Fréttablaðið - 28.06.2003, Blaðsíða 8
8 28. júní 2003 LAUGARDAGUR
Útgáfufélag: Frétt ehf.
Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson
Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson
Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason
og Steinunn Stefánsdóttir
Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing:
Suðurgötu 10, 101 Reykjavík
Aðalsími: 515 75 00
Símbréf á fréttadeild: 515 75 06
Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is
Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16
Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is
Setning og umbrot: Frétt ehf.
Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf.
Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð-
borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er
hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands-
byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu
sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði.
Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni
blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds.
ISSN 1670-3871
Þegar ég var að fletta Frétta-blaðinu einn daginn kringum
17. júní rak mig allt í einu í roga-
stans. Þarna var lítil frétt um fán-
ana á strætó. Af hverju þeir væru
ekki lengur brúkaðir á hátíðisdög-
um. Og ég áttaði mig á því – og
dauðskammaðist mín fyrir það –
að ég hafði ekki einu sinni tekið
eftir að fánarnir væru hættir að
vera á strætó!
Allir sem komnir eru af mesta
barnsaldrinum muna auðvitað eft-
ir fánunum á strætó. Þeir voru
settir upp á helstu hátíðisdögum,
kirkjuhátíðum, sumardeginum
fyrsta, 1. maí, og svo framvegis.
Og svo var flaggað með þjóðfán-
um hinna Norðurlandanna á þjóð-
hátíðardögum þeirra.
Þetta var afskaplega skemmti-
legur siður. Þótt ég sé orðinn mik-
ið til minnislaus maður með aldr-
inum og muni alveg sérstaklega
fátt úr bernskunni, þá man ég
samt furðulega vel eftir því að
hafa margoft komið út úr húsi á
Lindarbraut 10 og séð strætó
keyra framhjá, annaðhvort með
íslenska fánann eða einhvern
Norðurlandafánann, og ég man
eftir því hvað mér fannst þetta
skemmtilegt.
Heimur versnandi fer
Að sumu leyti var þetta eins og
spennandi þraut. Barnið sem stóð
á tröppunum með skólatöskuna
sína fékk það verkefni að finna út
og rifja upp hvaða hátíðisdagur
væri í dag. Hvaða Norðurlanda-
fáni það væri sem strætó skartaði
í þetta sinn. Og maður fór að
ímynda sér hátíðahöldin sem nú
væru greinilega að hefjast í Nor-
egi eða Danmörku eða Svíþjóð eða
Finnlandi.
Þetta var afar lítil skemmtun.
Það þurfti ekki mikið til í þá daga.
En þetta var skemmtun samt og
hún var saklaus og hæfði manni
vel.
Og ég ímynda mér að enn í dag
myndi börnum þykja gaman að
sjá strætó allt í einu keyra fram-
hjá með litrík flögg.
En því mun víst hafa verið
hætt fyrir mörgum árum. Og ég
ekki einu sinni tekið eftir því!
Svona fer nú heimur versnandi
– og ég með!
Kannski hallærislegt
Einhver sagði þarna í Frétta-
blaðinu að þessu hefði verið hætt
vegna kostnaðar. Það kostaði
alltof mikið að hafa fánastatíf á
strætó og þyrfti mannskap í að
koma fánunum fyrir á morgn-
anna.
Ojá, það er nú eins og það er.
Ég man nefnilega ekki betur en
ég hafi alist upp á viðreisnarárun-
um. Þá hafði þjóðin það takk fyrir
alveg sæmilegt en var þó hvergi
nærri jafn rík og núna. Einkum og
sér í lagi ekki á harðindaárunum
1967-1969. Þá var þjóðin satt að
segja skítfátæk. Samt höfðum við
þá efni á að flagga á strætó.
Skrýtið.
Fánarnir á strætó, það mætti
segja mér að kostnaður við uppá-
tækið væri ekki meginástæðan
fyrir því að þeir voru aflagðir. Það
mætti segja mér að forráðamenn
strætó hafi bara ekki nennt þessu
lengur. Og hafi jafnvel fundist
þetta hallærislegt. Eins og arfur
frá gamalli og bjánalegri tíð.
