 29 30 1 JÚNÍ Laugardagur hvað?hvar?hvenær? 26 27 28 29 30 1 2 JÚNÍ Sunnudagur Sweeney Todd er morðóður rak-ari búsettur í London. Verkinu má lýsa sem melódrama þar sem mikið er um mannát og blóðsút- hellingar,“ segir Hannes Óli Ágústsson, sem fer með hlutverk Sweeney Todd og situr í stjórn Stúdentaleikhússins. Upphaflega var leikritið frum- sýnt í lok mars í Vesturporti en aðeins tókst að setja upp eina sýn- ingu. „Þegar við vorum að taka okkur til fyrir sýningu númer tvö fengum við símtal frá lögregl- unni. Þeir sögðust vera á leiðinni að innsigla Vesturport þar sem það hefði útrunnið sýningarleyfi en við höfðum ekki hugmynd um það. Það var því aðeins ein sýning en nokkrir mánuðir af æfingum. Við reyndum þó að ströggla í tvær vikur við að endurnýja leyfið en það gekk ekki og þar við sat.“ Hannes segir þó að planið hafi verið frá upphafi að hafa fleiri sýningar og er það að takast fyrst núna. „Við verðum aðeins með tvær sýningar og seinni sýningin verður í kvöld í Tjarnarbíói.“ En um hvað fjallar Sweeney Todd, morðóði rakarinn við Hafn- argötuna? „Verkið gerist í London um miðja 19. öld og fjallar um rakara sem er kominn heim úr út- legð en hann var ákærður á fölsk- um forsendum fyrir smáglæp. Hann kemst að því að kona hans hefur framið sjálfsmorð eftir að dómari nauðgaði henni og hann hyggur á hefndir. Hann verður í millitíðinni manni að bana og kemst þannig að því að honum finnst mjög gaman að drepa. Hann fær þá vinkonu sína í sam- starf við sig og saman setja þau á fót sölu á kjötbökum og salan gengur dúndurvel.“ Aðspurður segir Hannes að mikið sé fram undan hjá Stúd- entaleikhúsinu. „Við erum byrjuð að undirbúa næstu sýningu með- fram þessu en það er blómstrandi leikár fram undan.“ Stúdentaleik- húsið er vant að setja upp tvær sýningar árlega, eina á hausti og aðra að vori. „Við stefnum á að fara af stað með leikritasam- keppni fyrir uppfærsluna á vor- önn því það er markmiðið hjá okk- ur að sýna alltaf ný og spennandi verk.“ segir Hannes að lokum. Sýningin er sýnd í Tjarnarbíó í kvöld og hefst hún klukkan 20. ■ ■ LEIKLIST Morðæði og mannát BJARGEY ÓLAFSDÓTTIR Ég er svo fegin að vera kominaftur úr hitanum á Spáni heim í kuldann og ætla að njóta ís- lenska sumarsins og birtunnar um helgina meðal annars með því að fara í fjallgöngu,“ segir Bjargey Ólafsdóttir myndlistar- maður. „Ég var að prófa línu- skauta í fyrsta skipti í fyrradag. Það gekk mjög vel og var stór- kostlega gaman þannig að ég ætla að halda því áfram í dag. Ég var á raftónlistarhátíð á Spáni og er eiginlega búin með tónlistina í bili og sé líka enga tónleika sem mér líst sérstaklega á þannig að það er því aðallega myndlistina sem heillar núna. Ég ætla í Gallerí Hlemm og kíkja á nýútskrifuðu listamennina, en ég þekki aðeins til þeirra, og svo ætla ég að skoða klisjurnar hans Péturs í Kling og Bang. Ég á líka eftir að sjá Smekkleysusýninguna marg- frægu. Svo ætla ég að skella mér í ormagryfjuna hjá nýjum hópi sem kallar sig Ormana og sjá sýn- ingu Óskar Vilhjálmsdóttur í Þjóðarbókhlöðunni.“  Val Bjargeyjar Þetta lístmér á! SWEENEY TODD OG VINKONA Sýningar Stúdentaleikhússins verða aðeins tvær og er seinni sýningin í kvöld. Verkið er sýnt í Tjarnarbíói og fjallar um morðóða rakarann við Hafnargötuna. ✓ ✓

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.