Fréttablaðið - 28.06.2003, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 28.06.2003, Blaðsíða 21
LAUGARDAGUR 28. júní 2003 21 um 1996 og 1997. Allan Carr, sem sá um aðlögun söngleikjarins að kvikmynda- forminu, segir að það gleðji sig mest hversu vel myndin hefur elst og að hún skuli alltaf finna hljómgrunn hjá nýjum áhorfend- um. „Ég vildi að ég gæti sagt að ég og félagar mínir vissum nákvæm- lega hvað við vorum að búa til fyr- ir tuttugu árum síðan“, sagði Carr í tilefni afmælisútgáfunnar. „Ég var alltaf fullviss um að okkur myndi ganga vel en mig óraði aldri fyrir annarri eins velgengni. Þegar upp var staðið höfðum við framleitt bíómynd sem hefur í gegnum árin snert hjörtu fólks á öllum aldri úr ólíkustu áttum. Grís er galdur og ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að taka þátt í að færa heimsbyggðinni galdur- inn.“ Þau lifðu Grease af Þrátt fyrir að kvikmyndaút- gáfan af Grease sé vinsælasta söngleikjamynd allra tíma hefur aðeins tveimur leikurum úr henni tekist að festa sig í sessi í Hollywood. John Travolta hefur ekki verið í betri málum frá því hann lék Danny Zuko í Grease árið 1978 og Stockard Channing, sem gerði bryðjunni Rizzo eftir- minnileg skil, nýtur enn mikillar virðingar sem leikkona og á það til að lyfta heilu bíómyndunum upp með nærveru sinni einni saman. Aðrir sem komu við sögu í Grease hafa ekki látið að sér kveða svo heitið geti og Olivia Newton-John lifir til dæmis enn fyrst og fremst á fornri Grease- frægðinni og nokkrum lögum sem hún gerði vinsæl fyrir all- mörgum árum. Henni tókst að vísu að fylgja velgengi sinni í Grease eftir árið 1980 með söngvamyndinni Xanadu en sem fyrr eru það frekar lögin sem hún syngur í myndinni sem hafa stað- ist tímans tönn frekar en leik- og söngkonan sjálf. Árið 1983 var reynt að græða á vinsældum Grease með því að leiða John Tra- volta og Oliviu saman á ný í Two of a Kind. Þessi tilraun misheppn- aðist hins vegar hrapallega og myndin er flestum gleymd í dag. Upprisa töffarans Ferill Travolta sjálfs hefur verið brokkgengur. Hann átti góða spretti í hryllingsmyndinni Carrie árið 1976, var tilnefndur til Óskarsverðlauna árið 1977 fyrir leik sinn í Saturday Night Fever og mætti því funheitur til leiks í Grease árið 1978. Hann lék í Urban Cowboy árið 1980 og í Brian De Palma-myndinni Blow Out ári síðar en eftir það fór að halla undan fæti. Endurfundir hans og Oliviu Newton-John árið 1983 virkuðu ekki sem skyldi og tilraun hans og Sylvester Stallone til þess að blása lífi í aðalpersónu Saturday Night Fever, Tony Manero, mis- tókst. Þá tók litlu betra við árið 1985 þegar hann reyndi við Jamie Lee Curtis í Perfect. Síðan fór lít- ið fyrir hinum heillum horfna Tra- volta þar til hann skaut upp kollin- um í Look Who’s Talking, sem vakti aðallega athygli fyrir þær sakir að í henni talaði töffarinn Bruce Willis fyrir smábarn. Það var svo árið 1994 að leik- stjórinn Quentin Tarantino nánast reisti Travolta upp frá dauðum með því að láta hann leika morð- ingjann Vincent Vega í Pulp Fict- ion. Hann fylgdi Pulp Fiction vel eftir með Get Shorty og hóf ábata- samt samstarf við leikstjórann John Woo ári síðar í Broken Ar- row, en þeir slógu síðan heldur betur í gegn árið 1997 með hinni mögnuðu spennumynd Face/Off. Þrátt fyrir velgengni síðari ára á Travolta það enn til að velja sér afleit hlutverk eins og Battlefield Earth og Domestic Disturbance sanna. Hann virðist þó hafa fest sig það rækilega í sessi að slík klúður skaða hann ekki að ráði og aðalgæinn í Grease er því aftur orðinn einn aðaltöffarinn í Hollywood 25 árum síðar. Alltaf kraftur í Rizzo Leikkonan Stockard Channing gerði foringja bleiku gellanna í Rydell High, Betty Rizzo, að einni eftirminnilegustu persónu Grease. Hún hefur elst býsna vel og nær- vera hennar í kvikmyndum er síst áhrifaminni nú en árið 1978. Það hefur