„Ji, þetta er víst hvergi gert
annars staðar. Það hvarflar víst
ekki að þeim á Norðurlöndum að
flagga með íslenska fánanum á
sínum strætóum þann 17. júní.
Gerum við okkur ekki bara að fífli
með þessu?!“
Arfur frá gamalli tíð? Já, frá
þeirri tíð þegar fólk fór ennþá í
skrúðgöngur á 17. júní og krakkar
fengu negrablöðrurnar góðkunnu.
Og börn fóru í spariföt.
Saklaus skemmtun
Má ég hér með mælast til þess
að fánarnir verði aftur settir á
strætó? Hvað sem líður öllum
kostnaði, ég trúi því ekki að hann
sé óyfirstíganlegur. Væri þá ekki
hægt að fá aukafjárveitingu frá
ríkisstjórninni (eða kannski Og
Vodafone)? Þetta var skemmtileg-
ur og kannski skrýtinn siður sem
er hreinasta synd að skuli hafa
verið aflagður „af því bara“. Ég
mundi segja að þetta gerði lífið
skemmtilegra ef tiltekið blað hér í
höfuðborginni væri ekki búið að
eigna sér það orðtak.
Núna, þegar ég á sjálfur börn,
þætti mér að minnsta kosti gaman
að þegar við færum út á morgn-
ana keyrði framhjá strætó undir
blaktandi fánum og við gætum
skemmt okkur við að giska á
hvaða dagur væri í dag, hvar væri
haldið upp á þjóðhátíðardaginn í
dag.
Þetta væri saklaus skemmtun
og kannski hallærisleg. Það
myndi enginn græða neitt á því.
(Sem kannski er kjarni málsins?)
En við mundum hafa svo ósköp
gaman af því. ■
Þrautaganga
fjölskyldu
Eiginkona og móðir skrifar:
Maðurinn minn varð fyrir slysií vinnunni fyrir einu og hálfu
ári síðan og þurfti að hætta. Síðan
þá höfum við hjónin verið í enda-
lausri þrautagöngu. Af því maður-
inn minn varð fyrir bakmeiðslum í
vinnunni var okkur tjáð að hann
ætti rétt á launum í eitt ár. Mánuð-
irnir urðu einungis sjö. Af því
þurftum við að sækja það sem upp
á vantaði til VÍS. Fyrir vikið urðum
við á eftir með afborganir. Ástand-
ið versnaði úr slæmu í ómögulegt
og húsnæðið var selt. Aftur var
klippt á launin og nú var það
Reykjavíkurborg sem hætti að
greiða laun í október. Þá þurfti að
sækja um uppfyllingargreiðslur til
VÍS á móti smásmugulegum dag-
peningum frá Tryggingastofnun.
Það sem við fengum ekki að vita
var að VÍS borgar ekki svona mis-
mun lengur en sem nemur einu ári.
Næsta skrefið í baráttunni var að
sækja um greiðslur úr sjúkrasjóði
Eflingar. Þar var okkur sagt að við
fengjum einungis eina greiðslu.
Ástæðan var mikil fátækt félags-
ins. Þar sem okkar hlutur var mjög
alvarlegur var ákveðið að við
myndum fá tvær greiðslur í við-
bót. Í dag klórum við í bakkann.
Hvernig geta vátryggingafélög
ákveðið að mál slasaðra sé ekki
tekið fyrr en einu ári eftir að slys,
þegar í mörgum tilfellum liggur
fyrir að skaðinn verður ekki lækn-
aður? Hvar er réttur okkar? Hvers
eigum við að gjalda sem einungis
vinnum fyrir lifibrauðinu? ■
Um daginnog veginn
ILLUGI
JÖKULSSON
■
vill fá fána aftur á
strætó á hátíðis-
dögum.
