Fréttablaðið - 28.06.2003, Blaðsíða 2
ÍRAK, AP „Aðalatriðið er að okkur
voru kynntar staðreyndir sem
réttlæta áttu þátttöku Breta í
stríðinu í Írak. Eftir að stríðinu
lauk hafa allar þessar staðreyndir
reynst rangar,“ sagði Robin Cook,
fyrrverandi varnarmálaráðherra
í ríkisstjórn Tony Blair, í samtali
við BBC.
Cook gagnrýnir harðlega
skýrslur sem lagðar voru til
grundvallar þátttöku Breta í stríð-
inu og segir þær að
stórum hluta hafa
verið ónákvæmar,
ef ekki rangar.
R í k i s s t j ó r n
Blair hefur sætt
mikilli gagnrýni
vegna tveggja
skýrslna sem birtar voru í septem-
ber síðastliðnum og lagðar voru til
grundvallar ákvörðun Breta um
þátttöku í Íraksstríðinu.
Robin Cook sagði af sér ráð-
herraembætti vegna andstöðu við
hernaðaraðgerðir gegn Írak án
nýrrar ályktunar Sameinuðu þjóð-
anna. Síðar fylgdu tveir aðrir ráð-
herrar fordæmi hans. Cook nefnir
sem dæmi að ekkert styðji fullyrð-
ingar um að Saddam Hussein hafi
getað beitt gereyðingarvopnum
með 45 mínútna fyrirvara. Sama
eigi við um meint kjarnorkuvopn í
eigu Saddams. Þau hafi ekki fund-
ist þrátt fyrir mikla leit.
„Og fullyrðingar í skýrslunni
þess efnis að Saddam hafi keypt
úraníum frá Afríku voru rangar,
enda byggðar á fölsuðum gögn-
um. Sama er að segja um aðrar
fullyrðingar í septemberskýrsl-
unni,“ sagði Cook.
Árásum á bandaríska hermenn
í nágrenni Bagdad hefur fjölgað
mjög síðustu daga.
Þrír Írakar eru nú í haldi
bandarískra hersveita en grunur
leikur á að þeir tengist hvarfi
tveggja bandarískra hermanna
nálægt Bagdad á miðvikudag.
Hvorki hefur sést tangur né tetur
af hermönnunum eða bíl þeirra.
Fjórir bandarískir hermenn
hafa látist í Írak á síðustu tveimur
dögum. Leyniskyttur skutu tvo í
gærmorgun og þá var bandarísk-
ur hermaður skotinn í höfuðið
þegar hann var að kaupa mynd-
diska í verslun í Bagdad í gær-
morgun. ■
2 28. júní 2003 LAUGARDAGUR
“Málið snýst ekki um símanúmer.“
Davíð Oddsson forsætisráðherra reyndi lengi og
árangurslaust að ná sambandi við Bush Banda-
ríkjaforseta vegna Varnarliðsins. Illugi Gunnarsson
er aðstoðarmaður Davíðs.
Spurningdagsins
Illugi, eruð þið ekki með símanúmer-
ið hjá Bush?
■ Lögreglufréttir
■ Dómsmál
■
„Eftir að stríð-
inu lauk hafa
allar þessar
staðreyndir
reynst rangar.“
RÓBERT MARSHALL
Hann segir það sárt að sjá félagsmenn og
vini missa vinnuna.
Norðurljós:
Reiðarslag
fyrir blaða-
menn
UPPSAGNIR „Uppsagnirnar eru
reiðarslag fyrir blaðamenn. Það
er alltaf sárt þegar félagsmenn
missa vinnuna,“ segir Róbert
Marshall, formaður Blaðamanna-
félagsins og starfsmaður Norður-
ljósa. Í gær var þrettán starfs-
mönnum Norðurljósa sagt upp
störfum, þar af sjö á fréttastofu.
„Sem formanni Blaðamannafé-
lagsins og vinnufélaga fólksins
finnst mér þetta vera blóðtaka,“
segir Róbert.
Róbert segir uppsagnirnar vera
vitnisburð um þann harða slag sem
er á íslenskum fjölmiðlamarkaði.