þó ekki farið neitt sérstaklega mikið fyrir henni en hún skýtur reglulega upp kollinum í eðalmynd- um og nýtur mikillar virðingar sem sviðsleikkona. Árið 1986 lék hún í Heartburn, ásamt þeim Jack Nicholson og Shirley McLaine, 1992 kom hún við sögu í Polanski-mynd- inni Bitter Moon og ári síðar fór hún á kostum í hinni prýðilegu Six Degrees of Separation. Channing hristi heldur betur upp í tilveru Söndru Bullock og Nicole Kidman í hlutverki rammgöldróttr- ar frænku þeirra í Practical Magic árið 1998 og lætur fljótlega sjá sig í bíó með Angelinu Jolie og Edward Burns í Life or Something Like It en aðdáendur hennar geta notið þess þangað til að fylgjast með henni Vesturálmunni í Sjónvarpinu þar sem hún fer með hlutverk forseta- frúarinnar. thorarinn@frettabladid.is STOCKARD CHANNING Fór á kostum í hlutverki hinnar eitursvölu Rizzo í Grease árið 1978. Hún og John Tra- volta eru einu leikararnir úr þessari feiki- vinsælu mynd sem hafa náð að festa sig í sessi í Hollywood. FR ÉT TA B LA Ð IÐ 7V IL H EL M UNNUR ÖSP STEFÁNSDÓTTIR Leikur Krissu, sem er hið íslenska ígildi rosagellunnar Rizzo. EINAR LOGI VIGNISSON Man vel eftir fyrsta Grease-æðinu og sá myndina á Akureyri á sínum tíma. „Mér er það ógleymanlegt að vinur minn stalst í brilljantín hjá pabba sínum og setti í hárið á sér. Þetta var eldgömul túpa sem pabbi hans hafði geymt sem minjagrip frá því í kringum 1960. Drengurinn ætlaði aldrei að ná þessu úr hausnum á sér þrátt fyrir marga þvotta með grænsápu.“ Ég var temmilega bjartsýnn ágengi myndarinnar enda var hún búin að vera fáanleg á vídeo- leigum svo lengi,“ segir Einar Logi Vignisson markaðsráðgjafi, sem stjórnaði markaðssetningunni á endursýningu Grease á Íslandi í tilefni af 20 ára afmæli myndar- innar árið 1998. „Það var ekkert mikið um að ungt fólk færi að sjá hana í Bandaríkjunum og þar var það aðallega eldra fólk í einhverri nostalgíu sem fór aftur á Grease í bíó. Við bundum hins vegar nokkr- ar vonir við algerlega nýjan áhorf- endahóp og stefnum á sama ald- urshóp og sá myndina tuttugu árum áður. Þetta gekk mjög vel og myndin endaði í eitthvað í kring- um tíu þúsund manns, sem er mjög gott fyrir endursýningu og það eru ekki nema myndir á borð við af- mælisútgáfu fyrstu Star Wars- myndarinnar sem geta þetta.“ Það hittist þannig á að söngleik- urinn var settur upp í Borgarleik- húsinu á afmælisárinu og kvik- myndin og leikritið gátu því stutt hvort annað. „Þetta kom bara upp í hendurnar á okkur og við unnum mjög náið með leikhúsfólkinu og settum myndina í bíó einhverjum vikum fyrir frumsýningu söng- leiksins. Þetta skilaði sér rosalega vel fyrir báða aðila.“ Einar Logi segir að afmælissýn- ing Grease hafi verið mjög skemmtilegt verkefni. „Eldri áhorfendur skiluðu sér líka mjög vel og höfðu gaman af þessu, enda var þetta mjög gott eintak sem kom í bíó og bæði búið að endur- vinna hljóð og mynd. Eintökin sem voru fáanleg á vídeóleigunum voru ekki nærri því svona góð og fólk ætti að líta eftir því hvort það sé ekki örugglega með endurbættu útgáfuna í höndunum ef það ætlar að leigja Grease. Það munar ótrú- lega miklu á gæðunum.“ Einar Logi man vel eftir fyrsta Grease-æðinu og rifjar það upp að aðeins eitt eintak hafi komið til landsins af myndinni og það hafi verið sýnt fyrir fullu húsi í Há- skólabíói í lengri tíma en svo hafi það farið hringinn í kringum land- ið og þegar það kom aftur í Há- skólabíó hélt það áfram að trekkja að. ■ Afmælisútgáfa Grease: Nálgaðist Star Wars í vinsældum Traustur banki Taktu þátt í Sumarnetleiknum okkar og þú gætir unnið glæsilegan vinning. Þú þarft aðeins að fara inná www.bi.is og skrá þig í þann netklúbb sem höfðar til þín. Dregið verður 1. júlí, 1. ágúst og 1. sept. Þú gætir dottið í lukkupottinn! Sumarnetleikur Búnaðarbankans Viðskiptavinir! www.bi.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.