Fánana aftur á strætó
■ Bréf til blaðsins
Bætiflákar
Launahækkun
afþökkuð til þessa
„Árið 1998 voru samþykktar
ákveðnar reglur um laun
sveitarstjórnarmanna sem
voru ákveðið hlutfall af þing-
fararkaupi. Síðan höfum við
afþakkað launahækkanir
þannig að við erum ennþá að
fá það sama og var ákveðið
1998. Núna ákváðum við, þar
sem launin voru orðin svo lág,
að tryggja bara aftur gömlu
reglurnar sem voru í gildi frá
1998. Það má því segja að við
höfum ekki þegið launahækk-
un í á fimmta ár en erum nú
að taka þá launahækkun, eftir
reglum sem voru samþykktar
1998,“ segir Gísli Gunnarsson,
forseti sveitarstjórnar Skaga-
fjarðar.
Minnihluti Samfylkingar og Framsóknar-
flokks í sveitarstjórn Skagafjarðar hefur
gagnrýnt meirihluta Sjálfstæðisflokks og
Vinstri grænna fyrir ákvörðun um 91%
launahækkun sem tekin var í sveitar-
stjórn.
■ Af Netinu
Árni Finnsson
formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands
Áformin standast ekki lög
Laxárdalur er einhver fegursti dalur á
Íslandi og þar er ein besta urriðaá landsins. Hluti dals-
ins fer undir vatn nái áform Landsvirkjunar fram að
ganga. Þessi áform sem Landsvirkjun hefur standast
ekki lög frá árinu 1974 um verndun Mývatns og Laxár.
Þar segir skýrt að hvers konar jarðrask og mannvirkja-
gerð sé óheimil og einnig að breytingar á hæð vatns-
borðs stöðuvatns og rennsli straumvatna séu óheimilar
nema til verndunar og ræktunar þeirra, enda komi til
sérstakt leyfi Umhverfisstofnunar. Vel kann að vera að
hækkun stíflunnar dragi úr sandburði og það hafi já-
kvæð áhrif á lífríki árinnar neðan við stíflu en það gildir
ekki fyrir ofan hana. Það eru aðrar aðferðir mögulegar
til að koma í veg fyrir þennan sandburð.
Hugrún Gunnarsdóttir
verkefnisstjóri Landsvirkjunar
Stangast ekki á við lög
Tilgangur þessarar framkvæmdar
er fyrst og fremst að minnka sandburð í ánni og draga
úr óeðlilegu sliti á vatnsvélum. Um leið að draga úr
þessum mikla sandburði sem hefur líklega neikvæð
áhrif á lífríki fyrir neðan stífluna. Það eru sérstök lög
um verndun Mývatns og Laxár. Við teljum að með þess-
ari aðgerð sé tekið tillit til þeirra. Tilgangurinn með
þessari framkvæmd er auk þess að losna við sandburð-
inn að koma í veg fyrir krapastíflur á veturna sem gera
það að verkun að raforkuframleiðslan dettur niður og
veldur þannig rafmagnstruflunum í nágrannabyggðun-
um. Með þessari framkvæmd er verið að tryggja orku
og öryggi. Við teljum að fyrirhuguð framkvæmd stang-
ist ekki á við ákvæði laganna.
Hækkun stíflu í Laxárgljúfri
Skiptar skoðanir
Landsvirkjun hyggst hækka stíflu í Laxá í Aðaldal um allt að tólf metra og búa til lítið vatnsmiðlunarlón.
Sætindi eða morgunmatur
Sá tími mun senn koma, að bannað
verði að selja sætindi undir því yfir-
skini, að þau séu morgunmatur.
Sama er að segja um ýmis sætindi,
sem Mjólkursamsalan selur undir
því yfirskini, að þau séu mjólkur-
vörur. Einnig mun sá tími koma, að
framleiðendur og höndlarar slíkra
sætinda verði að þola sams konar
málshöfðanir af hálfu fórnardýra og
tóbaksfyrirtækin hafa sætt í Banda-
ríkjunum á undanförnum árum.