Sárgrætilegt sé að ríkið standi í
samkeppni við frjálsa fjölmiðla
sem fari halloka. „Er það vilji
stjórnvalda að fækkað verði frjáls-
um fjölmiðlum í landinu?“
Ekki er útséð með hvort útvarp
Saga hættir. „Þeir dagskrárgerð-
armenn sem þar starfa vinna að
því að halda sínum þáttum gang-
andi og leita eftir kostun. Félagið
vonast til að það takist og að við
þurfum ekki að horfa upp á frek-
ari uppsagnir okkar félags-
manna,“ segir Róbert. ■
UPPSAGNIR Norðurljós hf. hafa sagt
upp þrettán manns af Stöð tvö.
Þar af eru sjö af fréttastofu og
eru nú níu fréttamenn fastráðnir
við stöðina.
Að sögn Sigurðar G. Guðjóns-
sonar, forstjóra Norðurljósa, leiða
uppsagnirnar ekki til síðri frétta-
þjónustu. „Breytt vaktakerfi og
tækninýjungar gera okkur þetta
kleift og fréttastofan verður jafn-
vel betri fyrir vikið.“
Sigurður segir að breytt vakta-
kerfi hafi hlotið samþykki þeirra
fréttamanna sem eftir eru. „Við
sömdum um nýjan vinnutíma
fréttamanna og þetta var allt gert
í samráði við þá sem eftir verða.
Þeir sem eftir eru pössuðu vel í
prógrammið.“
Auk starfsmanna á Stöð tvö
verður rekstri Útvarps Sögu
breytt með þeim hætti að hún ein-
skorðast ekki lengur við talmál.
Sigurður segir stöðuna á íslenska
fjölmiðlamarkaðnum erfiða fyrir
einkarekin fyrirtæki. „Hverjir
eru möguleikar ljósvaka- og
fréttamiðla á Íslandi sem þurfa að
keppa við Ríkisútvarpið? Það get-
ur tapað og tapað árum saman án
þess að nokkur skipti sér af því. Á
meðan þurfum við að horfa í
hverja krónu. Þú hefur aldrei
fleiri í vinnu en nauðsynlega þarf,
sérstaklega í rekstri fjölmiðla
sem eru í harðri samkeppni við
ríkisfjölmiðlana sem hafa millj-
arða króna forskot frá ríkinu.“ ■
HÉRAÐSDÓMUR REYKJAVÍKUR
Konan þarf að sitja í fangelsi í þrjá mánuði
fyrir að stela tæpum sextán milljónum.
Héraðsdómur Reykjavíkur:
Stal sextán
milljónum
FJÁRDRÁTTUR Rúmlega fimmtug
kona var dæmd í fimmtán mánaða
fangelsi, þar af tólf skilorðs-
bundna, í Héraðsdómi Reykjavík-
ur fyrir fjárdrátt í starfi.
Konan starfaði sem þjónustu-
fulltrúi og umsjónarmaður lög-
fræðiinnheimtu hjá Sjóvá-Al-
mennum. Á fimm ára tímabili, frá
árinu 1997 til október 2001, dró
hún sér tæpar 16 milljónir úr sjóð-
um félagsins, í 155 hlutum. Fjár-
drættinum leyndi hún með því að
færa samsvarandi fjárhæðir til
gjalda á innheimtusafnreikning
félagsins. Hafði hún breytt skila-
greinum lögmanna um innheimtu-
kostnað.
Konan játaði brot sitt og að-
stoðaði við rannsókn málsins. Hún
hefur selt sína einu fasteign, að
andvirði níu milljóna króna, upp í
kröfu Sjóvá-Almennra, en félagið
gerði ekki bótakröfu. Í dómnum
er litið til þess að konan dró að sér
stóra fjárhæð á fimm ára tímabili.
Því er hún talin hafa sýnt styrkan
og einbeittan brotavilja. ■
LÖGMAÐUR FÁI LAUNIN Héraðs-
dómur Reykjavíkur hefur dæmt
lögmannsstofu eina til að greiða
fyrrum starfsmanni 149 þúsund
krónur. Lögmannsstofan hafði
haldið því fram að lögmaðurinn
hafi að hluta til starfað á eigin
ábyrgð við innheimtustörf og
hafi því haldið eftir áðurgreindri
upphæð af launum vegna inn-
heimtuþóknana sem ekki inn-
heimtust.
