Fréttablaðið - 28.06.2003, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 28.06.2003, Blaðsíða 27
■ ■ SAMKOMUR  Byggingadagur í Árbæjarsafni í samstarfi við Menntafélag byggingariðn- aðarins. Þar munu iðnaðarmenn meðal annars fræða gesti um viðhald og end- urbætur gamalla húsa. Byggingardagur- inn er haldinn í tengslum við sýninguna Saga byggingartækninnar, en þar má sjá gömul verkfæri, handverk og byggingar- hluta húsa. Sýningin er í Kjöthúsinu. ■ ■ KVIKMYNDIR  18.00 Kvikmyndaklúbbur Alliance Française-Filmundur sýnir „L’enfer“/ de Claude Chabrol með Emanuelle Béart, François Cluzet og André Wilms. Hún er sýnd í Háskólabíói. ■ ■ LEIKLIST  20.00 Grease sýnt í Borgarleikhús- inu á Stóra sviðinu. ■ ■ TÓNLIST  22.00 Páll Óskar og Monika leika í Café Flóru í Grasagarði Reykja- víkur í Laugardal. Sérstakur gestur verður Diddú. ■ ■ SÝNINGARLOK  Sýningarlok hjá Þóru Sigþórsdóttur í vinnustofu hennar að Hvirfli í Mosfells- dal. Sýningin er haldin utandyra og ber heitið Leir frá hvirfli til ilja.  Síðasta sýningarhelgi í gallerí i8 á verkum Eggerts Péturssonar.  Síðasta sýningarhelgi á sýningunni „Aftur í Heimahagana“ í Listasetrinu Kjirkuhvoli, Akranesi. Á sýningunni sýna Áslaug Woustra Finsen og Rebekka Gunnarsdóttir. ■ ■ SÝNINGAR  Sýning í Þjóðarbókhlöðunni. Sýn- ingin hefur þann tilgang að sýna sögu- lega þróun barnabóka og draga fram samspil texta og myndskreytinga í barnabókum.  Sýning á kínverskri samtímagrafík og myndböndum um kínverska menn- ingu. Að sýningunni standa kínverska sendiráðið á Íslandi, Kínversk-íslenska menningarfélagið og Félag Kínverja á Ís- landi. Sýningin er í Ráðhúsi Reykjavíkur.  Sýning í húsgögnum sem vöktu athygli á húsgagnasýingu í Kaup- mannahöfn í maí siðastliðnum. Sýn- ingin er í Kringlunni.  María Svandís er með sýningu á Energia Bar í Smáralind. Sýningin stend- ur til 1. ágúst.  Silla (Sigríður S. Pálsdóttir) heldur sýningu í Þrastarlundi dagana 23. júní til 7. júlí. Á sýningunni eru olíumálverk.  Sýning á verkum myndlistarkonunn- ar Óskar Vilhjálmsdóttur í Þjóðarbók- hlöðunni. Ósk hefur í verkum sínum gjarnan teflt saman og kannað eigin- leika einkarýmis og almannarýmis. Hún hefur m.a. rannskað þá leyndardóma einkalífsins sem birtast okkur í fjöl- skylduljósmyndum.  Sýning í anddyri Norræna hússins sem nefnist Vestan við sól og norðan við mána. Á sýningunni eru ljósmyndir eftir Ragnar Th. Sigurðsson með texta eftir Ara Trausta Guðmundsson. Sýning- unni lýkur 31. ágúst.  Í Hafnarborg, Hafnarfirði, stendur nú yfir samsýningin “Rambelta“. Þar sýna myndlistarmennirnir Erling T.V. Klingenberg, Elva Dögg Kristinsdóttir, Guðný Rósa Ingimarsdóttir, Gunnar Þór Víglundsson, Högni Sigurþórsson, Ólafur Árni Ólafsson, Libia Pérez de Siles de Castro, Úlfur Grönvold og Þóra Þóris- dóttir. Sýningin stendur til 7. júlí (alla daga nema þriðjudaga).  Samsýning listamanna úr Gallery VERU í Veitingahúsinu Ránni í Kefla- vík. Sýningin stendur til 14. júlí. Sýndar eru landslags- og blómamyndir.  