JÓNAS KRISTJÁNSSON Á VEFNUM JONAS.IS
Orð Guðs
Það er ekkert að boðun kirkjunnar.
Orð kristninnar er einfalt og skýrt.
Það þarf ekki að poppa það upp.
Það er hreinn óþarfi að breyta
kirkjunum í tónlistarsali. Það er
nóg af þeim á Íslandi.
INGÓLFUR MARGEIRSSON Á VEFNUM KREML.IS
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
Leitin að Saddam –
eftirmál í Írak
„Bandarískar hersveitir í Írak
hafa í þrígang, hið minnsta, drep-
ið Saddam Hussein, nema ef vera
skyldi að hann hafi gengið þeim
úr greipum og sé enn sprelllif-
andi. Svo virðist vera eftir árásir
bandamanna á bílalest nærri
landamærum Sýrlands í liðinni
viku. Sem fyrr er atburðarásin
óljós.“
Leiðarahöfundur Guardian
segir Pentagon ekki vilja upplýsa
hvort árásin á bílalest Írakanna
hafi verið byggð á upplýsingum
leyniþjónustunnar eða hvort hún
hafi einfaldlega verið byggð á
hugboði stríðsherranna.
„Ekki er staðfest hvort sýr-
lenskir landamæraverðir féllu eða
særðust í árásinni. Þá kann að vera
að í bílalestinni sem skotið var á
hafi leynst smyglarar. Eitt er þó
ljóst. Bandaríkjamenn telja sig
hafa rétt til að beita öllum tiltæk-
um vopnum á öll torkennileg
farartæki á leið til Sýrlands. Öllum
er hollara að vera á varðbergi, að
öðrum kosti týna óbreyttir borgar-
ar lífinu fyrir það eitt að vera á
röngum stað á röngum tíma.“
Leiðarahöfndur Aftonbladet í
Svíþjóð fjallar um vilja Evrópu-
sambandsins og Bandaríkjanna til
að berjast gegn notkun gereyðing-
arvopna og útbreiðslu kjarnorku-
vopna.
„Evrópusambandið og Banda-
ríkin eru sammála um að nauð-
synlegt geti verið að beita valdi
gegn þeim sem ekki fallast á út-
rýmingu gereyðingarvopna. Hins
vegar greinir ríkin á um hvenær
og hvernig slíku valdi skuli beitt.
Evrópusambandið vill ólíkt
Bandaríkjunum að slíkar ákvarð-
anir séu ætíð teknar af Sameinuðu
þjóðunum og byggist á alþjóðalög-
um. Í þágu heimsfriðar og lýðræð-
is má Evrópusambandið aldrei
víkja frá þeim grundvallaratrið-
um.“
Höfundur leiðara Independent
víkur að fjaðrafokinu sem verið
hefur undanfarna daga og vikur í
Bretlandi.
„Ásakanir þær sem beinast að
bresku ríkisstjórninni snúast ekki
um lygar, heldur að þeir sögðu
ekki allan sannleikann,“ segir
Independent. Leiðarahöfundur
fullyrðir að því lengur sem herir
bandamanna dvelja í Írak, því
meir aukist ringulreiðin í landinu.
Um leið veikist mannréttindarök-
in sem beitt var fyrir stríðsrekstri
gegn Írak.
„Það er tímabært að Tony
Blair, maðurinn sem ber hvað
mesta ábyrgð, mæti fyrir rann-
sóknarnefnd breska þingsins, líkt
og Jack Straw og Alastair Camp-
bell, og standi fyrir máli sínu.“ ■
Úr leiðurum
■ Leiðarahöfundar evrópskra dagblaða gera
að umtalsefni eftirmála Írakssstríðsins og
ákafa leit bandarískra hersveita að Saddam
Hussein. Ekki er laust við að örfínn þráður
hæðni leynist í skrifum leiðarahöfunda.