EKKI GREITT FYRIR EKKERT
Reykjavíkurborg hefur verið
sýknuð af kröfu verktakafyrir-
tækis sem vildi fá greiddar 4,3
milljónir króna fyrir ofaníburð í
stíg við Eiðisgranda, en það verk
var fyrir mistök inni í stærra út-
boði. Fyrirtækið hafði hvorki
keypt efni né unnið verkið þegar
mistökin urðu ljós en vildi engu
að síður fá greiðslu samkvæmt
samþykktu tilboði.
RAKALAUS FORNMINJAFRÆÐ-
INGUR Dómnefnd um umsækj-
endur um lektorsstöðu í forn-
leifafræði við Háskóla Íslands
var heimilt að segja að einn um-
sækjandinn hefði í tilteknu verki
slegið fram „fullyrðingum sem
ekki eru byggðar á neinum rök-
um, en það er hreint og beint
ábyrgðarleysi“. Fornleifafræð-
ingurinn vildi að Héraðsdómur
Reykjavíkur dæmdi orð nefndar-
innar dauð og ómerk.
UPPSAGNIR Íslenskir aðalverktakar
sögðu í gær upp milli tíu og
fimmtán manns af 270 manna
starfsliði fyrirtækisins á Kefla-
víkurflugvelli. „Það er minnkandi
vinna á Keflavíkurflugvelli, sér-
staklega fyrir járniðnaðarmenn,“
segir Árni Ingi Stefánsson starfs-
mannastjóri.
Að sögn Árna tengjast upp-
sagnirnar ekki stöðu varnarliðs-
ins á Keflavíkurflugvelli. „Þegar
langur uppsagnarfrestur er verð-
um við að grípa til aðgerða í tæka
tíð,“ segir Árni. Hann bendir á að
starfsmenn fyrirtækisins hafi
þriggja til sex mánaða uppsagnar-
frest. „Þeir sem verða hér lengst
verða alveg fram í desember,“
segir hann. „Þetta fólk er ekki
búið að missa vinnuna fyrr en þá
og við vitum ekkert hvað gerist í
millitíðinni.“
Þá sagði Íslensk erfðagreining í
gær upp fjórtán starfsmönnum. ■
FRÁ KEFLAVÍKURFLUGVELLI
Íslenskir aðalverktakar sögðu í gær upp
milli tíu og fimmtán manns úr starfsliði fyr-
irtækisins á Keflavíkurflugvelli.
Uppsagnir:
Aðalverktakar og
Erfðagreining
SIGURÐUR G. GUÐJÓNSSON
Kvartar undan samkeppninni við ríkisfjöl-
miðlana.
Forstjóri Norðurljósa um ríkisfjölmiðla:
Með milljarða forskot
VIÐ ÖLLU BÚNIR
Árásir á bandaríska og breska hermenn í Írak hafa verið daglegt brauð að undanförnu.
Fjórir bandarískir hermenn hafa verið drepnir á síðustu tveimur dögum.
Falskar forsendur
fyrir Íraksstríði
Helstu röksemdir fyrir þátttöku Breta í Íraksstríði voru rangar, segir
Robin Cook, fyrrum varnarmálaráðherra. Árásum á hermenn banda-
manna í nágrenni Bagdad hefur fjölgað síðustu daga.
M
YN
D
/A
P
SMALAMENNSKA Lögreglan á
Hornafirði þurfti að smala hross-
um inn í girðingu. Koma þurfti
hópnum af þjóðveginum.
ÞRJÁR RÚTUR FASTAR UPPI Á HÁ-
LENDI Björgunarsveitin Víkverji
lagði af stað upp í Jökuldal á
Fjallabaksleið nyrðri til að að-
stoða þrjár rútur sem þar sátu
fastar. Enginn var í hættu vegna
þessa, en hjálp vantaði við að
losa rúturnar svo ferðin gæti
haldið áfram.
ELDUR Í GÖNGUNUM Eldur
kviknaði í flutningabíl í norður-
enda Hvalfjarðarganganna um
fjögur í gær. Göngunum var lok-
að í nokkrar mínútur á meðan
slökkvilið Akraness slökkti eld-
inn og reykræsti.