Sýningin “Fame. I Wanna Live Forever“ í Gallerí Hlemmi. Sýningin er samsýning fimm núverandi og ný- útskrifaðra nemenda Listaháskólans. Tveir nemendur Listaháskólans, Auð- ur Jörundsdóttir og Þorbjörg Jóns- dóttir, völdu verkin á sýninguna. Sýnendurnir eru Hildigunnur Birgis- dóttir, Hörn Harðardóttir, Lóa Hlín Hjálmarsdóttir, Ragnar Jónasson og Tómas Lemarquis.  Silla (Sigríður S. Pálsdóttir) heldur sýningu í Nauthól dagana 23. júní til 7. júlí. Á sýningunni eru olíumálverk.  Lovísa Lóa Sigurðardóttir myndlist- armaður sýnir í Rauða húsinu á Eyrar- bakka 11 myndverk unnin í olíu og blandaðri tækni á striga. Sýningin stend- ur fram í ágúst.  Sýningin „Í nótt sefur dagurinn“ hef- ur verið opnuð í versluninni 12 tónum. Þetta er þriðja einkasýning Marý. Flest eru verkin á sýningunni olíumálverk frá þessu ári, þar sem leikið er með hin ýmsu form.  Sýning á verkum Matthew Barney í Nýlistasafninu. Sýningin stendur til 1. ágúst.  Þrjár sýningar í Listasafni Reykjar- víkur - Hafnarhúsinu. Sýningarnar Humar eða frægð - Smekkleysa í 16 ár, Innsýn í alþjóðlega samtímalist á Ís- landi og Erró Stríð.  Ormarnir sýna í fyrsta sinn saman listir sínar í húsnæði sem þeir fengu lán- að Hafnarhvoli Tryggvagötu 11 í Reykjavík. Ormarnir eða The Worms er nýr hópur myndlistarfólks sem ögra og gleðja augað, þeir láta ljós sitt skína þó að nú sé sá tími ársins sem birtuskilyrð- in eru sem best. Sýningin nefnist Haf- sýnir og stendur til 29. júní.  Díana Hrafnsdóttir og Elva Hreið- arsdóttir með sýningu á grafíkverkum í Óðinshúsi á Eyrarbakka. Sýningin nefn- ist Hafsýnir og verður opin föstudaga, laugardaga og sunnudaga frá kl. 12-18. Sýningin stendur til 29. júní. LAUGARDAGUR 28. júní 2003 ■ MYNDLIST Það er mjöghollt fyrir alla að fara inn í þennan heim þar sem orðin hafa ekki lengur neina þýðingu,“ segir Eva María Jónsdóttir um sýningu listamannsins Matthew Barney í Nýlistasafninu. „Það er mjög sjaldgæft að verða vitni að hug- myndaflugi eins og Matthew Barney hefur og það er líka óvenjulegt að fá hingað listamann sem tekur starf sitt jafn alvarlega og vísindamaður.“ Mittmat A›alvinningar: 10 Eimskipsboltar, árita›ir af landsli›shetjum Íslands Gá›u hva›a númer er á bolnum flínum*, flví hér eru ni›urstö›urnar úr fyrsta útdrætti sumarsins í happdrættinu: *Allir leikmenn í 4. flokki kvenna og 5. flokki karla í knattspyrnu eru sjálfkrafa flátttakendur í Eimskipsmótinu og hafa fengi› bol a› gjöf me› happdrættisnúmeri áritu›u ne›st. Nánari uppl‡singar er a› finna á heimasí›u Eimskips, www.eimskip.is. Ertu flátttakandi í Eimskipsmótinu? 40 Eimskipsboltar Aukavinningar: Vinningshafar hafi samband vi› Hörpu fiorláksdóttur hjá Marka›sdeild Eimskips í síma 525 7225. Vinningshafar utan höfu›borgarsvæ›isins geta haft samband vi› næstu svæ›isskrifstofu Eimskips. Næsti útdráttur ver›ur 25. júlí. Númer hva› er bolurinn flinn? 1160 1225 1512 2290 807 990 181 551 2449 2592 20 58 238 282 301 328 442 458 538 555 656 795 825 906 923 994 1009 1060 1098 1343 1709 1794 1878 2000 2012 2096 2228 2282 2301 2414 2484 2494 2497 2499 2552 2567 2603 2612 2785 2786 Þetta er flottasta sýning semhefur komið til Akureyrar, al- veg yfirgengileg,“ segir Hannes Sigurðsson, forstöðumaður Lista- safns Akureyrar. Í dag verður opnuð sýningin „Meistarar formsins“ í Listasafn- inu á Akureyri. Sýningin, sem er verulega stór í sniðum, er unnin í samstarfi við Ríkislistasafnið í Berlín og að sögn Hannesar var flutningur hennar til Íslands ekk- ert smámál. „Það komu hingað til Íslands tveir tuttugu feta gámar frá Berlín. Einnig þurfum við að sérsmíða 22 stöpla undir verkin og sérstaka sýningarskápa, eitt- hvað sem við erum ekki vön að nota á Íslandi.“ Sýningin telur verk eftir 43 listamenn. „Við splæstum við verk þýsku listamannanna fram- varðarsveit okkar Íslendinga. Á sýningunni er Dögun eftir Einar Jónsson frá 1910 alveg til þess sem er að gerast í dag í íslenskri list. Við ákváðum einnig að velja ekki endilega nýjasta verk hvers listamanns heldur verk sem skír- skota til ákveðins tímabils.“ Hannes hefur unnið í tvö ár að undirbúningi sýningarinnar og spurður um hvatann að vinnunni segir hann hvatann einfaldlega vera klikkun. „Listin er ótrúlega falleg en hún er klikkun og feg- urðin uppmáluð. Orkuna fæ ég síðan líklegast frá himnaríki eða helvíti.“ Eftir að hafa valið verkin frá Ríkislistasafninu í Berlín ákvað Hannes að bæta einu verki við. „Ég fékk einnig „ferðatöskuna“ eftir Alex Lischke. Hún er gerð úr polyester og inniheldur hand- sprengjur, dínamít, skotvopn og drápshnífa, öll grunnáhöld hryðjuverkamannsins nú á dög- um. Verkið gerði hann rétt fyrir 11. september en drápstólin keypti hann í Austur-Þýskalandi og verkið hefur aldrei áður haldið út fyrir landsteinana.“ Sýningin stendur til 20. ágúst í Listasafni Akureyrar. ■ FERÐATASKAN Eitt þeirra verka sem sjá má á sýningunni. Hún vegur 160 kílógrömm og inniheldur öll grunnáhöld hryðjuverkamannsins nú á dögum. Sýningin opnar í dag og stendur til loka ágúst í Listasafninu á Akureyri. Listin er klikkun JÓN ODDUR GUÐMUNDSSON Hressó Minn byrjar að djamma í mennta- skóla árið 1988 og þá var þetta aðalstaðurinn. Maður beitti ýms- um brögðum til að komast þangað inn, því ekki var maður með ald- ur. Bókaplast og ökuskírteinið hans Tomma frænda. Kaffi Strætó Þar var maður svoldið mikið. Einkum í verkfalli kennara, sem maður þóttist vera í öngum sínum út af – en hafði náttúrlega himin höndum tekið. Blúsbarinn Á þessum tíma var einhver vakn- ing í lifandi tónlist og hana mátti meðal annars finna þarna. Þetta er um 1990. Var í hópi menntskæl- inga sem flæktist svona um. Bíóbarinn Hann tekur við af Blúsbarnum. Þessi staður reyndist lífseigur og ágætur til síns brúks. Hægt að fara niður að dansa og/eða hanga uppi við barborðið hjá Gausa. Kaffibarinn Þar var ég mikið og lengi. Sér- staklega eftir að ég byrjaði á mín- um vinnustað, Mættinum og dýrð- inni, en hafði reyndar vanið kom- ur mínar þangað áður. Ölstofan Svo verður það að bjórinn lækkar niður í 450 og þá leitaði ég svoldið þangað. Þeim skakkaföllum mætti Kaffibarinn með því að bjóða sama prís á virkum dögum og ég hef sveiflast svoldið þar á milli síðan. Og svo ef maður er einstaklega vel upp lagður er það náttúrlega 22. Stiklur úr skemmtireisu ✓ ✓ ✓

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.